Fréttablaðið - 06.06.2009, Side 22

Fréttablaðið - 06.06.2009, Side 22
22 6. júní 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Ingvar Gíslason skrifar um Evrópumál Össur Skarphéðins-son utanríkisráðherra lagði áherslu á það í þing- ræðu að tillaga frá ríkis- stjórninni til þingsálykt- unar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu (þingmál nr. 38) væri tímamótaviðburður. Ráð- herrann hefur rétt fyrir sér í þessu. Tillagan markar tímamót í ýmsum skilningi. Þótt flokkur Össurar hafi lengi barist fyrir aðild Íslands að ESB hefur Samfylkingin ekki haft möguleika á að gera umsókn um aðild að stefnumáli ríkisstjórnar fyrr en nú. Þessi möguleiki hefur skyndilega opnast. Og hvernig mátti það verða? Samfylkingin er orðin stærsti flokkur landsins, finnur vel til máttar síns og á í stjórnarsam- starfi við flokk sem kall- ast Vinstr ihreyfing- in – grænt framboð, eða Vinstri grænir til hægða- rauka og gerir út á það að grasrótarbragð finn- ist af nafni og gælunafni. Ekki skal úr því dregið að flokkurinn er vinstrisinn- aður og ber umhverfismál fyrir brjósti. En í hugleið- ingu minni að þessu sinni vil ég einkum benda á, að Vinstri grænir hafa markað sér með hástemmdum orðum þá stefnu að berjast gegn aðild Íslands að ESB. Þeir hafa auglýst sig sem fullveldissinna í réttum skilningi þess orðs og þóst standa stífir á meiningunni. Upp á síðkastið hefur þó komið í ljós að skoðanafestan er laus í sér og flokkseindrægni í Evrópumálum stórlega ýkt. Vinstri grænir hafa nú gert sitt til þess að aðild Íslands að ESB er opinber stefna ríkisstjórnar sem þeir eru þátttakendur í. Miðað við fyrri orð kemur þetta úr hörð- ustu átt. Vinstri grænir gera sig bera að tvískinnungi. Þeir segja í sama orðinu að þeir séu harðir andstæðingar aðildar en jafnframt taka þeir undir við fólk sem vill að sótt sé um aðild til þess að fá úr því skorið, „hvað sé í boði“. Auk þess telja þeir að það „þjóni lýðræðinu“ að fara í þess háttar könnunarvið- ræður. Látum það vera! En hingað til hafa Vinstri grænir staðið á því eins og aðrir andstæðingar aðildar, að Íslendingar geti vitað það fyrir- fram, hvað í boði er, ekki síst hvað varðar pólitísk málefni, stjórnskip- an og stjórnsýslu. Á því er enginn vafi að þjóðin væri að ganga í ríkja- samtök sem lúta yfirþjóðlegu valdi. Evrópusambandið hefur öll pólitísk og táknleg einkenni sambandsríkja (bandaríkja). Evrópusambandið er „federal“ (upp á ensku), „föderativ“ (upp á skandinavísku) og lýtur vita- skuld lögmálum þess háttar stjórn- skipulags. Erlendis fer þetta ekki leynt, en á Íslandi er varla á þetta minnst. Aðildarsinnar hér á landi taka létt á þessu grundvallaratriði, þó út yfir taki ábyrgðarleysi þeirra sem halda því beinlínis fram að full- veldisafsal, svo víðtækt og almennt sem raun ber vitni, styrki stjórn- frelsi þjóðarinnar! Sú kenning er engin spakleg þverstæða, heldur blátt áfram fjarstæða! Fullveldi er hvorki söluvara né skiptimynt. Það er algilt, en ekki afstætt. Vinstri grænir verja með fyr- irvörum, sem þó eru mestmegn- is fyrirsláttur, stuðning sinn við tillöguflutning ríkisstjórnar um ESB-aðild. Samfylkingin beitti því bragði í fyrstu að telja Vinstri grænum trú um að þeir gætu stað- ið gegn þessu þingmáli en setið þó sem fastast í ríkisstjórn, því að varla mundi standa á fram- sóknarmönnum og Borgarahreyf- ingunni og e.t.v. þingmönnum