Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 15 bæði við ár og vötn í skógum, og í kjarri- og skógivöxnum mýrum norðan samfelldra skóga. Utan varptíma heldur hann sig aðallega í mýrarflögum og á votlendum vatnabökkum, en sést sjaldan á sjávarfjörum. Flóastelkurinn gerir sér venjulega hreiður á jörðu niðri í ýmiss konar mýrlendi, oft í kjarri eða lyngi. Stöku sinnum verpur hann þó uppi í trjám í gömul hreiður spörfugla, svo sem svarra og þrasta. Tvær skyldar tegundir, trjástelkur í Evrópu og Asíu og svölustelkur (Tringa solitaria) í Norður-Ameríku, verpa hins vegar nær eingöngu í slík hreiður. Hreiðurgerð flóastelks er fremur lítil- fjörleg líkt og flestra annarra vaðfugla. Eggin eru fjögur, stöku sinnum þrjú, og svipar þeim mjög til stelkseggja, en eru mun minni, aðeins lítið eitt stærri en lóuþrælsegg. Talið er að bæði kynin liggi á eggjunum, en karlfuglinn einn gæti unganna. Útung- unartíminn hefur verið áætlaður 22—23 dagar (Kirchner 1960). Varptíminn er seinast í maí og fyrst í júní í Mið-Evrópu, en aðal- lega í júnímánuði í Norður-Evrópu. Fæða flóastelks er mestmegnis skordýr, svo sem ýmsar flugnalirf- ur og bjöllur, einnig liðormar (ánamaðkar), köngurlær og smálin- dýr. Almennar upplýsingar um flóastelk hér á undan eru að mestu úr Witherby (1943), nema annað sé tekið fram. HEIMILDARIT liaer, J. G. 1962: Cestoda. Zoology o£ Iceland. Vol. 2. Part 12. Downhill, I. li. and I. D. Pennie 1963: Wood Sandpipers breeding in Suther- land. Scottish Birds 2: 309. Kirchner, H. 1960: Beobachtungen an einer Brut des Bruchwasserláufers (Tringa glareola L.). J. Orn. 101: 340—345. Thoin, V. M. 1966: Probable breeding o£ Wood Sandpiper in Perthshire. Scottish Birds 4: 228. Witherby, H. F. et al. 1943: The handbook of British Birds. Vol. 4.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.