Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 16
Arnpór Garðarsson: Er flóastelkur (Tringa glareola) varpfugl á íslandi? Flóastelkur (Tringa glareola) er algengur varplugl í norðan- verðri Evrópu og í Asíu. Hans hefur þó ekki orðið vart á íslandi fyrr en á síðasta áratug. Hinn 11. júlí 1959 sá ég stakan flóastelk í Framengjum, nálægt svonefndri Holtstjörn, norðaustan Baldursheims í Mývatnssveit. Fuglinn hélt sig við tjarnir og í stararflóðum milli víðirunna. Hann var styggur, en flaug aldrei langt í einu. Flóastelkurinn var þarna innan um hópa óðinshana (Phalaropus lobatus), stelka (Tringa totanus) og urtanda (Anas crecca), en ekki virtist hann skipta sér af neinum þessara fugla. Eftir nokkurn eltingaleik tókst mér að skjóta fuglinn. Við krufningu reyndist þetta vera fullorð- inn kvenfugl. Hann var mjög feitur og með tvo nakta legubletti, en í þeim var tekið að votta fyrir blóðfjöðrum. Þremur bandorm- urn var safnað úr þörmum fuglsins, og reyndust þeir tilheyra teg- undinni Anomotaenia tringae (sbr. Baer 1962). Magainnihald var ekki rannsakað. Að kvöldi hins 30. júní 1961 sá ég flóastelk við Álftagerði í Mývatnssveit. Fugl þessi var þögull og var í ætisleit í túni sunnan Kritatjarnar vestur af Álftagerði, en í túninu voru einnig nokkrir stelkar með unga. Sá staður sem hér um ræðir er aðeins um 4 km frá þeim stað er ég sá fyrsta flóastelkinn. Ég reyndi að ná fuglinum, en það tókst þó ekki fyrr en morguninn eftir (1. júlí). Þetta reyndist vera fullorðinn kvenfugl (eggjagöng hlykkjótt og útvíkkuð, í eggjakerfi voru samfallnar eggblöðrur allt að 2 mrn í þvermál). Legublettirnir tveir voru stórir og naktir og án sýni- legra blóðfjaðra. Fuglinn var rnagur. í fóarni voru aðeins örlitlar skordýraleifar, líklega mest bjöllur, þeirra á meðal einn silakeppur (Otiorrhynchus sp.). — Hamir beggja þessara fugla eru varðveittir í Náttúrufræðistofnun íslands. Hinn 13. júní 1963 sá ég ásamt fleirum flóastelk við gróðurmikla

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.