úr Sjálfstæðisflokki að styðja slíka tillögu. Össur og Jóhanna sögðu ítrekað að tillaga um aðildarum- sókn hefði meirihlutastuðning á þingi. Annað hefur komið í ljós. Framsóknarmenn höfnuðu henni þegar í stað, svo að það gladdi mitt gamla hjarta, og hafa tekið upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn um að fordæma efni tillögunnar og málsmeðferð ríkisstjórnarinn- ar frá rótum. Engar líkur eru til þess að tillaga ríkisstjórnarinnar um Evrópusam- bandsaðild verði samþykkt. Hún er fyrirfram dæmd. En í þessum rugl- ingslega málatilbúnaði Jóhönnu, Össurar og Steingríms stendur upp úr sem tímamótaviðburður tví- skinnungur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Evrópumálum og fyrirsláttur forustumanna VG sér til afbötunar. Hvar eruð þið nú Ögmundur, Katrín og Atli? Höfundur er fyrrverandi þing- maður Framsóknarflokks og félagi í Heimssýn. Vinstri græn og tímamótin í ESB-umræðunni UMRÆÐAN Þórsteinn Ragnarsson skrifar um skipulag í kirkjugörðum Vegna umræðu í Fréttablaðinu að undanförnu um staðsetningu minningarmarka í Gufuneskirkju- garði vill undirritaður koma neðan- greindum sjónarmiðum á framfæri. Í kristnum löndum hafa kistugraf- ir snúið í austur og vestur og hefur kistan verið jarðsett með það í huga að ásjóna hins látna snúi í austur, þ.e. hvirfillinn snýr í vestur. Í alda- raðir hafa stærri kirkjugarðar á Norðurlöndum og í Evrópu verið skipulagðir á þann veg að göngu- stígar eru lagðir sitt hvoru megin við tvær grafaraðir og minningarmörk eru sett inn á miðju og síðan er geng- ið að hvorri grafarröð frá þeim stíg sem er sömu megin og grafarröðin. Þetta fyrirkomulag er fyrir hendi í Hólavallagarði, Fossvogskirkju- garði og Gufuneskirkjugarði. Einn- ig er það við lýði hjá nokkrum stærri kirkjugörðum utan Reykjavíkur. Hugum nú nánar að þessu skipu- lagi. Þar sem allar kisturnar snúa eins og gengið er að gröfunum frá sitt hvorum stígnum, er nauðsynlegt að setja minningarmörkin við fóta- gafl á annarri hverri röð. Minningar- mörk þau sem eru við höfðagafl blasa við þegar horft er í vestur á grafar- röðina en minningarmörk þau sem eru við fótagafl blasa við þegar litið er til austurs. Ef minningarmörk- in væru í báðum tilvikum sett við höfðagafl snéru minningarmörkin öfugt við þeim sem kæmi gangandi eftir vestari stígnum og yrði komu- maður við það skipulag að ganga yfir viðkomandi grafarröð og inn á miðj- una til að sjá áletrun á minningar- mörkunum. Tvær meginástæður eru fyrir því að skipulagið er með þessum hætti. Annars vegar auðveldar það aðstandendum að nálg- ast grafirnar frá göngustíg- unum og lesa á minningar- mörkin án þess að ganga ofan á gröfunum og hins vegar er umhirða yfir sum- artímann auðveldari, þegar minningarmörkin eru höfð inni á miðjunni. Yfir vetrar- tímann þarf tíðum að ryðja snjó af stígunum og væru þá mörg minnismerki í hættu ef þau væru staðsett uppi við stígana. Besta nýting á garðinum væri eflaust sú að sleppa öllum göngu- stígum, ökustígum og bílastæðum og hafa grafaraðir hverja á eftir annarri og þar með væri hægt að hafa minningarmörk við höfðagafl á öllum gröfum. Það er hins vegar óhugsandi þegar stærð garðanna er farin að skipta tugum hektara (1 ha = 10.000 m²) því þar með færi öll vélaumferð yfir grafirnar. Þegar taka ætti grafir í frátekin grafar- stæði innan um eldri grafir sömu- leiðis færu líkfylgdir