Fréttablaðið - 06.06.2009, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 06.06.2009, Blaðsíða 82
46 6. júní 2009 LAUGARDAGUR Skáktrúboð Hrafns Jökuls- sonar er þekkt. Nú slær hann tvær flugur í einu höggi: Minnist bóndans þar sem hann var í sveit og stefnir snillingum í skák- inni vestur. „Guðmundur í Stóru-Ávík var einstakur maður, sem öllum þótti vænt um. Hann var með allra skemmtilegustu mönnum sem ég hef kynnst,“ segir Hrafn Jök- ulsson, sem stendur að skákhátíð í Árneshreppi 19.-21. júní, sem helguð er minningu Guðmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík. Guð- mundur lést í vor, 63 ára að aldri. Hrafn er löngu kunnur fyrir að koma skáklistinni rækilega á kortið aftur eftir mögur ár, (frá því æðið var og hét um og eftir heimsmeistaraeinvígi Spasskís og Fischers), með mótahaldi og þegar hann stýrði skákklúbbnum Hróknum frá stofnun til Íslands- meistaratitla. Þótt Hrafn hafi nú um nokkurt skeið verið búsettur í Trékyllisvík norður á Strönd- um er skáktrúboði hans hvergi nærri lokið. Minningarmótið sem haldið verður í Djúpavík verður öflugt og sjálfur Jóhann Hjartar- son, stigahæsti meistari íslenskr- ar skáksögu, verður meðal kepp- enda. Og fleiri snillingar hafa boðað komu sína: Henrik Dani- elsen og Þröstur Þórhallsson, alþjóðameistararnir Arnar Gunn- arsson og Björn Þorfinnsson, Róbert Harðarson FIDE-meist- ari og Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins. Vonir standa til að Djúpavíkurmeistarinn 2008, Helgi Ólafsson, verði með, auk þess sem von er á áhugamönnum á öllum aldri og úr öllum áttum. Hrafn bendir á að mótið sé öllum opið og þátttaka ókeypis og hvet- ur menn eindregið til að skrá sig. Hrafn var í sveit hjá Guðmundi og rifjaði þau ár upp í bókinni Þar sem vegurinn endar. „Þótt Guð- mundur gæti verið harður hús- bóndi var gleðin alltaf örstutt undan,“ segir Hrafn. „Það var oft teflt í Stóru-Ávík og Guðmundur var snjall skákmaður. Það hefði verið honum að skapi að efna til skákveislu og skemmtunar, og ég vona að sem allra flestir heim- sæki okkur í landsins fegurstu sveit af þessu tilefni.“ jakob@frettabladid.is Jói Hjartar teflir í Djúpavík GUÐMUNDUR HEITINN MEÐ ÞEIM BRÆÐRUM HRAFNI OG ILLUGA Báðir voru þeir í sveit hjá Guðmundi í Stóru-Ávík og nú efnir Hrafn til minningarmóts um hann. „Bleikjan er að hverfa og verður horfin eftir nokkur ár. Þetta er skelfilegt,“ segir einhver helsti stangveiðifrömuður landsins – Gunnar Bender, ritstjóri Sportveiðiblaðsins. Sportveiðiblaðið var að koma út, stút- fullt af athyglisverðu efni fyrir sportveiði- menn. Gunnar ritar inngangsorð og þar segir hann sjálfa bleikjuna í hættu. Hann fullyrð- ir að hún verði horfin með öllu eftir nokkur ár. Og vert er að gefa því gaum sem Gunn- ar hefur um þetta að segja en hann hefur nú verið forfallinn stangveiðimaður í 33 ár og hefur ritstýrt Sportveiðiblaðinu í 28 ár. „Það er sótt að bleikjunni úr öllum áttum. Það er þessi flundru viðbjóður [sem étur seiðin] sem er kominn í margar ár og svo hlýindin sem hafa mikil áhrif á bleikjuna,“ segir Gunnar og nefnir sláandi tölur máli sínu til stuðnings. Bleikju- veiðin hefur verið að detta niður á undanförnum árum. Gunnar talar um hrun. Þá telur Gunnar Bender það ekki verða til mikillar hjálp- ar að í kreppunni eru litlar líkur taldar á því að veiði- menn sleppi bráð sinni eins og færst hefur í vöxt á und- anförnum árum. „Vonandi verður stóra fisknum sleppt. En þessi litli − hann verður allur drepinn. Þetta hef ég verið að heyra.“ Í nýju Sportveiðiblaði, sem kemur út tvisvar á ári og er prentað í fjögur þúsund eintökum, er söngvarinn Pálmi Gunnarsson fyrirferðar- mikill bæði í grein um veiði á Grænlandi og svo er langt viðtal við hann. - jbg Bleikjan hverfur úr íslenskum ám GUNNAR BENDER BLEIKJAN AÐ HVERFA Gunnar segir að nú á krepputím- um sé ekki líklegt að bleikjunni verði sleppt. Britney Spears er nú stödd í London þar sem hún heldur átta tónleika í O2- höllinni. Dagskrá söng- konunnar er mjög stíf í kringum tón- leikana, en hún vill helst ekki fara úr landi fyrr en hún hefur náð að hitta Elísabetu Englandsdrottn- ingu. Samkvæmt heimildum breska blaðsins The Sun hefur Britney, sem er 27 ára, mikið dálæti á kon- ungsfjölskyldunni og dreymir um að fara í teboð í Buckingham- höllinni til hinnar 83 ára drottn- ingar með sonum sínum, Sean og Jayden. Vill hitta drottninguna Strákabandið Take That er að hefja stærstu tónleikaferð sög- unnar í Bretlandi og á Írlandi. Sveitin spilar fyrir meira en milljón áheyrendur á tuttugu tón- leikum á hinum ýmsu fótbolta- leikvöngum. Þetta er meiri fjöldi en hlýddi á tónleika Michaels Jackson árið 1988 og stórar tónleikaferðir sem U2 og Rolling Stones hafa farið í. Aðdáendur Take That hafa greitt um tíu milljarða króna í miða- verð til að sjá goðin sín. Fleiri þekktir flytjendur eru á leið- inni í tónleikaferðir um Bret- land í sumar, þar á meðal Oasis, Michael Jackson, Britney Spears, Coldplay og Madonna. Risavaxin tónleikaferð TEBOÐ Í HÖLLINNI Britney Spears dreymir um að fara í teboð til drottn- ingarinnar. Kristjana Samper Nánari upplýsingar um opnunartíma og sýningar í stöðvum í sumar eru á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Ljósafossstöð við Sog Sýningin verður opnuð laugardaginn 6. júní kl. 15. Verið velkomin. Opið alla eftirmiðdaga í sumar. P IP A R • S ÍA • 9 0 97 2 Búrfellsstöð Kynning á stöðinni og orkumálum. Gestamóttakan opnuð laugardaginn 6. júní. Opið alla eftirmiðdaga í sumar. Fyrrum íbúar við Sog og Búrfell hittast í stöðvunum og rifja upp gamla tíma kl. 14. Allir áhugasamir velkomnir. Listsýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.