Fréttablaðið - 06.06.2009, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 06.06.2009, Blaðsíða 94
66 6. júní 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. þvogl, 6. tímaeining, 8. skáhalli, 9. prjónavarningur, 11. ólæti, 12. miklu, 14. strengjahljóðfæri, 16. tveir eins, 17. nagdýr, 18. for, 20. sjó, 21. gefa frá sér reiðihljóð. LÓÐRÉTT 1. kornstrá, 3. frá, 4. skordýr, 5. dauði, 7. yfirmannslegur, 10. atvikast, 13. angan, 15. slagæð, 16. þvottur, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. babl, 6. ár, 8. flá, 9. les, 11. at, 12. mikið, 14. selló, 16. tt, 17. mús, 18. aur, 20. sæ, 21. urra. LÓÐRÉTT: 1. hálm, 3. af, 4. blaðlús, 5. lát, 7. reistur, 10. ske, 13. ilm, 15. ósæð, 16. tau, 19. rr. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Sóley Sigurjóns. 2 Helvítis fokking fokk. 3 Stefán Baldvin Stefánsson. „Þegar Kaninn fór tók hann með sér þau húsgögn sem eitthvað vit var í og kostuðu hugsanlega ein- hvern pening. Þegar mér buð- ust þessi antíkhúsgögn frá Hótel Borg á 2009-verðlaginu þá hik- aði ég ekki eitt augnablik,“ segir Einar Bárðarson, athafnamaður með meiru, sem rekur Officera- klúbbinn á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ. Hann komst held- ur betur í álnir þegar honum voru boðnir forláta stólar og aðrir ant- íkmunir sem eitt sinn prýddu hið sögufræga hótel í miðborg Reykja- víkur. Einar hyggst nota þá í svo- kallað VIP-herbergi, þótt hann vilji ekki meina að það verði eingöngu fyrir einhverja útvalda. „Nei, það eru eiginlega allir gestir klúbbsins sem eru útvaldir,“ segir Einar. Stólarnir eru sumir hverjir frá fyrstu árum Hótels Borgar sem hinn goðsagnakenndi Jóhannes Jósepsson, sem var oftast kallað- ur Jóhannes á Borg, lét reisa. „Já, einhverjir af þeim eru hátt í áttatíu ára gamlir og Jóhannes notaði þá sjálfur,“ segir Einar, kampakátur með kaupin enda ekki á hverjum degi sem menn fá slíka dýrgripa nánast beint upp í hendurnar. Ann- ars er dagskráin þétt í Officera- klúbbnum, svokallað Striks-kvöld verður í kvöld en eftir viku treður SSSól upp ásamt Sprengjuhöllinni og Lísu Idol-keppanda. - fgg Keypti sögufræg hús- gögn af Hótel Borg DÝRGRIPIR Einar festi kaup á nokkrum antíkstólum frá Hótel Borg, sumir þeirra eru hátt í áttatíu ára gamlir. Nafn: Sigurður Guðmundsson. Aldur: 31 árs. Starf: Tónlistarmaður. Stjörnumerki: Fiskur. Búseta: Ég bý í miðbæ Reykjavíkur. Fjölskylda: Á kærustu og er barnlaus. „Jú, jú, þetta er rétt, það er samt búið að laga hann núna,“ segir Róbert Gunn- arsson, einn af hinum ástsælu silfur- drengjum og leikmaður Gummersbach í Þýskalandi. Þýska blaðið Der Bild birti nýverið mynd af verðandi eiginkonu Róberts, Svölu Sigurðardóttur, þar sem hún stóð með brotinn EHF-Evrópubik- ar. Róbert vann hann með liði sínu á mánudaginn þegar Gummersbach lagði slóvenska liðið Gorenje Velenje í Köln. Róbert viðurkennir að þetta hafi verið svolítið skondið atvik og honum þótti ekkert síður fyndið að þýska stór- blaðið skyldi birta myndina af unn- ustunni með brotna bikarinn. „Það er svona lok á bikarnum sem er alltaf að detta af og ofan á því er merki EHF og það brotnaði. Ekkert stórmál svo sem og kannski orðum aukið að hún hafi brotið sjálfan bikarinn,“ segir Róbert og bendir á að það hafi örugglega um þrjú hundruð fílefldir karlmenn með stórar og miklar handboltalúkur hand- leikið þennan bikar og misst umrætt lok í gólfið. Svala hafi hins vegar bara verið svo óheppin að merkið skyldi brotna þegar það gerðist hjá henni „En þessu var að sjálfsögðu klínt á hana,“ segir Róbert og hlær og bætir því við að öllum hafi þótt þetta bara nokkuð skemmtilegt. „Það hlógu í það minnsta allir að þessu.