Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 49
NÁTT Ú RUFRÆÐ I N GU RIN N
43
Geithvannir á þaki bænahússins á Núpsstað 8. ágúst 1968. — Ljósm. Ing. Dav.
fótur, vatnsliðagras, vatnsnál, alurt (Subularia aquatica) og efjugTas
(Limosella aquatica). — í skurði skammt frá vaxa: fergin, vatns-
narvagras og sefbrúða.
Á Kálfafelli stendur fallegur, girtur trjáreitur undir klettaási
skammt frá kirkjunni. Þar liefur verið gróðursett birki, reyniviður
og fleiri trjátegundir. Milli vöxtulegra trjánna er blómastóð mikið
af geithvönn, mjaðurt, blágresi, sigurskúf og undafíflum.
A efra Kálfafellsbœnum stendur allstór trjálundur í gamla kirkju-
garðinum uppi á hæð. Þar voru fyrstu birki- og reyniviðarhrísl-
urnar gróðursettar fyrir 42 árum. Land sígur þarna undan brekk-
unni (ofan á móhellu) og hallast garðurinn smám saman meir og
meir. Útsýn er stórfengleg af hæðunum við Kálfafell, því að þver-
brattur Lómagnúpur og Vatnajökull blasa við í austri.
Á Núpsstað er gróður svipaður og á Kálfafelli í aðalatriðum.
Mjaðurt, geitahvönn, blágresi, stúfa, hrútaberjalyng og undafíflar
eru ríkjandi í hlíðinni. Einnig kúmen, sortulyng, bláberjalyng og
krækiberialyng og á blettum sjást óvenju stórvaxnar tungljurtir.
í hömrum stirnir hvarvetna á hvíta blómskúfa klettafrúarinnar. —