Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 29
NÁTTÚ RU I'RÆÐ I NGU RINN 23 IV. Ytri hluti Vestfjarða og lágsveitir á Suðvestur- og Suðurlandi, með hlutfallstölum 100—200. Meðalárshitasveiflan víðast hvar um eða undir 10°, ársúrkoma um eða yfir 1000 mm og vor- og haustdagafjöldi um eða yfir 150. Þessu svæði þarf að skipta á sama liátt og III. í nyrðra og syðra svæði: IV, 1. Nyrðri hluti Vestfjarða, eða ísafjarðarsýslur. (Útskagar í nyrðra hluta Austurlands korna líklega þarna með.) IV, 2. Lágsveitir á Vestur-, Suðvestur- og Suðurlandi. Hærri sumarhiti, snjólétt. V. Strandlengjan frá Borgarfirði eystra að Landeyjasandi, og yzti hluti Reykjanesskaga og Snæfellsness. Þetta er mjög hafrænt svæði, nreð hlutfallstölum 200—400. Ársúrkoma er víðast hvar mikil, um eða yfir 1500 mm, og fjöldi vor- og haustdaga víðast um 200. Svæðið sunnan Mýrdalsjökuls virðist skilja sig frá með hlut- fallstölum um 450, og væri ef til vill rétt að kalla það sérstakt loftslagssvæði, sem þá yrði númer VI. Sé miðað við ísland eingöngu sést, að loftslagið á svæðum I—III, með hlutfallstölum undir 100, má teljast tiltölulega landrænt, en loftslagið á svæðum IV—V (VI) hins vegar hafrænt. Kannske er þó réttara að telja IV, 1 til landræna hlutans. Hvort hið landræna loftslag íslands er raunverulega landrænt á heimsmælikvarða er önnur saga, og þyrfti það sérstakrar athug- unar við. Hlutverk þessarar greinar er ekki að svara þeirri spurn- ingu, heldur að sýna fram á loftslagsmismuninn innanlands. Ekki er þess þó að vænta, að þessar hlutfallstölur gefi neina algilda hugmynd um loftslagið, enda þyrfti þá fleira að koma með í reikninginn. Naumast er þá heldur hægt að búast við því, að útbreiðslumörk plantnanna fylgi nákvæmlega þessum nefndu svæð- um, enda er í fæsturn tilfellum um slíkt að ræða. Hér verða teknar til meðferðar þær háplöntutegundir, senr mið- að við ofangreinda skiptingu geta kallast landleitnar, þ. e. hafa aðalútbreiðslu í svæðunum I, II, III og IV, 1. Heimildir um útbreiðsluna hef ég fengið úr vmsum áttum, en langmest þó úr bók Steindórs Steindórssonar um aldur og inn- flutning íslenzku flórunnar (St. Steindórsson 1962). í bók þessari eru um 100 útbreiðslukort og er það efalaust bezta heimildin um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.