Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1] tjörn rétt norðan við þjóðveginn hjá Eiðshúsum í Miklaholts- hreppi, Hnappadalssýslu. Höfðum við tækifæri til að skoða fugl- inn á stuttu færi í um tíu mínútur og sáurn öll tegundareinkenni bæði á fuglinum sitjandi og á flugi. Þessi flóastelkur var í ætisleit innan um lóuþræla (Calidris alpina), óðinshana, fáeina stelka og sandlóur (Charadrius hiaticula). Hann var mjög ókyrr, veisaði oft stéli og gaf í sífellu frá sér hvell hljóð. Að lokurn flaug hann burt og hvarf í suðvestur. Hinn 2. júlí 1963 var ég á ferð í Mývatnssveit með hóp erlendra náttúruskoðara. Notaði ég þ;í tækifærið og skipulagði allvíðtæka leit að flóastelkum á svæði því í Framengjum sunnan Mývatns sem mér fannst líklegast að þessi tegund kynni að halda sig. En það er allbreið spilda frá Grænavatni vestur undir Kráká. Á þessu svæði skiptast á stararsund og votlendir gulvíðiflákar (1. mynd). Rúmlega klukkustund eftir að við hófum leitina fann bandarísk- ur læknir, Elisha Atkins að nafni, flóastelk alllangt vestur af Grænavatni (um 1 km norðaustan Holtstjarnar, þar sem fyrsti fuglinn náðist). Vísaði hann mér á fuglinn. Þessi flóastelkur var einn sér og sást eingöngu á flugi. Hringsólaði hann hátt í lofti yfir okkur, en settist þrisvar á sömu slóðurn í votlendu víðikjarri með djúpum stararskvompum skammt frá eina stóra birkirunnanum á svæðinu. Hann flaug með snöggum vængjatökum, og minnti flug- ið á söngflug stelks, en hljóðið var síendurtekið „blíddi-blídd“. Virtist mér hegðunin benda til þess, að fuglinn ætti ef til vill unga á þessurn stað, en því miður vannst ekki tírni til að athuga það nánar í þetta skipti. Framengjar eru á rnargan lxátt sérstæðar. Gróðurfar er mjög fjöl- breytt, en Kráká flæðir árlega yfir mikinn hluta engjanna og eykur á frjósemi þeirra. Þar er hæðarmunur á landi lítill og vatnsborð biæytilegt, en skilyrði vaðfugla og gráanda til fæðuöflunar eru sér- lega hagstæð hvarvetna þar sem svo hagar til. Einstaklingsfjöldi nokkurra slíkia fugla er líka rnikill í Framengjum, og má þar sér- staklega nefna stelk, óðinshana og lóuþræl meðal vaðfugla og urt- önd, rauðhöfðaönd (Anas penelope) og grafönd (Anas acuta) meðal gráanda. Aði'ar algengar tegundir eru grágæs (Anser anser), rjúpa (Lagopus mutus), hettumáfur (Larus ridihundus) og kría (Sterna paradisaea), svo cg r.okkrar kafendur — duggönd (Aythya marila), skúfönd (Aylhya fuligula) og hávella (Clangula hyemalis).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.