Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 14
NÁTTÚ RU F RÆÐINGURINN 8 við úr íslenzkum skrúðgörðum. I rjóðrum sprettur sums staðar af'ar blómstór liljutegund með hvítri krónu. Jurt þessi er náskyld blómstærstu liljutegundinni, sem ræktuð er í vermihúsum á ís- iandi og kölluð er Arnaryliis, en það þýðir hjarðmey, svo að teg- und þessa mætti kalla hjarðmeyjarlilju. Þegar upp fyrir barrskógar- beltið kemur, tekur að sneiðast um háplöntugróður. Aðallega eru það mosar og fléttur, sem ráða þar ríkjum. Tveggja metra hátt kræklótt elrikjarr sést þó í dældum á stöku stað. Mikill snjór ligg- ur hér í fjöllum fram eftir öllu sumri og veldur jrví, að fjöldi lækja streymir niður hlíðarnar og sameinast í ár, sem flytja frjóefni niður á undirlendið, gróðrinum til hagsbóta. í sjálfu fjalllendinu eru margir smáfuglar iðulega á ferð, svo sem: urðatitla, strandt.ittling- ur og grœnfinlia; og í hlíðunum neðanverðum er býsvelgurinn að starfi, en hann er óvenjulega litfagur fugl. Það mætti kveða um hann, engu síður en um regnbogann: „Gulur, rauður, grænn og blár, gerður af meistarans höndum.“ Fuglinn grefur djúpar og þröngar holur í jarðveginn og býr sér þar lireiður. Við lygnar árn- ar niðri á láglendinu er dvalastaður margra norrænna farfugla á vetrum og einnig áningarstaður þeirra fugla, sem lialda lengra suður á bóginn. Á þessurn slóðum er jní fjölbreytilegt fuglalíf, bæði vor og haust. Hér getur að líta: tígulþernu, veimiltitu, rú- kraga, flóastelk og sandlóu. Farfuglar, sem merktir hafa verið í Finnlandi, í Svíþjóð eða í Hollandi, sanna viðkomu þeirra hér, því að allmörg merki hafa löndum þessum borizt frá eyjunni. Við tjarnir umluktar sefgróðri heldur dverggoðinn til; hann er af sömu ættkvísl og flórgoðinn okkar. Og hér stikar háleggur um með mikilmennskubrag. Úr runnum skammt undan hljómar rödd sef- söngvarans og blœsöngvarans. Sums staðar er láglendið nærri gróð- urlaust vegna vatnsskorts, og þó má sjá þar stórar, rósrauðar breið- ur af hádegisblómi á skraufþurrum sandauðnum. Jurt þessi er ætt- uð frá Suður-Afríku og er hún með fegurstu sumarblómum í skrúð- görðum hérlendis. Vesturströnd eyjarinnar er víða klettótt; er hér um að ræða rauð- leita granítkletta, sem ganga jjverhníptir í sjó fram. Suðvestur- ströndin er einnig með Jjverhníptum klettum, en jreir eru úr kalki. Ströndin er því óvíða sendin að sunnan og vestan. Aftur á móti er austurströndin sendin, og eru Jrar víða strandlón. Hingað í lónin hefur verið flutt fisktegund ein frá Suður-Afríku. Vísindanafn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.