Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1] tjörn rétt norðan við þjóðveginn hjá Eiðshúsum í Miklaholts- hreppi, Hnappadalssýslu. Höfðum við tækifæri til að skoða fugl- inn á stuttu færi í um tíu mínútur og sáurn öll tegundareinkenni bæði á fuglinum sitjandi og á flugi. Þessi flóastelkur var í ætisleit innan um lóuþræla (Calidris alpina), óðinshana, fáeina stelka og sandlóur (Charadrius hiaticula). Hann var mjög ókyrr, veisaði oft stéli og gaf í sífellu frá sér hvell hljóð. Að lokurn flaug hann burt og hvarf í suðvestur. Hinn 2. júlí 1963 var ég á ferð í Mývatnssveit með hóp erlendra náttúruskoðara. Notaði ég þ;í tækifærið og skipulagði allvíðtæka leit að flóastelkum á svæði því í Framengjum sunnan Mývatns sem mér fannst líklegast að þessi tegund kynni að halda sig. En það er allbreið spilda frá Grænavatni vestur undir Kráká. Á þessu svæði skiptast á stararsund og votlendir gulvíðiflákar (1. mynd). Rúmlega klukkustund eftir að við hófum leitina fann bandarísk- ur læknir, Elisha Atkins að nafni, flóastelk alllangt vestur af Grænavatni (um 1 km norðaustan Holtstjarnar, þar sem fyrsti fuglinn náðist). Vísaði hann mér á fuglinn. Þessi flóastelkur var einn sér og sást eingöngu á flugi. Hringsólaði hann hátt í lofti yfir okkur, en settist þrisvar á sömu slóðurn í votlendu víðikjarri með djúpum stararskvompum skammt frá eina stóra birkirunnanum á svæðinu. Hann flaug með snöggum vængjatökum, og minnti flug- ið á söngflug stelks, en hljóðið var síendurtekið „blíddi-blídd“. Virtist mér hegðunin benda til þess, að fuglinn ætti ef til vill unga á þessurn stað, en því miður vannst ekki tírni til að athuga það nánar í þetta skipti. Framengjar eru á rnargan lxátt sérstæðar. Gróðurfar er mjög fjöl- breytt, en Kráká flæðir árlega yfir mikinn hluta engjanna og eykur á frjósemi þeirra. Þar er hæðarmunur á landi lítill og vatnsborð biæytilegt, en skilyrði vaðfugla og gráanda til fæðuöflunar eru sér- lega hagstæð hvarvetna þar sem svo hagar til. Einstaklingsfjöldi nokkurra slíkia fugla er líka rnikill í Framengjum, og má þar sér- staklega nefna stelk, óðinshana og lóuþræl meðal vaðfugla og urt- önd, rauðhöfðaönd (Anas penelope) og grafönd (Anas acuta) meðal gráanda. Aði'ar algengar tegundir eru grágæs (Anser anser), rjúpa (Lagopus mutus), hettumáfur (Larus ridihundus) og kría (Sterna paradisaea), svo cg r.okkrar kafendur — duggönd (Aythya marila), skúfönd (Aylhya fuligula) og hávella (Clangula hyemalis).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.