Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 23
NATT U RU FRÆÐINGURINN 17 Helgi Hallgrímsson: / / Utbreiðsla plantna á Islandi með tiiliti til loftslags FYRRI HLUTI LANDLEITIN ÚTRREIÐSLA Hin takmarkaða útbreiðsla nokkurra íslenzkra háplöntutegunda hefur á undanförnum árum orðið grasafræðingum umhugsunar- efni. Hafa þeir leitazt við að finna á henni skýringar, en jafn- framt hefur hún verið notuð til að rökstyðja kenningar unr upp- runa og aldur íslenzku flórunnar. Sameiginlegt einkenni þessara skýringa er, að þær gera ráð fyrir sögulegum ástæðum, er valdi takmörkun útbreiðslunnar. Sam- kvæmt þeim er núverandi útbreiðsla plantnanna afleiðing af at- burðum, sem áttu sér stað í fortíðinni. Þessir atburðir geta verið tvenns konar. Annars vegar náttúruhamfarir eða aðrar róttækar breytingar á umhverfinu, sem leiddu til einangrunar tegundar- innar á vissum svæðum. Hins vegar aðflutningur tegundanna til nýrra svæða, þar sem þær voru ekki fyrir. Hinar sögulegu skýr- ingartilraunir fela það í sér, að útbreiðslumörk tegundanna geta naumast verið stöðug, heldur ættu þau að færast út og útbreiðslu- svæðið að stækka. Þar sem vitað er, að fyrir um 15—20 þúsund árum var nrestallt landið hulið jöklum, eru hinar sögulegu skýringartilraunir nær- tækar, og því eðlilegt, að lítið hafi kveðið að annars konar skýr- ingum. Þetta þýðir þó engan veginn, að aðrar skýringar komi ekki til álita, enda skal nú leitazt við að skýra útbreiðsluna á annan hátt. Er þá gert ráð fyrir, að útbreiðslusvæði viðkomandi tegunda séu stöðug, miðað við núverandi aðstæður, þ. e. að tegundina sé hvarvetna að finna, þar sem vaxtarskilyrði hennar eru fyrir hendi og möguleiki fyrir hana að standast samkeppni við aðrar tegundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.