Fréttablaðið - 06.06.2009, Page 10

Fréttablaðið - 06.06.2009, Page 10
10 6. júní 2009 LAUGARDAGUR Þemavika KFUM og KFUK á Íslandi Mánudagur 11.30 – 14.00 Kristni 101 Námskeiðið er í fimm hlutum og verður farið yfir grundvallaratriði kristinnar trúar. Boðið verður upp á léttar veitingar á námskeiðinu. 14.00 – 16.00 Táknmálsnámskeið Farið verður yfir stafrófið og nokkur algeng orð. Þriðjudagur 11.30 – 14.00 Kristni 101 14.00 – 16.00 Á framandi slóðum! Íslenskir kristniboðar segja frá spennandi starfi útí hinum stóra heimi og sletta á framandi tungu. Miðvikudagur 11.30 – 14.00 Kristni 101 14.00 – 16.00 Nældu í þig! Kennt verður að gera nælur og skart á einfaldan og ódýran hátt. Fimmtudagur 11.30 – 14.00 Kristni 101 14.00 – 16.00 Að sníða sér stakk! Fyrri hluti saumanámskeið, hvernig á að búa til snið og sauma eftir því. Námskeiðið er í tveimur hlutum. Föstudagur 11.30 – 14.00 Kristni 101 14.00 – 16.00 Að sníða sér stakk! Seinni hluti saumanámskeið, hvernig á að búa til snið og sauma eftir því. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 5888899. 8. – 12. júní í húsi KFUM og KFUK Holtavegi 28 Áhugaverð námskeið fyrir ungt fólk UMHVERFISMÁL Tillaga Umhverfis- stofnunar um framlengt starfs- leyfi Sorpstöðvar Suðurlands, sem kveður á um að sorp verði urðað í landi Kirkjuferjuhjáleigu næstu sextán árin, hefur vakið harða and- stöðu íbúa í nágrenni stöðvarinnar. Umrædd tillaga var kynnt á borg- arafundi fyrr í vikunni. Íbúar segja gildandi deiliskipu- lag hafa verið þverbrotið á þeim tíma sem sorpstöðin hefur verið starfrækt á staðnum. „Þeir voru búnir að teikna nýtt skipulag þar sem gert var ráð fyrir að urðunarhaugarnir yrðu umtals- vert hærri en gildandi deiliskipu- lag kvað á um. Samþykkt hæð í skipulaginu var fjórir metrar yfir landhæð og metri í þekjulag þar sem hæst væri. Nú eru haugarnir komnir í að minnsta kosti tíu metra hæð yfir landhæð. Þetta nýja skipulag var því eins og að fá leyfi fyrir að byggja einbýlishús, byggja svo blokk, teikna hana að bygg- ingu lokinni og fá svo teikningarn- ar samþykktar,“ segir Kristbjörg Eyvindsdóttir í Auðsholtshjáleigu sem er í nágrenni urðunarstaðar- ins. Kristbjörg kærði til úrskurðar- nefndar skipulagsmála, sem felldi úr gildi hið nýja deiliskipulag bæjarstjórnarinnar þar sem ekki mætti byggja það á deiliskipulagi sem þegar hefði verið brotið nema að uppfylltum vissum skilyrðum. Sveitarfélagið hafði samþykkt að urðun á staðnum yrði hætt 1. desember 2008. Síðan var veitt eins árs undanþága. Tillagan um framlengt starfsleyfi sem kynnt var á borgarafundinum nú í vik- unni kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti. Samkvæmt því má urða þrjátíu þúsund tonn af sorpi á ári, samtals 480 þúsund tonn á sex- tán árum. „Deiliskipulagið frá 1993, sem sorpstöðin á að starfa eftir, en reyndar er búið að þverbrjóta, rúmar ekki einu sinni það magn sem þegar er búið að setja á svæð- ið, hvað þá 480 þúsund tonn til viðbótar,“ segir Kristbjörg. „Það er með ólíkindum að Umhverfis- stofnun ætli sér að setja starfsleyfi á starfsemi sem hefur enga mögu- leika á að taka við þessu magni.“ Kristbjörg segir mikla sjón- og lyktarmengun, auk foks frá urðunar staðnum, sem er á bökk- um Ölfusár, auk þess sem vatna- svæði sé upp í Sogið og Hvítá. Rannsóknir á áhrifum mengunar séu engar. Ekki hafi farið fram til- skilið umhverfismat áður en starf- semin hófst. jss@frettabladid.is Hart barist gegn sorpinu Tillaga um að Sorpstöð Suðurlands fái að halda áfram að urða sorp í landi Kirkjuferjuhjáleigu næstu sextán árin hefur vakið harða andstöðu íbúa. MENGUN OG SÝKINGARHÆTTA Íbúar í nágrenni Kirkjuferjuhjáleigu kvarta undan mengun, fnyk og umferðarþunga af völdum sorpurðunarinnar. Þeir óttast að fuglager sem vomir yfir haugunum beri sýkingar, svo sem salmonellu, í búfénað þeirra. LÖGREGLUMÁL Sirrey María Alex- andersdóttir, konan sem fannst látin í dúfnakofa í Hafnarfirði í byrjun febrúar, dó úr kulda. Þetta er niðurstaða krufningar á líkinu. Rannsókn málsins er senn lokið. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn staðfesti við Fréttablaðið að krufningarskýrsl- an sýndi fram á að ofkæling væri orsök dauða Sirreyjar. Samkvæmt heimildum blaðsins er ekkert sem bendir til þess að henni hafi verið veittir áverkar. Á líki hennar fund- ust smávægilegir áverkar, en þeir eru ekki taldir eiga þátt í andlát- inu. Sambýlismaður Sirreyjar, sem sat í gæsluvarðhaldi um tíma vegna málsins, hefur enn stöðu sakbornings í málinu. Rannsókn hefur beinst að því hver aðdrag- andi andlátsins var og hvort maðurinn hafi átt þátt í dauða Sirreyjar með því að skilja hana eftir fáklædda í fimbulkulda við kofann. Sirrey fannst nakin með lamb- húshettu á höfði í kofanum. Úlpa hennar fannst fyrir utan kofann. Talið var mögulegt að hún hefði sjálf komist inn með því að brjóta rúðu. Rannsókn málsins er á lokastigi, að sögn Friðriks Smára, og verður það í kjölfarið sent til ákærumeð- ferðar. - sh Ekkert bendir til þess að Sirreyju Maríu Alexandersdóttur hafi verið veittir áverkar: Dó úr kulda í dúfnakofanum DÚFNAKOFINN Kofinn þar sem Sirrey fannst er í eigu Skrautdúfnafélags Hafn- arfjarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMHVERFISMÁL „Tillaga Umhverfisstofnunar um starfsleyfi Sorpstöðvar Suðurlands til ársins 2025 er byggð á grunni fyrra starfsleyfis svo og eftir- litsferðum starfsmanna stofnunarinnar á urðun- arsvæðið.“ Þetta segir Kristinn Már Ársælsson, upplýs- ingafulltrúi Umhverfis- stofnunar, spurður um forsendur tillögunnar. Hvað varðar brot á gildandi deiliskipulagi segir Kristinn Már þann þátt á hendi sveitarfélagsins. Hins vegar geti fólk beint athugasemdum sem lúta að því að ekki sé hreinlega pláss fyrir meira sorp á svæðinu í Kirkjuferjuhjáleigu til stofnun- arinnar. „Það er venjan í gerð tillagna að starfsleyf- um fyrir sorpstöðvar að þau séu til sextán ára,“ útskýrir hann. „Þess vegna er tímalengdin þessi.“ Spurður um hvort athugasemdir hafi borist við tillöguna segir Krist- inn Már svo ekki vera. Á borgarafundinum þar sem hún var kynnt íbúum fyrr í vik- unni hafi komið fram athugasemd- ir. En þær verði að vera skriflegar og berast Umhverfisstofnun fyrir 12. júní næstkomandi. „Borgarafundurinn var hald- inn til að fá fram viðbrögð við til- lögunni. Við bregðumst við skrif- legum athugasemdum ef og þegar þær berast.“ - jss KRISTINN MÁR ÁRSÆLSSON Upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar: Byggt á fyrra starfsleyfi MENNTUN Ungum, íslenskum náms- mönnum standa nú til boða fram- færslustyrkir til dvalar á hinum Norðurlöndunum. Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu kemur fram að menntamálaráðherrar og samstarfsráðherrar Norður- landanna hafi nýlega samþykkt að veita hluta af ráðstöfunarfé Nor- rænu ráðherranefndarinnar til slíkra styrkja. Tilgangurinn er að létta náms- mönnum róðurinn vegna áfalla sem stafa af fjármálakreppunni og atvinnuleysi sem henni fylgir. Til ráðstöfunar eru 5,5 milljónir danskra króna á árunum 2009 og 2010. - kg Norræna ráðherranefndin styrkir Íslendinga: Námsmenn fá styrki DÓMSMÁL Lárus Björn Svavars son, betur þekktur sem Lalli Johns, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir innbrot í Hveragerði. Lalli braust inn og rótaði í skart gripa- skúffu í svefn- herbergi. Þegar húsmóðirin reyndi að kom- ast inn í herbergið varnaði Lalli henni inngöngu. Lalli játaði við yfirheyrslur að hafa farið inn í húsið í óleyfi, en neitaði að hafa ætlað að stela nokkru eða að hafa hindrað konuna. Lalli á að baki afbrotaferil aftur til ársins 1969, og hefur 39 sinnum hlotið refsingu fyrir þjófnað. - sh Braust inn í hús í Hveragerði: Lalli í tíu mán- aða fangelsi LALLI JOHNS DÓMSMÁL Tveir menn, Haukur Hilmars son og Bandaríkja mað- urinn Jason Thomas Slade, hafa verið ákærðir fyrir almanna- hættubrot. Þeir hlupu inn á flugbrautina Charlie við Leifs- stöð í júlí í fyrra og tóku sér stöðu fyrir framan flugvél á leið til Ítalíu sem í var pólitíski flóttamaðurinn Paul Ramses. Í ákæru eru Haukur og Jason sagðir hafa með háttsemi sinni raskað öryggi loftfara. Bæði Haukur og Jason hafa hlotið dóma hérlendis fyrir þátttöku í mótmælaaðgerðum samtakanna Saving Iceland. - sh Vildu stöðva flugvél Ramses: Ákærðir fyrir að ógna öryggi HEILÖG ATHÖFN Indverskur hindúi baðar sig í ánni Ganges í Allaha- bad á Indlandi. Hindúar halda um þessar mundir upp á hátíðina Ganga Dussehra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.