Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 45 A Sleitubjarnarstöðum og í Kolbeinsdal i Skagafirði 13. og 14. september. I vænlegum trjáreit skammt frá bænum vex einkennileg birki- hrísla. Hún ber lauf og fjölda rekla á örstuttum dverggreinum, svo að laufin sýnast vaxa beint út úr stofninum. Þó sést einstaka eðlilegur greinasproti. Skógarfurur voru þarna hvítar af furulús, eins og nær alls staðar þar sem skógarfura vex hér á landi. — Húsapuntur vex á Sleitubjarnarstöðum, skriðsóley á Þúfum og ef til vill víðar. Annars sáust engir jurtaslæðingar á þessum slóðum, nema háliðagras og vallarfoxgras í og við nýrækt. Umfeðmingsgras í brekku á Hlíðarenda hafði verið flutt þangað eða borizt með fræi. Skammt framan við Sleitubjarnarstaði stendur Smiðsgerði í mynni Kolbemsdals, en allir bæir þar framan við eru komnir í eyði. Ég gekk fram dalinn, fram um Skriðuland, í sólskinsveðri. En í Smiðsgerði og utar lá koldimm þoka yfir landinu. Framan (innan) við Smiðsgerði vex víða talsvert af stórvöxnum kynblend- ingi gulstarar og mýrastarar í mýrum og móum; vex kynblending- urinn á blettum innanum gulstör og mýrastör. Vetrarkvíðastör er þarna þriðja algengasta tegundin. Allmikið um hálmgresi. — Ofan við votlendið taka við grösugar og víðlendar snarrótarpuntsflesjar meðfram fjallsrótunum, er þar haglendi gott. Innan um snarrótar- puntinn vaxa: vallarsveifgras, hálíngresi, ilmreyr og vallhæra, ásamt ofurlitlu af smára, gulmöðru, vallhumli, vegarfa og gleymmérei. Hnappstör hér og hvar. — Ofar eru brekkur með aðalberjalyngi, bláberjalyngi, krækiberjalyngi og fjalldrapa. Ilmreyr, túnvingull og bugðupuntur á stangli. — / Sviðningi, sem er eins og tunga eða grýttur hólahryggur frarn úr fjallinu, er lyngland mikið og fjall- drapi. Ber rnikið á sortulyngi, bláberja- og krækilyngi, en lítið er af beitilyngi. Fjalldrapinn var víða að verða rauður um miðjan september. Fyrrum hefur skógur vaxið í Sviðningi. Hefur þar lík- lega verið sviðið land til ræktunar og einnig gert til kola fyrr á öldum. Hreðuhólar, handan ár, munu og hafa verið skógi vaxnir. — Ofan við gras- og lynglendið eru hlíðar mjög berar, brattar og skriðurunnar, t. d. um Skriðuland. Hinum megin í dalnum eru hlíðar brattaminni og grösugri, og skilur lágur háls Kolbeinsdal og Hjaltadal á allöngu svæði. Neðan við eyðibýlið Fjall vex engja- munablóm í síki innan um íslenzkar votlendisjurtir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.