Fréttablaðið - 06.06.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.06.2009, Blaðsíða 10
10 6. júní 2009 LAUGARDAGUR Þemavika KFUM og KFUK á Íslandi Mánudagur 11.30 – 14.00 Kristni 101 Námskeiðið er í fimm hlutum og verður farið yfir grundvallaratriði kristinnar trúar. Boðið verður upp á léttar veitingar á námskeiðinu. 14.00 – 16.00 Táknmálsnámskeið Farið verður yfir stafrófið og nokkur algeng orð. Þriðjudagur 11.30 – 14.00 Kristni 101 14.00 – 16.00 Á framandi slóðum! Íslenskir kristniboðar segja frá spennandi starfi útí hinum stóra heimi og sletta á framandi tungu. Miðvikudagur 11.30 – 14.00 Kristni 101 14.00 – 16.00 Nældu í þig! Kennt verður að gera nælur og skart á einfaldan og ódýran hátt. Fimmtudagur 11.30 – 14.00 Kristni 101 14.00 – 16.00 Að sníða sér stakk! Fyrri hluti saumanámskeið, hvernig á að búa til snið og sauma eftir því. Námskeiðið er í tveimur hlutum. Föstudagur 11.30 – 14.00 Kristni 101 14.00 – 16.00 Að sníða sér stakk! Seinni hluti saumanámskeið, hvernig á að búa til snið og sauma eftir því. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 5888899. 8. – 12. júní í húsi KFUM og KFUK Holtavegi 28 Áhugaverð námskeið fyrir ungt fólk UMHVERFISMÁL Tillaga Umhverfis- stofnunar um framlengt starfs- leyfi Sorpstöðvar Suðurlands, sem kveður á um að sorp verði urðað í landi Kirkjuferjuhjáleigu næstu sextán árin, hefur vakið harða and- stöðu íbúa í nágrenni stöðvarinnar. Umrædd tillaga var kynnt á borg- arafundi fyrr í vikunni. Íbúar segja gildandi deiliskipu- lag hafa verið þverbrotið á þeim tíma sem sorpstöðin hefur verið starfrækt á staðnum. „Þeir voru búnir að teikna nýtt skipulag þar sem gert var ráð fyrir að urðunarhaugarnir yrðu umtals- vert hærri en gildandi deiliskipu- lag kvað á um. Samþykkt hæð í skipulaginu var fjórir metrar yfir landhæð og metri í þekjulag þar sem hæst væri. Nú eru haugarnir komnir í að minnsta kosti tíu metra hæð yfir landhæð. Þetta nýja skipulag var því eins og að fá leyfi fyrir að byggja einbýlishús, byggja svo blokk, teikna hana að bygg- ingu lokinni og fá svo teikningarn- ar samþykktar,“ segir Kristbjörg Eyvindsdóttir í Auðsholtshjáleigu sem er í nágrenni urðunarstaðar- ins. Kristbjörg kærði til úrskurðar- nefndar skipulagsmála, sem felldi úr gildi hið nýja deiliskipulag bæjarstjórnarinnar þar sem ekki mætti byggja það á deiliskipulagi sem þegar hefði verið brotið nema að uppfylltum vissum skilyrðum. Sveitarfélagið hafði samþykkt að urðun á staðnum yrði hætt 1. desember 2008. Síðan var veitt eins árs undanþága. Tillagan um framlengt starfsleyfi sem kynnt var á borgarafundinum nú í vik- unni kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti. Samkvæmt því má urða þrjátíu þúsund tonn af sorpi á ári, samtals 480 þúsund tonn á sex- tán árum. „Deiliskipulagið frá 1993, sem sorpstöðin á að starfa eftir, en reyndar er búið að þverbrjóta, rúmar ekki einu sinni það magn sem þegar er búið að setja á svæð- ið, hvað þá 480 þúsund tonn til viðbótar,“ segir Kristbjörg. „Það er með ólíkindum að Umhverfis- stofnun ætli sér að setja starfsleyfi á starfsemi sem hefur enga mögu- leika á að taka við þessu magni.“ Kristbjörg segir mikla sjón- og lyktarmengun, auk foks frá urðunar staðnum, sem er á bökk- um Ölfusár, auk þess sem vatna- svæði sé upp í Sogið og Hvítá. Rannsóknir á áhrifum mengunar séu engar. Ekki hafi farið fram til- skilið umhverfismat áður en starf- semin hófst. jss@frettabladid.is Hart barist gegn sorpinu Tillaga um að Sorpstöð Suðurlands fái að halda áfram að urða sorp í landi Kirkjuferjuhjáleigu næstu sextán árin hefur vakið harða andstöðu íbúa. MENGUN OG SÝKINGARHÆTTA Íbúar í nágrenni Kirkjuferjuhjáleigu kvarta undan mengun, fnyk og umferðarþunga af völdum sorpurðunarinnar. Þeir óttast að fuglager sem vomir yfir haugunum beri sýkingar, svo sem salmonellu, í búfénað þeirra. LÖGREGLUMÁL Sirrey María Alex- andersdóttir, konan sem fannst látin í dúfnakofa í Hafnarfirði í byrjun febrúar, dó úr kulda. Þetta er niðurstaða krufningar á líkinu. Rannsókn málsins er senn lokið. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn staðfesti við Fréttablaðið að krufningarskýrsl- an sýndi fram á að ofkæling væri orsök dauða Sirreyjar. Samkvæmt heimildum blaðsins er ekkert sem bendir til þess að henni hafi verið veittir áverkar. Á líki hennar fund- ust smávægilegir áverkar, en þeir eru ekki taldir eiga þátt í andlát- inu. Sambýlismaður Sirreyjar, sem sat í gæsluvarðhaldi um tíma vegna málsins, hefur enn stöðu sakbornings í málinu. Rannsókn hefur beinst að því hver aðdrag- andi andlátsins var og hvort maðurinn hafi átt þátt í dauða Sirreyjar með því að skilja hana eftir fáklædda í fimbulkulda við kofann. Sirrey fannst nakin með lamb- húshettu á höfði í kofanum. Úlpa hennar fannst fyrir utan kofann. Talið var mögulegt að hún hefði sjálf komist inn með því að brjóta rúðu. Rannsókn málsins er á lokastigi, að sögn Friðriks Smára, og verður það í kjölfarið sent til ákærumeð- ferðar. - sh Ekkert bendir til þess að Sirreyju Maríu Alexandersdóttur hafi verið veittir áverkar: Dó úr kulda í dúfnakofanum DÚFNAKOFINN Kofinn þar sem Sirrey fannst er í eigu Skrautdúfnafélags Hafn- arfjarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMHVERFISMÁL „Tillaga Umhverfisstofnunar um starfsleyfi Sorpstöðvar Suðurlands til ársins 2025 er byggð á grunni fyrra starfsleyfis svo og eftir- litsferðum starfsmanna stofnunarinnar á urðun- arsvæðið.“ Þetta segir Kristinn Már Ársælsson, upplýs- ingafulltrúi Umhverfis- stofnunar, spurður um forsendur tillögunnar. Hvað varðar brot á gildandi deiliskipulagi segir Kristinn Már þann þátt á hendi sveitarfélagsins. Hins vegar geti fólk beint athugasemdum sem lúta að því að ekki sé hreinlega pláss fyrir meira sorp á svæðinu í Kirkjuferjuhjáleigu til stofnun- arinnar. „Það er venjan í gerð tillagna að starfsleyf- um fyrir sorpstöðvar að þau séu til sextán ára,“ útskýrir hann. „Þess vegna er tímalengdin þessi.“ Spurður um hvort athugasemdir hafi borist við tillöguna segir Krist- inn Már svo ekki vera. Á borgarafundinum þar sem hún var kynnt íbúum fyrr í vik- unni hafi komið fram athugasemd- ir. En þær verði að vera skriflegar og berast Umhverfisstofnun fyrir 12. júní næstkomandi. „Borgarafundurinn var hald- inn til að fá fram viðbrögð við til- lögunni. Við bregðumst við skrif- legum athugasemdum ef og þegar þær berast.“ - jss KRISTINN MÁR ÁRSÆLSSON Upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar: Byggt á fyrra starfsleyfi MENNTUN Ungum, íslenskum náms- mönnum standa nú til boða fram- færslustyrkir til dvalar á hinum Norðurlöndunum. Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu kemur fram að menntamálaráðherrar og samstarfsráðherrar Norður- landanna hafi nýlega samþykkt að veita hluta af ráðstöfunarfé Nor- rænu ráðherranefndarinnar til slíkra styrkja. Tilgangurinn er að létta náms- mönnum róðurinn vegna áfalla sem stafa af fjármálakreppunni og atvinnuleysi sem henni fylgir. Til ráðstöfunar eru 5,5 milljónir danskra króna á árunum 2009 og 2010. - kg Norræna ráðherranefndin styrkir Íslendinga: Námsmenn fá styrki DÓMSMÁL Lárus Björn Svavars son, betur þekktur sem Lalli Johns, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir innbrot í Hveragerði. Lalli braust inn og rótaði í skart gripa- skúffu í svefn- herbergi. Þegar húsmóðirin reyndi að kom- ast inn í herbergið varnaði Lalli henni inngöngu. Lalli játaði við yfirheyrslur að hafa farið inn í húsið í óleyfi, en neitaði að hafa ætlað að stela nokkru eða að hafa hindrað konuna. Lalli á að baki afbrotaferil aftur til ársins 1969, og hefur 39 sinnum hlotið refsingu fyrir þjófnað. - sh Braust inn í hús í Hveragerði: Lalli í tíu mán- aða fangelsi LALLI JOHNS DÓMSMÁL Tveir menn, Haukur Hilmars son og Bandaríkja mað- urinn Jason Thomas Slade, hafa verið ákærðir fyrir almanna- hættubrot. Þeir hlupu inn á flugbrautina Charlie við Leifs- stöð í júlí í fyrra og tóku sér stöðu fyrir framan flugvél á leið til Ítalíu sem í var pólitíski flóttamaðurinn Paul Ramses. Í ákæru eru Haukur og Jason sagðir hafa með háttsemi sinni raskað öryggi loftfara. Bæði Haukur og Jason hafa hlotið dóma hérlendis fyrir þátttöku í mótmælaaðgerðum samtakanna Saving Iceland. - sh Vildu stöðva flugvél Ramses: Ákærðir fyrir að ógna öryggi HEILÖG ATHÖFN Indverskur hindúi baðar sig í ánni Ganges í Allaha- bad á Indlandi. Hindúar halda um þessar mundir upp á hátíðina Ganga Dussehra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.