Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 7
Ndttúrufr. — 39. árgangur — 1. hefti — 1.-48. siða — Reykjavih, maí 1969 Ingimar Óskarsson: Korsíka, eyjan fagra Eyjan Korsíka, senr liggur undir Frakkland, er staðsett á Mið- jarðarhafi. Hún liggur í hásuður frá Genúa-flóa á milli 43° 42' og 41° 21' n.br. og milli 9° 31' og 8° 32' a.l. Rétt sunnan við hana er eyjan Sardínía, og er aðeins 15 km breitt sund, Bonifacio-sundið, á milli eyjanna. Korsíka er 183 km á lengd og breiddin 84 km. Strand- lengjan öll er 700 km, og flatarmál eyjarinnar 8722 km2. Tala íbúanna er innan við 300 þúsund. Eftir eyjunni endilangri liggur ljallgarður og vestur úr honum hálendisgreinar. Hæstu fjöllin eru Monte Cinto, 2710 m á hæð, og Monte Rotondo, 2625 m. Inn í vesturströndina ganga flóar, svo sem Porto-flói, Ajaccio-flói og fleiri, og að norðan er Sankti Florent-flói. Við llóa þessa eru víða góðar hafnir. Aftur á móti er austurströndin ekkert vogskorin, þar er því algert liafnleysi. Á eyjunni ríkir þægilegt Miðjarðarhafsloftlag, því að hafvindar draga úr mesta hitanum. Meðalhiti ársins er 17—18 stig og loftraki næg- ur. Hvað gróður snertir, þá er mest af því landi, sem liggur lágt og enn er ekki búið að rækta, vaxið lágvöxnu eikarkjarri, svo- nefndri steineik. Svona land nefna eyjarskeggjar makis. Á þeim stöðum, þar sem ræktun er í góðu lagi, er jarðvegurinn frjór. Mikið er ræktað af hveiti og rúgi, svo og ýmsum suðrænum aldin- um. Einnig er töluverð baðmullar- og silkirækt. Kvikfjárrækt er mikil. Og sardínu- og ostruveiðar eru töluvert stundaðar. Höfuð- borgin er Ajaccio. Nú orðið er aðaltalmálið ítalska. Það er margur maðurinn, sem heimsækir Korsíku, til þess að njóta fegurðar eyjarinnar. Fyrir dýra- og grasafræðinga er þar margt að sjá og skoða. Sé siglt að norðvesturströnd eyjarinnar á björtum vordegi og stelnt til borgarinnar Calvi, verður manni út-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.