Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 06.06.2009, Qupperneq 8
8 6. júní 2009 LAUGARDAGUR 1 Hvað heitir fjölveiðiskipið sem strandaði úti fyrir Sand- gerði aðfaranótt fimmtudags? 2 Hvaða frægi frasi birtist á forsíðu bókar Guðna Th. Jóhannessonar, Hrunsins? 3 Einn nýliði er í nýjum landsliðshópi Guðmundar Guðmundssonar í handbolta. Hver er það? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 66 FJÁRMÁL Dæmi eru um að erlend- ir milliliðir taki allt að fjórðung í þóknun vegna gjaldeyrissendinga til landsins, komi þær frá löndum utan EES-svæðisins. „Íslenskir bankar geta ekki haft áhrif á þetta, jafnvel þótt þeir hafi gert samninga við erlendu bank- ana um millifærsluna,“ segir Már Másson hjá Íslandsbanka. Inn- lendir bankar geti hins vegar haft áhrif á greiðslur sem sendar eru frá landinu, og í þeim tilfellum hefur Íslandsbanki hingað til tekið kostnað erlenda bankans á sig. Dæmi, sem blaðið hefur skoðað, sýnir að af fjörutíu evra greiðslu frá Afríku stóðu 28,74 evrur eftir þegar lagt hafði verið inn á inn- lendan gjaldeyr- isreikning. Þar af hafði erlendi milliliðurinn, Deutsche Bank, tekið tíu evrur. Tekið skal fram að annað gildir um greiðslur innan EES- svæðisins. Þar má banki ekki taka meira fyrir færslu milli landa en sem samsvarar kostnað hans af innlendri millifærslu. - kóþ Dýrar gjaldeyrisfærslur frá löndum utan EES: Taka allt að fjórðungi MÁR MÁSSON VIÐSKIPTI Guðmundi Inga Hauks- syni, öðrum útibússtjóra í aðalúti- búi Landsbankans, hefur verið sagt upp störfum. Guðmundur varð upp- vís að brotum á starfsreglum bank- ans, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá bankanum. Guðmundur var annar tveggja útibússtjóra í aðalútibúi bankans í Austurstræti. Hann hafði umsjón með þeim fyrir- tækjum sem eru í viðskiptum við útibúið. Hann hafði verið útibús- stjóri frá árinu 2003. Áður en hann hóf störf hjá Landsbankanum vann hann í Búnaðarbankanum. Heimildir herma að útibússtjór- inn hafi fyrir fjórum árum fengið þriðja aðila til þess að kaupa fyrir sig hlutabréf. Meðal þess sem rannsaka eigi sé hvort hann hafi stundað inn- herjaviðskipti. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að máli útibússtjór- ans verði vísað til Fjármálaeft- irlitsins og efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra til frekari rannsókna. Samkvæmt upplýsing- um frá bæði efnahagsbrotadeild og Fjármálaeftirlitinu hefur málið ekki enn komið inn á borð þar. - þeb Útibússtjóri í Landsbankanum í Austurstræti rekinn: Lét kaupa hlutabréf fyrir sig LANDSBANKINN Í AUSTURSTRÆTI Guð- mundur var annar tveggja útibússtjóra í aðalútibúi Landsbankans í Austurstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GUÐMUNDUR INGI HAUKSSON VIÐSKIPTI Atorka hefur óskað eftir greiðslustöðvun, að því er fram kemur í kauphallartilkynningu. Félagið segir þetta gert til að setja fjárhagslega endurskipu- lagningu í lögformlegt ferli þar sem tryggðir séu jafnir hags- munir lánardrottna. „Stjórn og stjórnendur Atorku stefna að því að leggja fram endanlegar tillög- ur og samninga við lánardrottna á næstu vikum.“ Fram kemur markaðsverð eigna Atorku hafi lækkað umtalsvert vegna sam- dráttar í efnahagslífinu. Undir- liggjandi rekstur félaganna sé þó í flestum tilvikum stöðugur. - óká Atorka í greiðslustöðvun: Atorka fer í greiðslustöðvun BRETLAND Breski forsætisráðherr- ann Gordon Brown ætlar ekki að segja af sér embætti. Sex ráðherr- ar hafa hætt í ríkisstjórn hans á síðustu dögum. John Hutton varn- armálaráðherra og Geoff Hoon samgönguráðherra sögðu báðir af sér í gær. Afsagnir þeirra í gær komu í kjölfar afsagnar James Purnell atvinnumálaráðherra á fimmtudagskvöld. Áður höfðu Hazel Blears sveitarstjórnarráð- herra og Jacqui Smith innanríkis- ráðherra sagt af sér ráðherradómi. Paul Murphy, ráðherra gagnvart Wales, hefur einnig sagt af sér. Við afsögn sína hvatti Purnell forsætisráðherrann til að segja af sér embætti. Hann segir nauð- synlegt að hleypa nýju fólki að til að forðast algjöran ósigur Verka- mannaflokksins í næstu kosning- um. Hutton og Hoon lýstu hins vegar báðir yfir stuðningi við Brown. Nokkrir þingmenn og svokallaðir undirráðherrar hafa einnig sagt af sér á undanförnum dögum. Þeirra á meðal var Evr- ópuráðherrann Caroline Flint, sem sagði í afsagnarbréfi sínu að Brown hefði komið fram við hana og fleiri konur eins og skraut. Verkamannaflokkurinn tapaði fylgi í sveitarstjórnarkosningun- um sem fram fóru á fimmtudag. Flokkurinn missti meirihluta í þónokkrum héröðum, en bæði Íhaldsflokkurinn og Frjálslynd- ir demókratar bættu við sig fylgi. Kosið var til Evrópuþingsins við sama tækifæri, en úrslit úr þeim kosningum verða ekki gerð opin- ber fyrr en á sunnudagskvöld. Í kjölfar kosninganna gerði Gor- don Brown forsætisráðherra viða- miklar breytingar á ríkisstjórn sinni, eins og búist hafði verið við. Alistair Darling fjármála- ráðherra hélt embætti sínu, þrátt fyrir að hafa sætt mikillar gagn- rýni undanfarið. Brown sagði á blaðamannafundi í gær að ósig- urinn í kosningunum væri vissu- lega slæmur en hann og ríkisstjórn hans væru staðráðin í að halda áfram að þjóna þjóðinni fyrst og fremst. kjartan@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Uppstokkun í Bretlandi Enn fleiri ráðherrar hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Verkamannaflokksins í bresku sveitastjórnarkosn- ingum. Viðamiklar breytingar gerðar á ríkisstjórn. HOON OG HUTTON Varnarmálaráðherrann John Hutton og samgönguráðherrann Geoff Hoon sögðu báðir af sér embætti í gær. Þeir bættust þannig í hóp þingmanna og ráðherra Verkamannaflokksins sem sagt hafa af sér á síðustu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.