Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 47
SITT AF HVERJU 39 menn hans í þeim leiðangri voru Agnar Ingólfsson og Jón Baldur Sigurðsson. Um mánaðamótin sept./okt. fór Finnur í snögga ferð til London í boði brezka útvarpsins. í sambandi við þá för gafst honum tækifæri til að verja einni viku til úrvinnslu íslenzkra gagna í British Museum. Guðmundur Kjartansson vann að rannsóknum sínum til undir- búnings jarðfræðikorti af íslandi. Hann ferðaðist að þessu sinni mest um óbyggðir sunnan og vestan við Vatnajökul. Sigurður Þórarinsson stjórnaði, ásamt Guðmundi Jónassyni, leiðangri á Vatnajökul í maí og júní. í júlímánuði vann hann að öskulagarannsóknum á norðausturhorni landsins, frá Kelduhverfi til Vopnafjarðar, og fór inn í Þjórsárver sömu erinda. í ágúst og september sat Sigurður alþjóðaþing landfræðinga í Rio de Janeiro °g alþjóðaþing jarðfræðinga í Mexico City. í febrúar fór Sigurður í fyrirlestrarferð til sænskra og danskra háskóla. Á vegum Rannsóknaráðs ríkisins héldu þeir Trausti Einarsson og Þorbjörn Sigurgeirsson áfram rannsóknum á segulmögnun berg- tegunda. Segul-jarðfræðikort var gert af svæðinu frá Reykjavík um Hvalfjörð og norður til Borgarfjarðardala. Kort þetta sýnir stefnu segulmögnunar í föstu bergi. Einnig var unnið að segulrannsókn- um á Austurlandi. Reist var hús fyrir segulmælingastöð á Leirvogseyrum í Mos- fellssveit. Sigurður Pétursson. Erlendar náttúrurannsóknir á íslandi 1956. Þessir erlendir vísindaleiðangrar komu hingað til rannsókna s. 1. sumar: 1. Dr. F. Hanson frá Nottingham-háskóla vann, ásamt aðstoðar- manni, að jarðfræðirannsóknum við sunnanverðan Vatnajökul. 2. Tveir franskir jarðfræðingar, prófessor Ch. Peguy frá háskól- anum í Rennes og Dr. P. Bout, unnu að jarðfræðilegum athug- unum norðan- og austanlands. 3. Dr. Emmy Todtmann frá Hamborg hélt áfram rannsóknum sín- um á jökulruðningum við norðanverðan Vatnajökul.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.