Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 11
NÁTTÚRUFRÆÐ I NGURINN 5 um, þar sem vatnið er grunnt, vaxa íirnin öll af stórvaxinni tjarnalilju og vatnaliranz með ljósrauð- um blómum. Víða ber fyrir augu hið fíngerða, rauð- blóma glóðarlyng; en hér er það mikið notað í lim- gerði. Á þurrum skurð- bökkunum morar allt í blómstrandi rósalauk með hálf-hnattlaga blómskipun. Á víð og dreif innan um grænar grastegundir vaxa 4. mynd. Múrsvölungur. jómfrúliljur með purpura- rauðum blómum; þær eru nokkru lágvaxnari en þær norrænu, en samt engu síðri að fegurð. í þessu fagra umhverfi er ekkert óal- gengt að sjá gekkóina sitja í makindum á steini og sleikja sólskinið. En jafnskjótt og hún verður vör mannaferða, hverfur hún eins og elding. Við hvert fótmál koma nýjar og nýjar blómarósir í ljós, hver annarri fallegri. Hér fá menn að sjá skógarsóleyjar og goða- liljur með ljósfjólubláum blómum, svo og draumsóleyjar með fag- urrauðri krónu. Hérna íekast menn líka á dálítið sérstæða plöntu, sem vex sem villiplanta á eyjunni, en er víða í borgum og bæjum sem gestur. Þessi planta er Ijósalilja (Asphodilus albus). Hún er nær því mannhæðarhá og er með stinnum, stofnstæðum blöðum. Blómin eru hvít, einkar falleg og standa lengi. Jurtin hefur gild rótarhnýði, er stuðla að því, að hún ber blórn snemma sumars. Sumir halda, að átt sé við þessa jurt í Biblíunni, þegar talað er þar um liljur vallarins. Utan við ræktaða landið eða úti í hög- unum, eins og íslendingar mundu kalla það, vaxa líka margar undurfagrar blómjurtir ásamt runnum og trjám. Þarna getur að líta anganbuska með ljósfjólubláum blómum við hliðina á fagur- gulum litunarrunnum. Og upp úr grasinu gægjast brúnleit brönu- grös og gul og hvít varablóm. Og sízt af öllu gleymast hinar ljós- rauðu og hvítu Stsíuí-tegundir eða sólrósirnar, þessir skemmtilegu sígrænu runnar, sem minna á fegurstu rósir. Og ilmurinn af brúðarlaufinu verkar á mann sem áfengur drykkur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.