Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 47
NÁTT Ú RUFRÆÐINGURJNN
41
Ingólfur Daviðsson:
Gróðurrannsóknir sumarið 1968
I. Leitað að furtaslæðingum.
A. / Eskifjarðarkaupstað 21. ágúst.
Skógarkerfill (Anthriscus silvestris) vex hér og hvar, bæði í görð-
um og utan þeirra. Geitakál (Aegopoduim Podagraria) vex innan-
um gras í görðum nppi á brekkunni. Einnig í garði við fjarðarbotn-
inn og í kirkjugarðinum. Freyjubrá (Grysanthemum leucanthem-
um) og sigurskúiur vaxa einnig í kirkjugarðinum. Arfanæpa (Bras-
sica campestris) og hélunjóli sjást í kartöflugörðum. Háliðagras og
vallarfoxgras í nýrækt. Húsapuntur, skriðsóley og græðisúra sjást
hér og hvar, en hvergi mikið.
B. / Ólafsfjarðarkauptúni 15. september.
í gömlum, afræktum kartöflugarði, Jrar sem hænsnum hafði verið
gefið, uxu: Stórvaxin lóblaðka (Polygonum tomentosum), króka-
maðra (Galium aparine), bókhveiti, vafsúra, hélunjóli, arfanæpa og
arfamustarður. Aðrir slæðingar í kaupstaðnum voru: Akurarfi, Ijósa-
tvitönn, silfurhnappur, háliðagras, vallarfoxgras og sigurskúfur.
Húsapuntur og skriðsóley allvíða. Kattarjurt hér og hvar, t. d. við
veg skammt frá Brimnesi.
C. / Þorlákshöfn 26. september.
Gulbrá og krossfíf’ill hér og hvar. Vallarfoxgras við götur og tún.
Mikill húsapuntur. Talsvert um baldursbrá og njóla. í allstórri
græðu, þar sent úrgangi hafði verið fleygt, efst í fjörunni og í bakk-
anum, skammt frá höfninni, uxu: Stórvaxin lóhlaðka (P. tomen-
tosum), vafsúra, bókhveiti, hélunjóli, arfanæpa, ltrókamaðra (G.
aparine), liveiti, hafrar og bygg, bæði sexraða og tvíraða.