Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 12
12 6. júní 2009 LAUGARDAGUR IÐNAÐUR Tveir af þekktustu athafna- mönnum Íslands og Noregs standa að fyrirtækjunum tveimur sem sóttu um sérleyfi til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Þetta eru þeir Kjell Inge Røkke, sem stendur að Aker Exploration, og Jón Helgi Guðmundsson, einn aðaleigenda Norvik, sem er einn af stærstu hluthöfunum í Sagex í gegn- um Lindir Resources. Íslendingar eiga saman- lagt fimmtung í Sagex. Lindir Resources, í eigu Straumborgar, félags Jóns Helga og fjölskyldu, á stærsta íslenska hlutinn í Sagex, tæp tólf prósent. Redsquare Invest, félag í eigu Jóns Snorrasonar, á rúm fjögur. Aðrir Íslendingar eiga tæp sex prósent. Norska félagið Xegas er stærsti hluthafinn í Sagex með átján pró- senta hlut en það er í eigu tveggja helstu stjórnenda Sagex. Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Spin drift Wellington er svo þriðji stærsti hluthafinn með tæp tíu prósent. Gunnlaugur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Straumborgar, segir varnarsigur fyrir stjórnvöld að tvö olíufélög skyldu sækja um leyfi. „En ekkert stórkostlegt þegar von- ast var eftir fimm til tíu umsókn- um. Ástæðan er augljóslega sú að ástandið í heiminum er það erfitt að olíufélög hafa úr nægu að velja, jafnvel svæðum sem eru betur könnuð en hér og þar sem kostar minna að sækja olíuna.“ Gunnlaugur bendir á að líkurnar á olíufundi við hverja borun sé ein- ungis 10 til 20 prósent. - ghs Athafnamenn frá Íslandi og Noregi standa að félögum sem sóttu um sérleyfi: Røkke og Jón Helgi leita Drekaolíu KJELL INGE RØKKE JÓN HELGI GUÐMUNDSSON MENNTAMÁL Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar hefur grunn- skólum fækkað um 22 frá skólaár- inu 1998-1999. Fækkunin er mest áberandi meðal skóla sem höfðu fimmtíu nemendur eða færri. Skólaárið 2008-2009 voru að meðaltali 18,3 nemendur í bekk. Einnig hefur nemendum fækkað miðað við kennara og er hlutfallið nú 9,3 nemendur á hvern kennara. Sjö til 15 ára fá kennslu í 7.320 klukkustundir á níu árum í grunn- skóla, en það eru fleiri stundir en á hinum Norðurlöndunum, að Danmörku undanskilinni. Mest- ur tími kennara fer í að kenna íslensku og stærðfræði. - hds Nýjar tölur um menntamál: Grunnskólum fækkar um 22 KJARNORKULAUS FRAMTÍÐ Aðgerða- sinnar úr röðum grænfriðunga blésu upp risavaxna blöðru í miðborg Madrid, höfuðborgar Spánar, í gær til að krefjast framtíðar án kjarnorku. Gjörningurinn fór fram vegna Alþjóða umhverfisdagsins. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL „Ég er hissa á að þessu skuli enn ekki hafa verið svarað – það ætti að vera einfalt að fletta þessu upp,“ segir Þorleifur Gunn- laugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem á borgarstjórnar- fundi á þriðjudag óskaði eftir upp- lýsingum um millilið í fimm millj- arða króna láni borgarinnar hjá lífeyrissjóðum. „Af þessu tilefni er ekki úr vegi að spyrja borgarstjóra að því hvernig að lántökunni var stað- ið. Er það rétt að til verksins hafi verið fenginn milliliður sem þegið hafi tugi milljóna króna í þóknun?“ spurði Þorleifur á borgarstjórnar- fundinum. „Sé svo, óska ég ein- dregið eftir að vita, hvaða ástæða var til þess að borgin gat ekki milliliðalaust fengið umrætt lán hjá lífeyrissjóðum landsmanna og sloppið þannig við umtalsverð fjár- útlát.“ Fyrirspurn Þorleifs hefur ekki enn verið svarað. Hins vegar ligg- ur fyrir að það er fyrirtækið MP verðbréf sem hefur milligöngu um viðskiptin. Birgir Björn Sigurjónsson, fjár- málastjóri Reykjavíkurborgar, segir að rætt hafi verið við ráð- gjafa borgarinnar og þreifað fyrir sér með þóknanir áður en sam- starfið við MP hafi verið ákveðið. Fjármálaviðskipti borgarinnar séu dreifð á marga aðila og að venjan hafi ekki verið sú að bjóða út verk- efni á borð við þetta sem reyndar feli í sér mikla umsýslu með stór- um skuldabréfaflokki til 45 ára í Kauphöllinni. Í viðskiptum eins og um ræði sé nauðsynlegt að vera í samstarfi við fyrirtæki sem eigi aðild að Kauphöll Íslands. „Ef við hefðum verið í beinum samningum við lífeyrissjóðina þá hefði verið líka um að ræða ein- hvers konar þinglýsingargjöld eða stimpilgjöld á gerningum vegna veðs. Ef það hefði verið niður- staðan hefði það verið margfald- ur þessi kostnaður. Það er okkar mat að alveg sama hvort horft er á vaxtakjörin sjálf eða umsýslugjöld eða annað kostnað sem tengdur er þessari lántöku þá séum við bara í mjög hagstæðu máli,“ segir Birgir sem kveður það af og frá að MP sé í þessu máli í einhverri sjálftöku á peningum hjá borgarsjóði. Aðspurður segir Birgir það ekki hafa tíkðast hjá borginni að bjóða út verkefni eins og þessi. „Við höfum ekki heldur boðið út alla fjármálaþjónustuna við okkur. Ef það væri, að við byðum út alla fjár- málaþjónustu við borgina; eftirlit með erlendum lánum og innlend- um lánum, skuldabréfaútboð og - útgáfu og hvað sem væri – þá auð- vitað væri það útboðsskylt. En við höfum verið með þetta miklu meira í smábútum og reynt að semja eins vel um hvert og eitt og við höfum getað,“ segir fjármála- stjóri Reykjavíkurborgar. gar@frettabladid.is Í REYKJAVÍK Fjármálastjóri borgarinnar segir að þjónusta vegna láns Reykjavíkur- borgar frá lífeyrissjóðum hafi ekki verið útboðsskyld. Slík viðskipti borgarinnar séu á höndum margra fyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Spurt út í við- skipti borgar- innar og MP Borgarfulltrúi VG spyr hvers vegna millilið hafi þurft vegna milljarðaláns borgarinnar frá lífeyris- sjóðum. Hagstætt segir fjármálastjóri borgarinnar. BIRGIR BJÖRN SIGURJÓNSSON ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.