Fréttablaðið - 06.06.2009, Page 82
46 6. júní 2009 LAUGARDAGUR
Skáktrúboð Hrafns Jökuls-
sonar er þekkt. Nú slær
hann tvær flugur í einu
höggi: Minnist bóndans
þar sem hann var í sveit og
stefnir snillingum í skák-
inni vestur.
„Guðmundur í Stóru-Ávík var
einstakur maður, sem öllum þótti
vænt um. Hann var með allra
skemmtilegustu mönnum sem
ég hef kynnst,“ segir Hrafn Jök-
ulsson, sem stendur að skákhátíð
í Árneshreppi 19.-21. júní, sem
helguð er minningu Guðmundar
Jónssonar frá Stóru-Ávík. Guð-
mundur lést í vor, 63 ára að aldri.
Hrafn er löngu kunnur fyrir
að koma skáklistinni rækilega á
kortið aftur eftir mögur ár, (frá
því æðið var og hét um og eftir
heimsmeistaraeinvígi Spasskís
og Fischers), með mótahaldi og
þegar hann stýrði skákklúbbnum
Hróknum frá stofnun til Íslands-
meistaratitla. Þótt Hrafn hafi nú
um nokkurt skeið verið búsettur
í Trékyllisvík norður á Strönd-
um er skáktrúboði hans hvergi
nærri lokið. Minningarmótið sem
haldið verður í Djúpavík verður
öflugt og sjálfur Jóhann Hjartar-
son, stigahæsti meistari íslenskr-
ar skáksögu, verður meðal kepp-
enda. Og fleiri snillingar hafa
boðað komu sína: Henrik Dani-
elsen og Þröstur Þórhallsson,
alþjóðameistararnir Arnar Gunn-
arsson og Björn Þorfinnsson,
Róbert Harðarson FIDE-meist-
ari og Gunnar Björnsson, forseti
Skáksambandsins. Vonir standa
til að Djúpavíkurmeistarinn 2008,
Helgi Ólafsson, verði með, auk
þess sem von er á áhugamönnum
á öllum aldri og úr öllum áttum.
Hrafn bendir á að mótið sé öllum
opið og þátttaka ókeypis og hvet-
ur menn eindregið til að skrá sig.
Hrafn var í sveit hjá Guðmundi
og rifjaði þau ár upp í bókinni Þar
sem vegurinn endar. „Þótt Guð-
mundur gæti verið harður hús-
bóndi var gleðin alltaf örstutt
undan,“ segir Hrafn. „Það var oft
teflt í Stóru-Ávík og Guðmundur
var snjall skákmaður. Það hefði
verið honum að skapi að efna til
skákveislu og skemmtunar, og ég
vona að sem allra flestir heim-
sæki okkur í landsins fegurstu
sveit af þessu tilefni.“
jakob@frettabladid.is
Jói Hjartar teflir í Djúpavík
GUÐMUNDUR HEITINN MEÐ ÞEIM BRÆÐRUM HRAFNI OG ILLUGA Báðir voru þeir í
sveit hjá Guðmundi í Stóru-Ávík og nú efnir Hrafn til minningarmóts um hann.
„Bleikjan er að hverfa og verður horfin eftir
nokkur ár. Þetta er skelfilegt,“ segir einhver
helsti stangveiðifrömuður landsins – Gunnar
Bender, ritstjóri Sportveiðiblaðsins.
Sportveiðiblaðið var að koma út, stút-
fullt af athyglisverðu efni fyrir sportveiði-
menn. Gunnar ritar inngangsorð og þar segir
hann sjálfa bleikjuna í hættu. Hann fullyrð-
ir að hún verði horfin með öllu eftir nokkur
ár. Og vert er að gefa því gaum sem Gunn-
ar hefur um þetta að segja en hann hefur nú
verið forfallinn stangveiðimaður í 33 ár og
hefur ritstýrt Sportveiðiblaðinu í 28 ár. „Það
er sótt að bleikjunni úr öllum áttum. Það er
þessi flundru viðbjóður [sem étur seiðin] sem
er kominn í margar ár og svo hlýindin sem
hafa mikil áhrif á bleikjuna,“ segir Gunnar
og nefnir sláandi tölur máli
sínu til stuðnings. Bleikju-
veiðin hefur verið að detta
niður á undanförnum árum.
Gunnar talar um hrun. Þá
telur Gunnar Bender það
ekki verða til mikillar hjálp-
ar að í kreppunni eru litlar
líkur taldar á því að veiði-
menn sleppi bráð sinni eins
og færst hefur í vöxt á und-
anförnum árum. „Vonandi
verður stóra fisknum sleppt. En þessi litli −
hann verður allur drepinn. Þetta hef ég verið
að heyra.“
Í nýju Sportveiðiblaði, sem kemur út tvisvar
á ári og er prentað í fjögur þúsund eintökum,
er söngvarinn Pálmi Gunnarsson fyrirferðar-
mikill bæði í grein um veiði á Grænlandi og
svo er langt viðtal við hann. - jbg
Bleikjan hverfur úr íslenskum ám
GUNNAR BENDER
BLEIKJAN AÐ HVERFA Gunnar segir að nú á krepputím-
um sé ekki líklegt að bleikjunni verði sleppt.
Britney Spears
er nú stödd í
London þar sem
hún heldur átta
tónleika í O2-
höllinni.
Dagskrá söng-
konunnar er
mjög stíf í
kringum tón-
leikana, en hún
vill helst ekki
fara úr landi
fyrr en hún
hefur náð að
hitta Elísabetu Englandsdrottn-
ingu.
Samkvæmt heimildum breska
blaðsins The Sun hefur Britney,
sem er 27 ára, mikið dálæti á kon-
ungsfjölskyldunni og dreymir
um að fara í teboð í Buckingham-
höllinni til hinnar 83 ára drottn-
ingar með sonum sínum, Sean og
Jayden.
Vill hitta
drottninguna
Strákabandið Take That er að
hefja stærstu tónleikaferð sög-
unnar í Bretlandi og á Írlandi.
Sveitin spilar fyrir meira en
milljón áheyrendur á tuttugu tón-
leikum á hinum ýmsu fótbolta-
leikvöngum.
Þetta er meiri fjöldi en hlýddi
á tónleika Michaels Jackson árið
1988 og stórar tónleikaferðir sem
U2 og Rolling Stones hafa farið í.
Aðdáendur Take That hafa greitt
um tíu milljarða króna í miða-
verð til að sjá goðin sín. Fleiri
þekktir flytjendur eru á leið-
inni í tónleikaferðir um Bret-
land í sumar, þar á meðal Oasis,
Michael Jackson, Britney Spears,
Coldplay og Madonna.
Risavaxin
tónleikaferð
TEBOÐ Í HÖLLINNI
Britney Spears
dreymir um að fara
í teboð til drottn-
ingarinnar.
Kristjana
Samper
Nánari upplýsingar um opnunartíma og sýningar í stöðvum í sumar eru
á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000.
Ljósafossstöð við Sog
Sýningin verður opnuð laugardaginn 6. júní kl. 15.
Verið velkomin. Opið alla eftirmiðdaga í sumar.
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
9
0
97
2
Búrfellsstöð
Kynning á stöðinni og orkumálum.
Gestamóttakan opnuð laugardaginn 6. júní.
Opið alla eftirmiðdaga í sumar.
Fyrrum íbúar við Sog
og Búrfell hittast í
stöðvunum og rifja upp
gamla tíma kl. 14.
Allir áhugasamir velkomnir.
Listsýning