Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 38
32
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Sturla Friðriksson og Haraldur Sigurðsson:
Snjótittlingar hugsanlegir frædreifendur
Dýralíf og gróður margra úthafseyja lilýtur að verulegu leyti að
vera aðfluttur. Sérstaklega á þetta við eyjar, sem risið liafa úr sæ
eða komið hal'a undan jöklum, en gagnstætt þessu hafa sumar
eyjar myndazt við að slitna úr tengslum við stærra meginland og
ber gróður og dýralíf þeirra eðlilega keim af h'fverum megin-
landsins.
Ekki eru menn á eitt sáttir um, að hve miklu leyti fuglar stuðla
að dreifingu smærri dýra og jurta milli landa, en allt frá tímum
Darwins hefur viðfangsefni þetta orðið til umhugsunar. Þó hafa
verið nokkur vandkvæði á því að sanna fjarflutning lífvera með
fuglum. Við tilkomu Surtseyjar var fengin sérlega góð aðstaða til
þess að kanna þátt fugla í flutningi lífvera milli landa yfir út-
hafsála.
Þar sem Surtsey er syðsta eyjan við strendur landsins, þótti sýnt,
að hún myndi einnig vera fyrsti lendingarstaður fyrir ýmsa far-
fugla, sem koma af flugi frá suðlægari Evrópulöndum. Þar sem
eyjan hefur fram að þessu mátt teljast nærri gjörsneydd öllu lífi,
myndu vera litlar líkur fyrir því, að slíkir aðkomufuglar gætu
aflað sér nokkurrar teljandi lífrænnar fæðu á eynni. Ef lifandi fræ
eða smádýr fyndust í eða á farfuglum, sem veiddir væru við lend-
ingu þeirra á Surtsey snemma vors, væru miklar líkur fyrir því, að
slíkar lífverur hefðu raunverulega borizt með fuglunum yfir hafið.
Af þessum ástæðum voru nokkrir áhugamenn um fuglaskoðun
fengnir til þess að huga að fuglum í Surtsey dagana 31. marz til
12. maí 1967 og safna ýmsum tegundum farfugla, sem þangað
kæmu.1)
1) Þann þátt rannsóknarinnar, sem snýr að komu larfuglanna til Surts-
eyjar, hefur dr. Finnur Guðmundsson séð um.