Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 36

Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 36
30 NÁTT Ú RU FRÆÐINGURINN 5. Útnesjategundir (annesjategundir). Þar til teljast: Diapensia lapponica (íjallabrúða), Phyllodoce coerulea (klukkulyng), Crepis paludosa (hjartafífill), Cornus suec- ica (skollaber) og Potentilla egedi (skeljamura). (10. mynd.) Sameiginlegt einkenni þessara tegunda er, að þær vaxa svo til eingöngu á útskögum norðanlands og norðvestan, eða á svæðum III, 1 og IV, 1, en vantar alveg í innsveitunum, þar sem loftslag er meginlandskenudast. Að öðru leyti gera þær mjög ólíkar lífs- kröfur. Þannig vex Potentilla egedi eingöngu við sjávarmál, Cornus og Crepis eru láglendistegundir, Phyllodoce vex oft allhátt upp, og Diapensia má kallast fjallategund, enda þótt hún vaxi einnig niður að sjó, yzt á skögunum norðanlands. Svo virðist helzt sem þessar tegundir laðist að köldu strandlofts- lagi, sem hvorki er mjög meginlandskennt né hafrænt. Sumar þeirra eru líklega bundnar við snjóþung svæði, a. m. k. mun svo vera um klukkulyngið, sem má kallast snjódældaplanta, og ef til vill einnig hjartafífilinn. Aftur á móti vex fjallabrúðan helzt á melhryggjum, sem hljóta að vera snjóléttir. Fjallabrúða og klukkulyng eru heimskautategundir, og svo mun einnig skeljamuran í nokkrum mæli, en hjartafífill og skollaber eru fremur suðlægar tegundir, algengar í skógurn Evrópu.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.