Fréttablaðið - 06.06.2009, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 6. júní 2009 13
Nú er grilltíminn og ekkert slegið af því þótt það
sé kreppa. Flestir eru komnir með
gaskúta við grillin sín og þeim þarf
að skipta út reglulega. Hvað skyldi
það nú kosta? Til að kanna hver
býður best er ekkert annað að
gera en að hringja á þá staði sem
bjóða upp á áfyllingar. Ég spurði
hvað það kostaði að skila tómum
10 kílóa gaskúti inn og fá annan
fullan í staðinn. Niðurstöðurnar
eru eftirfarandi:
Byko – 3.400 kr.
Olís – 4.660 kr.
N1 – 4.662 kr.
Shell – 4.959 kr.
Neytendur: Hvað kostar gasið?
Byko býður best
JAKARTA, AP Vísindamenn hafa við
rannsóknir á eðli flóðbylgja upp-
götvað risavaxið neðansjávareld-
fjall undan vesturströnd Indón-
esíu. Fjallið er um 4.600 metrar
á hæð og fimmtíu kílómetrar að
þvermáli. „Þetta var algjörlega
óvænt,“ sagði einn vísindamann-
anna í gær.
Ekki er vitað hvort eldfjallið er
virkt, en vísindamaðurinn sagði
að ef svo væri og það gysi væri
það „mjög, mjög hættulegt“.
Fjallið er um 330 kílómetra
vestur af eynni Súmötru og tind-
ur þess er um 1.380 metra undir
yfirborði sjávar. - sh
Vísindamenn hissa:
Fundu óvænt
risastórt eldfjall
HÁTÍÐAHÖLD Gervigraslagður
sparkvöllur við Öldugötu í
Reykjavík, við hlið gamla Stýri-
mannaskólaskólans og síðar Vest-
urbæjarskólans, verður vígð-
ur klukkan tólf á hádegi í dag.
Vígsla hins endurbyggða „Stýró“,
eins og svæðið var lengi kallað,
helst í hendur við hátíðarhöld
vegna 110 ára afmælis KR.
Hátíðin hefst klukkan 13.30
með skrúðgöngu frá Melaskóla að
KR-svæðinu. Hjá KR-heimilinu
verða leiktæki, grill og veiting-
ar seldar.
Einnig verður gestum boðið
upp á kynslóðaleik í knattspyrnu.
Þar munu lið skipuð landsliðs-
mönnum og Íslands- og bikar-
meisturum KR í gegnum tíðina
takast á. - kg
110 ára afmælishátíð KR:
Endurbyggður
„Stýró“ vígður
BRETLAND, AP Fangelsismálayfir-
völd í Bretlandi hafa viðurkennt
að hafa gert mistök sem áttu hlut
í því að tveir franskir námsmenn
voru myrtir á hrottalegan hátt
í London í fyrra. Annar morð-
ingjanna var á skilorði og átti að
vera undir miklu eftirliti. Tveir
breskir menn voru í gær fundnir
sekir um morðin hrottalegu.
Gabriel Ferez og Laurent
Bonomo fundust látnir í íbúð
sinni í London fyrir um ári. Þeir
höfðu verið bundnir og pyntaðir
og stungnir 244 sinnum. Morð-
ingjarnir tveir höfðu upphaflega
ætlað að ræna mennina. - þeb
Morð á frönskum stúdentum:
Fangelsisyfirvöld
gerðu mistök
BLAÐAMANNAFUNDUR Guy Bonomo,,
faðir annars franska námsmannsins
sem myrtur var í Bretlandi í fyrra, ræðir
við fjölmiðla eftir að dómur var upp
kveðinn í gær. FRÆETTABLAÐIÐ/AP
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
FÉLAGSMÁL Íslensk ættleiðing og
Foreldrafélag ættleiddra barna
hafa lagt til við dómsmálaráð-
herra að aldurshámark verði
fellt úr reglugerð um ættleið-
ingar og miðað verði við aldurs-
hámark upprunaríkisins, segir í
nýju fréttariti Íslenskrar ættleið-
ingar.
Eins og staðan er í dag eru tugir
íslenskra hjóna sem vilja ættleiða
barn að falla á tíma vegna inn-
lends aldurshámarks. Núverandi
hámark er 45 ár, en er í flestum
löndum hærra. Nokkur ár getur
tekið að bíða eftir að ættleiðing
barns gangi í gegn og ef það ger-
ist ekki fyrir 45 ára aldur missa
hjónin möguleikann á ættleið-
ingu.
Ísland er þekkt fyrir góðar lífs-
líkur og háan meðalaldur og því
ætti aldur ekki að vera svo mikil
fyrirstaða, segir í ritinu.
„Með nýjum ráðherra skynjum
við aukinn áhuga í dómsmálaráðu-
neytinu á ættleiðingarmálum. Við
bindum því miklar vonir við að á
þeim bæ verði skilningur á vanda
þeirra sem eru að missa möguleika
sína vegna þröngra aldursmarka á
Íslandi,“ segir í ritinu. - hds
Íslensk ættleiðing:
Tugir hjóna að falla á tíma
BÖRN Reynt er að bregðast við vanda-
málinu svo bið margra hjóna verði ekki
að engu.