Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 43
SITT AF HVERJU
35
Blœöspin í Breiðdal.
B 1 æ ös p (Populus tremula) hefur fundizt á fjórum stöðum hér
á landi. Fyrst fannst hún
nálægt Garði í Fnjóskadal,
utan í blásnum melhól,
smávaxin og jarðlæg að
mestu. Það var árið 1911.
Bletturinn var girtur og
friðaður, og síðan hefur
öspin breiðzt út og mynd-
að runna. Aspir, sem flutt-
ar voru þaðan að Hofi í
Vatnsdal, hafa náð 5—6
metra hæð. Nú leið og
beið, þangað til sumarið
1948. Þá fannst blæösp í
Viðarhrauni í Gestsstaða-
hlíð í Fáskrúðsfirði, en þar
óx áður mikill skógur.
Kjarrið í Gestsstaðahlið er
nú víðast aðeins hnéhált,
og ná aspirnar sömu hæð.
Hefur verið beitt í kjarr-
ið. Sumarið 1953 fundust
allmargar aspir í Hríshól-
um í Egilsstaðaskógi á
Fljótsdalshéraði. Voru liin-
ar hæstu 4—5 metrar, enda
er skjól í skóginum og lítt
eða ekki beitt sauðfé í hann
á vetrum hina síðustu ára-
tugi. Loks bárust fregnir
um „kynlega kvisti“ í land-
areign jórvíkur í Breiðdal árið 1953, og reyndist þar einnig vaxa
blæösp.
Þann 17. ágúst 1956 sýndi Svanbjört Þorleifsdóttir á Lindar-
Aspargrein úr Hamrahlið í Jórvik.