Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 31
NATTU RU FRÆÐIN G U R1 N N 25 heimildir voru til um útbreiðsluna. Þegar hafizt verður handa um að gera útbreiðslukort fyrir allar íslenzkar plöntutegundir, mun efalaust koma í ljós, að fleiri tegundir eru landleitnar, og mun það einkum eiga við um ýmsar þær tegundir, sem nú eru taldar al- gengar. Þarf þá einnig að greina á milli aðal- og aukaútbreiðslu, eða mismunandi tíðnishlutfalla hinna ýmsu tegunda. Áðurnefndar 32 tegundir skiptast auðveldlega í eftirfarandi 5 flokka, eftir vaxtarstöðum og útbreiðslusvæðum: 1. Háfjallategundir. í þann flokk koma: Draba alpina (fjallavorblóm), Saxifraga folio- losa (hreistursteinbrjótur), Antennaria alpina (fjallalójurt), Carex nardina (finnungsstör), Cochlearia officinalis (afbrigði af skarfa- káli), Campanula uniflora (fjallabláklukka), Sagina caespitosa (fjall- krækill). (4. mynd.) Þessar tegundir sýna allar greinilega landleitna útbreiðslu, sem nær lítið út fyrir svæði I og II, nema hjá fjallalójurt, sem nær einnig yfir hluta af svæði III. Allt eru þetta háarktískar tegundir, —- Campanula uniflora Sagina caespitosa 4. mynd. Háíjallaplöntur (1. i'lokkur).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.