Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 14
NÁTTÚ RU F RÆÐINGURINN 8 við úr íslenzkum skrúðgörðum. I rjóðrum sprettur sums staðar af'ar blómstór liljutegund með hvítri krónu. Jurt þessi er náskyld blómstærstu liljutegundinni, sem ræktuð er í vermihúsum á ís- iandi og kölluð er Arnaryliis, en það þýðir hjarðmey, svo að teg- und þessa mætti kalla hjarðmeyjarlilju. Þegar upp fyrir barrskógar- beltið kemur, tekur að sneiðast um háplöntugróður. Aðallega eru það mosar og fléttur, sem ráða þar ríkjum. Tveggja metra hátt kræklótt elrikjarr sést þó í dældum á stöku stað. Mikill snjór ligg- ur hér í fjöllum fram eftir öllu sumri og veldur jrví, að fjöldi lækja streymir niður hlíðarnar og sameinast í ár, sem flytja frjóefni niður á undirlendið, gróðrinum til hagsbóta. í sjálfu fjalllendinu eru margir smáfuglar iðulega á ferð, svo sem: urðatitla, strandt.ittling- ur og grœnfinlia; og í hlíðunum neðanverðum er býsvelgurinn að starfi, en hann er óvenjulega litfagur fugl. Það mætti kveða um hann, engu síður en um regnbogann: „Gulur, rauður, grænn og blár, gerður af meistarans höndum.“ Fuglinn grefur djúpar og þröngar holur í jarðveginn og býr sér þar lireiður. Við lygnar árn- ar niðri á láglendinu er dvalastaður margra norrænna farfugla á vetrum og einnig áningarstaður þeirra fugla, sem lialda lengra suður á bóginn. Á þessurn slóðum er jní fjölbreytilegt fuglalíf, bæði vor og haust. Hér getur að líta: tígulþernu, veimiltitu, rú- kraga, flóastelk og sandlóu. Farfuglar, sem merktir hafa verið í Finnlandi, í Svíþjóð eða í Hollandi, sanna viðkomu þeirra hér, því að allmörg merki hafa löndum þessum borizt frá eyjunni. Við tjarnir umluktar sefgróðri heldur dverggoðinn til; hann er af sömu ættkvísl og flórgoðinn okkar. Og hér stikar háleggur um með mikilmennskubrag. Úr runnum skammt undan hljómar rödd sef- söngvarans og blœsöngvarans. Sums staðar er láglendið nærri gróð- urlaust vegna vatnsskorts, og þó má sjá þar stórar, rósrauðar breið- ur af hádegisblómi á skraufþurrum sandauðnum. Jurt þessi er ætt- uð frá Suður-Afríku og er hún með fegurstu sumarblómum í skrúð- görðum hérlendis. Vesturströnd eyjarinnar er víða klettótt; er hér um að ræða rauð- leita granítkletta, sem ganga jjverhníptir í sjó fram. Suðvestur- ströndin er einnig með Jjverhníptum klettum, en jreir eru úr kalki. Ströndin er því óvíða sendin að sunnan og vestan. Aftur á móti er austurströndin sendin, og eru Jrar víða strandlón. Hingað í lónin hefur verið flutt fisktegund ein frá Suður-Afríku. Vísindanafn

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.