Fréttablaðið - 06.06.2009, Qupperneq 8
8 6. júní 2009 LAUGARDAGUR
1 Hvað heitir fjölveiðiskipið
sem strandaði úti fyrir Sand-
gerði aðfaranótt fimmtudags?
2 Hvaða frægi frasi birtist
á forsíðu bókar Guðna Th.
Jóhannessonar, Hrunsins?
3 Einn nýliði er í nýjum
landsliðshópi Guðmundar
Guðmundssonar í handbolta.
Hver er það?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 66
FJÁRMÁL Dæmi eru um að erlend-
ir milliliðir taki allt að fjórðung í
þóknun vegna gjaldeyrissendinga
til landsins, komi þær frá löndum
utan EES-svæðisins.
„Íslenskir bankar geta ekki haft
áhrif á þetta, jafnvel þótt þeir hafi
gert samninga við erlendu bank-
ana um millifærsluna,“ segir Már
Másson hjá Íslandsbanka. Inn-
lendir bankar geti hins vegar haft
áhrif á greiðslur sem sendar eru
frá landinu, og í þeim tilfellum
hefur Íslandsbanki hingað til tekið
kostnað erlenda bankans á sig.
Dæmi, sem blaðið hefur skoðað,
sýnir að af fjörutíu evra greiðslu
frá Afríku stóðu
28,74 evrur eftir
þegar lagt hafði
verið inn á inn-
lendan gjaldeyr-
isreikning. Þar
af hafði erlendi
milliliðurinn,
Deutsche Bank,
tekið tíu evrur.
Tekið skal
fram að annað
gildir um greiðslur innan EES-
svæðisins. Þar má banki ekki taka
meira fyrir færslu milli landa en
sem samsvarar kostnað hans af
innlendri millifærslu. - kóþ
Dýrar gjaldeyrisfærslur frá löndum utan EES:
Taka allt að fjórðungi
MÁR MÁSSON
VIÐSKIPTI Guðmundi Inga Hauks-
syni, öðrum útibússtjóra í aðalúti-
búi Landsbankans, hefur verið sagt
upp störfum. Guðmundur varð upp-
vís að brotum á starfsreglum bank-
ans, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá bankanum. Guðmundur
var annar tveggja útibússtjóra í
aðalútibúi bankans í Austurstræti.
Hann hafði umsjón með þeim fyrir-
tækjum sem eru í viðskiptum við
útibúið. Hann hafði verið útibús-
stjóri frá árinu 2003. Áður en hann
hóf störf hjá Landsbankanum vann
hann í Búnaðarbankanum.
Heimildir herma að útibússtjór-
inn hafi fyrir fjórum árum fengið
þriðja aðila til þess að kaupa fyrir
sig hlutabréf.
Meðal þess sem
rannsaka eigi sé
hvort hann hafi
stundað inn-
herjaviðskipti.
Í tilkynningu
frá bankanum
kemur fram að
máli útibússtjór-
ans verði vísað
til Fjármálaeft-
irlitsins og efnahagsbrotadeildar
Ríkislögreglustjóra til frekari
rannsókna. Samkvæmt upplýsing-
um frá bæði efnahagsbrotadeild
og Fjármálaeftirlitinu hefur málið
ekki enn komið inn á borð þar. - þeb
Útibússtjóri í Landsbankanum í Austurstræti rekinn:
Lét kaupa hlutabréf fyrir sig
LANDSBANKINN Í AUSTURSTRÆTI Guð-
mundur var annar tveggja útibússtjóra í
aðalútibúi Landsbankans í Austurstræti.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
GUÐMUNDUR INGI
HAUKSSON
VIÐSKIPTI Atorka hefur óskað eftir
greiðslustöðvun, að því er fram
kemur í kauphallartilkynningu.
Félagið segir þetta gert til að
setja fjárhagslega endurskipu-
lagningu í lögformlegt ferli þar
sem tryggðir séu jafnir hags-
munir lánardrottna. „Stjórn og
stjórnendur Atorku stefna að því
að leggja fram endanlegar tillög-
ur og samninga við lánardrottna
á næstu vikum.“ Fram kemur
markaðsverð eigna Atorku hafi
lækkað umtalsvert vegna sam-
dráttar í efnahagslífinu. Undir-
liggjandi rekstur félaganna sé
þó í flestum tilvikum stöðugur.
- óká
Atorka í greiðslustöðvun:
Atorka fer í
greiðslustöðvun
BRETLAND Breski forsætisráðherr-
ann Gordon Brown ætlar ekki að
segja af sér embætti. Sex ráðherr-
ar hafa hætt í ríkisstjórn hans á
síðustu dögum. John Hutton varn-
armálaráðherra og Geoff Hoon
samgönguráðherra sögðu báðir af
sér í gær. Afsagnir þeirra í gær
komu í kjölfar afsagnar James
Purnell atvinnumálaráðherra á
fimmtudagskvöld. Áður höfðu
Hazel Blears sveitarstjórnarráð-
herra og Jacqui Smith innanríkis-
ráðherra sagt af sér ráðherradómi.
Paul Murphy, ráðherra gagnvart
Wales, hefur einnig sagt af sér.
Við afsögn sína hvatti Purnell
forsætisráðherrann til að segja
af sér embætti. Hann segir nauð-
synlegt að hleypa nýju fólki að til
að forðast algjöran ósigur Verka-
mannaflokksins í næstu kosning-
um. Hutton og Hoon lýstu hins
vegar báðir yfir stuðningi við
Brown. Nokkrir þingmenn og
svokallaðir undirráðherrar hafa
einnig sagt af sér á undanförnum
dögum. Þeirra á meðal var Evr-
ópuráðherrann Caroline Flint,
sem sagði í afsagnarbréfi sínu að
Brown hefði komið fram við hana
og fleiri konur eins og skraut.
Verkamannaflokkurinn tapaði
fylgi í sveitarstjórnarkosningun-
um sem fram fóru á fimmtudag.
Flokkurinn missti meirihluta í
þónokkrum héröðum, en bæði
Íhaldsflokkurinn og Frjálslynd-
ir demókratar bættu við sig fylgi.
Kosið var til Evrópuþingsins við
sama tækifæri, en úrslit úr þeim
kosningum verða ekki gerð opin-
ber fyrr en á sunnudagskvöld.
Í kjölfar kosninganna gerði Gor-
don Brown forsætisráðherra viða-
miklar breytingar á ríkisstjórn
sinni, eins og búist hafði verið
við. Alistair Darling fjármála-
ráðherra hélt embætti sínu, þrátt
fyrir að hafa sætt mikillar gagn-
rýni undanfarið. Brown sagði á
blaðamannafundi í gær að ósig-
urinn í kosningunum væri vissu-
lega slæmur en hann og ríkisstjórn
hans væru staðráðin í að halda
áfram að þjóna þjóðinni fyrst og
fremst. kjartan@frettabladid.is
thorunn@frettabladid.is
Uppstokkun
í Bretlandi
Enn fleiri ráðherrar hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs
Verkamannaflokksins í bresku sveitastjórnarkosn-
ingum. Viðamiklar breytingar gerðar á ríkisstjórn.
HOON OG HUTTON Varnarmálaráðherrann John Hutton og samgönguráðherrann
Geoff Hoon sögðu báðir af sér embætti í gær. Þeir bættust þannig í hóp þingmanna
og ráðherra Verkamannaflokksins sem sagt hafa af sér á síðustu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEISTU SVARIÐ?