Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 53

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 53
NÁTT Ú RUFRÆÐl NGURINN 47 þurrkun nrýrlendis allmiklu ofar og framræslu vegna vegagerðar. Varpasveifgras vex við gamlar fjárgötur og þar sem kvíaær gengu upp á Flesjum uppi á Hámundarstaðahlíð í um 600 m hæð yfir sjó, en er smávaxið. Hve hátt yfir sjó hefur það fundizt í blómi? Bláklukkan breiðist út um landið. Bláklukka (Campanula rotundifolia) er algeng í margs konar gróðurlendi á austanverðu landinu, frá Jökulsá í Axarfirði að Mýr- dalssandi. En fundin er hún á allmörgum stöðum utan þessa svæðis, en víðast aðeins á smáblettum, nokkrar jurtir í stað — og virðist oft deyja út aftur, eða er e. t. v. rifin upp af mönnum, enda er þetta fögur jurt og sérkennileg með hinum fagurbláu klukkublóm- um, sem hanga niður eitt eða fleiri á hverjum stöngli. Bláklukka er allvíða ræktuð til skrauts í görðum og einnig á síðari árum gróðursett í friðuð svœði, t. d. trjálundi. Hún berst og alloft með jurtum og hríslum, sem fluttar eru til gróðursetningar. Má búast við að hún breiðist talsvert út af þessum sökum. — Við Eyjafjörð ltefur hún fundizt á nokkrum stöðum, t. d. ofan við Eyrarland og í Klaufabrekkum í Svarfaðardal og víðar. Við Hörgárbrú óx lnin nokkur ár, en mun horfin þaðan.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.