Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
S
2. mynd. Svartkráka.
ar eru annars konar húsarústir; þar heldur steinspörinn til með
unga sína. Karlfuglinn situr á símastrengnum og er með eitthvert
æti í nefinu; ef til vill eiga ungarnir að fá það. Þegar birtan er
heppileg, er vel hægt að sjá gula blettinn framan á hálsi fuglsins,
en hann er einkennandi fyrir þessa tegund; á kvenfuglinum ber
mun minna á bletti þessum en á karlfuglinum. A símastrengnum
sjást einnig kliðfálkar á nokkrum stöðum. Það er auðséð, að þeir
hafa vakandi auga á því, sem við ber á jörðu niðri. Sjái þeir eitt-
hvað ætilegt, eru þeir viðbragðsfljótir og missa sjaldan marks. Uppi
á strengnum er líka trjásvarri; hann á sennilega hreiður í tié ein-
hvers staðar í grenndinni. Af hinum ágæta sjónarhól getur hann
fylgzt með óvinum sínum. Krákurnar eru honum hættulegastar;
þegar hann verður þeirra var, ræðst hann að þeim og rekur þær á
flótta, til þess að eiga þær ekki yfir höfði sér. í runna einum
skammt frá þessum stað er skopsönguarinn á ferðinni. Grákrákan
virðist líka vera hér nokkuð algeng. Aftur á móti er svartkrákan,
sem er svo algeng í Frakklandi og á Spáni, sjaldséð hér. Hefur
hennar aðeins orðið vart á suðvesturhluta eyjarinnar. í bæjunum,