Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 16
Arnpór Garðarsson: Er flóastelkur (Tringa glareola) varpfugl á íslandi? Flóastelkur (Tringa glareola) er algengur varplugl í norðan- verðri Evrópu og í Asíu. Hans hefur þó ekki orðið vart á íslandi fyrr en á síðasta áratug. Hinn 11. júlí 1959 sá ég stakan flóastelk í Framengjum, nálægt svonefndri Holtstjörn, norðaustan Baldursheims í Mývatnssveit. Fuglinn hélt sig við tjarnir og í stararflóðum milli víðirunna. Hann var styggur, en flaug aldrei langt í einu. Flóastelkurinn var þarna innan um hópa óðinshana (Phalaropus lobatus), stelka (Tringa totanus) og urtanda (Anas crecca), en ekki virtist hann skipta sér af neinum þessara fugla. Eftir nokkurn eltingaleik tókst mér að skjóta fuglinn. Við krufningu reyndist þetta vera fullorð- inn kvenfugl. Hann var mjög feitur og með tvo nakta legubletti, en í þeim var tekið að votta fyrir blóðfjöðrum. Þremur bandorm- urn var safnað úr þörmum fuglsins, og reyndust þeir tilheyra teg- undinni Anomotaenia tringae (sbr. Baer 1962). Magainnihald var ekki rannsakað. Að kvöldi hins 30. júní 1961 sá ég flóastelk við Álftagerði í Mývatnssveit. Fugl þessi var þögull og var í ætisleit í túni sunnan Kritatjarnar vestur af Álftagerði, en í túninu voru einnig nokkrir stelkar með unga. Sá staður sem hér um ræðir er aðeins um 4 km frá þeim stað er ég sá fyrsta flóastelkinn. Ég reyndi að ná fuglinum, en það tókst þó ekki fyrr en morguninn eftir (1. júlí). Þetta reyndist vera fullorðinn kvenfugl (eggjagöng hlykkjótt og útvíkkuð, í eggjakerfi voru samfallnar eggblöðrur allt að 2 mrn í þvermál). Legublettirnir tveir voru stórir og naktir og án sýni- legra blóðfjaðra. Fuglinn var rnagur. í fóarni voru aðeins örlitlar skordýraleifar, líklega mest bjöllur, þeirra á meðal einn silakeppur (Otiorrhynchus sp.). — Hamir beggja þessara fugla eru varðveittir í Náttúrufræðistofnun íslands. Hinn 13. júní 1963 sá ég ásamt fleirum flóastelk við gróðurmikla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.