Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 35
MYNDIR ÚR JARBFRÆÐl ÍSLANDS
27
Heer ákvörðunina vafasama (4). Er þá getið frásagna um tertiert
beyki á íslandi, sem mér er kunnugt um.
HUMALBEYKI (OSTRYA).
Ostrya selárdalíana, ný tegund. Blaðið er næstum því sporbaug-
ótt að lögun, odddregið og mjókkar blaðkan jafnt niður í fleyg-
myndaðan grunn, stiklað. Blaðið er 12 cm langt, þar af er stilkur-
inn að minnsta kosti 0,7 cm. Mesta breidd blöðkunnar 5,2 cm.
Rendurnar tvísagtenntar, tennurnar frekar smáar. Um 20 hliðar-
strengir, lítið eitt misstæðir, einkum á miðhluta miðrifsins. Horn-
in milli hliðarstrengja og miðrifs 40 °—50°. Hliðarstrengir beinir
út í blaðrönd, þar senda þeir smástrengi frá sér út í hverja smá-
tönn. Æðanetið fíngert, óljóst.
Lýsingin á bezt við ættkvíslina Ostrya, sem hér er nefnt humal-
beyki. Er nafnið valið í samráði við Ingólf Davíðsson, grasafræð-
ing. Það er í samræmi við nafn þessarar ættkvíslar á hinum Norð-
urlandamálunum (sænsku: humlebok, dönsku: humlebög). Blaðið
rninnir að vísu dálítið á carpínus-blað, en við nánari athugun kem-
ur í ljós, að grunnur þess er ekki í samræmi við þá ættkvísl. Lega
smástrengjanna í blaðröndinni mælir og gegn því, að um carpínus
sé að ræða. Ég held líka, að g/n'-ættkvíslin komi vart til greina. Ég
hef að vísu ekki átt kost á að gera samanburð við allar tegundir
þessarar ættkvíslar, en þær, sem ég hef haft með höndum, eru allar
að meira eða minna leyti ólíkar þessu blaði frá Selárdal. Langbezt
er samræmið með Ostrya og verður því blaðið talið til þeirrar
ættkvíslar, meðan önnur og traustari greining er ekki fyrir hendi.
Nú á dögum eru til einar fjórar tegundir af humalbeyki. Vaxa þær í
Mið- og Norður-Ameríku og í Evrópu og Asíu. íslenzka humal-
beykið samræmist ekki til fulls neinni þessari nútíma tegund, virð-
ist þó standa einna næst Evróputegundinni Ostrya carpinifolia
Scop., bæði að blaðlögun og fjölda hliðarstrengja. Það er heldur
ekki í algjöru samræmi við neina tertiera humalbeykitegund frá
norðurhjara, því er henni hér gefið nafnið Ostrya selárdaliana.
Ættkvíslin hefur ekki fundizt hér áður.
Humalbeyki hefur fundizt í tertierum jarðlögum Grænlands.
O. Heer getur hennar úr söfnum frá Atanekerdluk (paleocen). Sýn-
ir hann þaðan frætegund, sem er sérkennileg og örugg til ákvörð-
unar. Á blaðhluta þann, sem Heer sýnir frá sama stað, og liann