“ Langþráð sumarfrí er fram undan sem Róbert hyggst nýta til góðra verka. Hann og bikarbrjóturinn Svala eru nefnilega að fara að gifta sig í júní þótt línumaðurinn harðskeytti vilji sem minnst um þá veislu tala. freyrgigja@frettabladid.is Kærasta Robba braut Evrópubikarinn MIKIÐ HLEGIÐ Kærasta Róberts Gunnarssonar og verðandi eiginkona, Svala Sigurðardóttir. Hún varð fyrir því óláni að brjóta Evrópubikarinn sem unnustinn hafði unnið. „Það er ekkert eiginlegt nafn komið á myndina, köllum hana bara Laddi - The Movie þótt hún sé ekkert um Ladda og líf hans,“ segir Þorsteinn Gunnar Bjarnason kvikmyndaleikstjóri. Þorsteinn er að fara að leikstýra sinni fyrstu mynd í fullri lengd og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hefur fengið sjálfan Ladda í aðal- hlutverkið en ár og dagar eru liðn- ir síðan þessi ástsælasti grínleik- ari birtist síðast á hvíta tjaldinu; samkvæmt Imdb.com var það í kvikmyndinni Stella í framboði frá árinu 2002 þar sem hann endurtók hlutverk hins víðfræga Salomons en það er önnur saga. Meðal mótleikara Ladda í mynd- inni er síðan hin alþjóðlega Lata- bæjar-stjarna Stefán Karl Stefáns- son þannig að ekki verður annað sagt en að ferill Þorsteins fái fljúg- andi start. Hann hefur sjálfur enga skýringu á því af hverju honum tókst að fá þessa tvo grínkónga til liðs við sig. „Þegar stórt er spurt. Ég trúi því bara að þeir hafi séð að þetta gæti orðið skemmtileg mynd.“ Um er að ræða gamanmynd um örlagaríkan dag í lífi manns þar sem allt fer á annan veg en upp- haflega var gert ráð fyrir. „Þetta er svona „road-movie, vegamynd eins og það heitir víst á íslensku, og gerist bæði í höfuðborginni og sveitum landsins,“ segir Þor- steinn en tökur á myndinni ættu að hefjast á þessu ári. Þorsteinn viðurkennir að það sé óneitan- lega svolítið stressandi að vera að fara að leikstýra kvikmynd með bæði Ladda og Stefáni Karli. „Já, ég væri að ljúga því ef ég væri ekki með í maganum yfir þessu, en ég er með gott fólk með mér,“ segir Þorsteinn. „Til að mynda er Gunnar Björn Guðmundsson aðstoðarleikstjóri og hann verður mín hægri hönd enda kominn með dágóða reynslu,“ en Gunnar Björn leikstýrði til að mynda Astrópíu sem sló rækilega í gegn í íslensk- um kvikmyndahúsum. Þorsteinn lærði sín fræði í Kvik- myndaskóla Íslands, nam þar bæði handritsskrif og leikstjórn. „Svo fór ég til London í mastersnám í leiklist og kom bara aftur heim síðasta sumar,“ útskýrir Þorsteinn sem er hvergi banginn þótt efna- hagsástandið á Íslandi sé ekki upp á marga fiska. „Það þarf ekki allt- af að vera dýrt að gera bíómynd.“ freyrgigja@frettabladid.is ÞORSTEINN GUNNAR: MEÐ Í MAGANUM YFIR FYRSTU MYNDINNI GRÍNKÓNGAR SAMEIN- AÐIR Á HVÍTA TJALDINU HVERGI BANGINN Þorsteinn Gunnar Bjarnason er að fara að leikstýra sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Og hún skartar grínkóngunum Ladda og Stefáni Karli í aðal- hlutverkum. Leikstjórinn segist vera með smá í maganum yfir þessu öllu en kveðst þó vera hvergi banginn. „Björn Hlynur Haraldsson fyrir þá sem vilja fá hann á smettið,“ kallast hópur sem Ísleifur Birgisson, hljóð- maður í Þjóðleikhúsinu, stofnaði á Facebook. Þeir félagar komu nýver- ið frá Frakklandi þar sem leiksýningin Sædýrasafn- ið var sýnd en þar mun leikarinn hafa hald- ið því fram að hann ætlaði aldrei að fara á Face book. Ísleifur ákvað því að stofna umræddan stuðnings- hóp til að telja honum hughvarf. Fjöldi leikara hefur nú skráð sig í hópinn í von um að Björn Hlynur láti undan, en þar á meðal eru Nanna Kristín Magnús- dóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Bergljót Arnalds rithöfundur og Páll Ásgeir Davíðsson lögmað- ur ganga í það heilaga í Dómkirkj- unni í dag og er herlegu brullaupi slegið upp á Búðum fram yfir helgi. Bergljót hefur sett upp sérlega síðu, virago.is/brudkaup, þar sem menn geta skráð sig til þátttöku en eitt og annað er á dag- skrá, svo sem: Ferð á Snæfellsjökul þar sem Kristbjörg Krist- mundsdóttir leiðir blessunarathöfn, kaffi á Hellnum og „brunch“ með brúðhjónunum. Veislustjóri er Pétur Blöndal. Hrunið eftir stjörnusagnfræðing- inn Guðna Th. Jóhannesson rýkur út og muna elstu menn í útgáfu- geiranum ekki annað eins. Er þá Arnaldur Indriðason undan- tekning eins og í öðru í íslensk- um bókabransa. Vegna fyrirsjáan- legrar eftirspurnar og þess að útlit var fyrir pappírsskort og komu úr fyrstu prentun þrjú þús- und eintök, sem þykir mikið. Sólarhring eftir formlegan útgáfudag er það upplag langt komið og leggja útgef- endur Guðna nú drög að annarri prentun. -ag / jbg FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.