Fréttablaðið - 06.06.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 06.06.2009, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 6. júní 2009 3 Nesstofa opnar á nýjan leik laugardaginn 6. júní klukkan 13. Nesstofa er eitt af elstu húsum landsins, byggð á árunum 1761– 1767 sem embættisbústaður land- læknis. Er húsið hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands en í umsjá Lækningaminjasafns Íslands. Í sumar gefst gestum kostur á að kynnast byggingarsögu Nesstofu og fræðast um þær viðamiklu viðgerðir sem fóru fram í tveimur áföngum á vegum Þjóðminjasafns og húsa- friðunarnefndar undir stjórn Þor- steins Gunnarssonar arkitekts. Þá hefur verið gefinn út ítarlegur leið- sögubæklingur um húsið, en hann má meðal annars nálgast á heima- síðu Lækningaminjasafnsins, www. laekningaminjasafn.is Í Nesstofu verður einnig sýn- ing um söfnun lækningaminja, starfsemi Lækningaminjasafns og framtíðaráform. Einnig verð- ur kynning á fyrirhugðu húsnæði Lækningaminjasafnsins í Nesi sem Seltjarnarnesbær er að láta reisa eftir verðlaunateikningu Yrki arkitekta. Safnbygging- in mun einnig mynda glæsilega umgjörð um menningarviðburði á Seltjarnarnesi sem og þjóna þeim fjölmörgu útivistarunnendum sem daglega eiga leið um svæð- ið. Þar er meðal annars gert ráð fyrir kaffihúsi, safnbúð og góðri aðstöðu til funda- og ráðstefnu- halda. Nesstofa verður opin alla daga í sumar á milli klukkan 13 og 17 og er aðgangur ókeypis. Nesstofa verður opin í allt sumar Saga fjarskipta og þróun tal- stöðva í farartækjum á Íslandi í 60 ár endurspeglast í talstöðva- safni Sigurðar Harðarsonar. Sigurður Harðarson rafeinda- virki hefur safnað talstöðvum í fjörutíu ár og spanna þau rúm- lega sextíu ára sögu fjarskipta á Íslandi. Laugardaginn 6. júní klukkan 14 verður opnuð sýning á safni talstöðva Sigga Harðar, eins og hann er ávallt kallaður, í Sam- göngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Tækin skipta hundruðum, frá fyrstu Morse-tækjum til gemsa, og koma frá fjallamönn- um, lögreglu, björgunarsveitum, rútu fyrirtækjum, leigubílum, almannavörnum og áhugamönn- um um fjarskiptatækni. Mörg tækjanna eru virk og á sýningunni má heyra sam- skipti á morsi og tali, meðal ann- ars samskipti skipbrotsmanna á togaranum Elliða, sem fórst 10. febrúar 1962, og björgunarmanna þeirra. Siggi Harðar smíðaði fyrsta útvarpstækið sitt þrettán ára gamall árið 1957 og hefur síðan þá smíðað mörg tæki og sendi stöðvar. Hann hafði strax í upphafi mikinn áhuga á fjarskiptatækni. Eftir að námi lauk í rafeindavirkjun árið 1966 vann hann meira og minna við fjarskiptabúnað ásamt við- gerðum á útvarps- og sjónvarps- tækjum. Á þeim tíma voru gömul tæki aðallega geymd til að taka úr þeim varahluti og þannig söfnuð- ust fyrir tæki. Þegar breytingar hafa orðið á fjarskiptatækni hér á landi, hefur Siggi ávallt haldið eftir eintaki af hverri gerð sem hann hefur komist yfir, stundum með því að komast í geymslur þjónustufyrir- tækja sem hafa verið að taka til. Þessi söfnun hefur einnig spurst út í gegnum tíðina og menn hafa gefið gömul eintök. Elstu tækin eru frá árinu 1945 frá því að fjarskipti voru gefin frjáls á Íslandi eftir stríðið. Talstöðvasafn opn- að á Skógum í dag Sigurður Harðarson hefur safnað tal- stöðvum í fjörutíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á sýningunni eru allt frá morse-tækjum til GSM-síma. Mikil vinna hefur verið lögð í endurbætur á Nesstofu. MYND/ÍVAR BRYNJÓLFSSON Söguslóð verður opnuð formlega á Suðausturlandi nú um helgina. Hún nær frá Berufirði út á Skeið- arársand. Dagskrá verður í Löngu- búð á Djúpavogi í dag og Þór- bergssetri í Suðursveit á morgun sem fjallar um ferðir og fyrstu búsetu manna á svæðinu. Siglt verður út í Papey og að Papýli í Steinadal að loknum erindum og opnun sögusýninga. - gun Söguslóð opnuð SÖGUSLÓÐ NÆR FRÁ BERUFIRÐI ÚT Á SKEIÐARÁRSAND. Í Þórbergssetri verður menningar- dagskrá á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Finnski kórinn Canzonetta Nova mun flytja Petite Messe Solen- elle eftir Rossini í Langholtskirkju annað kvöld, 7. júní klukkan 20. Einsöngvarar með kórnum eru allir íslenskir, Hulda Björk Garðars- dóttir sópran, Sesselja Kristjáns- dóttir messósópran, Garðar Thor Cortes tenór og Davíð Ólafsson bassi. Hljóðfæraleikarar eru Mikko Niemi á píanó og Bjarni Jónatans- son á harmoníum. Stjórnandi er Erkki Rajamäki, en þess má geta að bæði hann og Mikko Niemi eru kennarar við Sibeliusar-tónlist- arakademíuna í Helsinki. Finnskt-íslenskt FINNSKUR KÓR Í LANGHOLTS- KIRKJU. Einsöngvarar og harmóníuleikari ásamt formanni kórsins í Finnlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.