við jarðsetn- ingu yfir grafirnar. Örfáar kvartanir hafa borist síðastliðna áratugi vegna þessa skipulags sem viðhaft er innan Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma og fleiri kirkjugarða á land- inu. Aðstandendur hafa í þeim tilvik- um nær undantekningarlaust tekið skýringar starfsmanna til greina og ekkert aðhafst. Fram að þessu hefur ekki verið talin ástæða til að vekja sérstaka athygli á þessu skipulagi við úthlutun grafa af þeim ástæð- um að stór meirihluti fólks er ekki að velta staðsetningunni fyrir sér og ekki hefur verið hægt að velja grafir heldur er þeim úthlutað í þeim grafarröðum sem grafið er í á hverjum tíma. Starfsmenn og stjórnir kirkju- garða hafa vissulega áhyggjur af því, þegar ber á óánægju aðstand- enda og vilja gera sem flest- um til geðs. Sú umfjöllun sem birst hefur hér í blaðinu hefur fjallað um að óviðunandi sé að aðstandendur séu ekki upplýstir um að minnis- merki séu sett upp við fóta- gafl og þeir haldi almennt að þeir séu að signa yfir ásjónu þegar þeir signa yfir minnismerkið. Það er mik- ill misskilningur að það skipulag, að minningarmörk séu höfð við fóta- gafl, sé vísbending um að þar eigi aðstandendur að signa yfir, þegar að gröfinni er komið. Minningarmark- ið gefur til kynna hver hvílir undir og er staðsett með það í huga að auð- velt sé að lesa grafskriftina frá stíg- unum. Þeir aðstandendur sem vilja signa yfir höfðagafl, þar sem minn- ingarmark er við fótagafl, geta það engu að síður, ef það skiptir þá máli. Þeir þurfa þá að vera meðvitaðir um það hvernig hinir látnu hvíla. Engin trúarleg forsenda er fyrir því að minningarmark eigi fremur að vera við höfðalag en fótalag. Minn- ingarmörk í kirkjugörðum krist- inna manna hafa allt frá frumkristni verið með ýmsum hætti, staðsetning þeirra hefur aldrei verið sáluhjálp- aratriði og oftar en ekki hafa engin minningarmörk verið sett upp. Ég vil að lokum fullvissa þá aðstandendur sem vilja signa yfir höfðalag að það er ekkert í skipulagi Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma sem kemur í veg fyrir að það sé gert en það er jafnframt dagljóst að þeir sem signa yfir grafir ástvina sinna án tillits til höfðagafls eða fóta- gafls eru einnig af kristnum skiln- ingi að biðja um guðsblessun, þar er enginn munur á. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Um staðsetningu minnismarka UMRÆÐAN Kjartan Magnússon skrifar um nýjan gervi- grasvöll Stórátak hefur verið gert í endurbótum á skóla- lóðum og leikskólalóðum Reykjavíkurborgar á kjör- tímabilinu. Hluti af þessu átaki hefur falist í lagningu nýrra sparkvalla, gjarnan með gervigrasi, sem njóta mikilla vinsælda yngstu kynslóðarinnar. Í dag, laugardag, kl. 12 verður því fagnað á Stýró-vellin- um við Öldugötu að löng bið barna og ungmenna í Gamla Vesturbæn- um eftir „mjúkum“ sparkvelli er nú loks á enda þar sem hann hefur nú verið lagður gervigrasi. Öllum er velkomið að vera viðstaddir vígslu vallarins, sem verður í tengslum við hátíðarhöld KR-dagsins og munu ungir KR-ingar sjá um hana ásamt borgarfulltrúum. Um árabil hafa íbúar í Gamla Vesturbænum kvart- að yfir lélegri aðstöðu til íþrótta og leikja í hverf- inu. Sparkvöllum hafði fækkað mjög í hverfinu og einungis tveir malbikað- ir vellir eftir, annar á lóð Vesturbæjarskóla, hinn við Öldugötu. Gamli Vest- urbærinn var um árabil eina hverfi borgarinnar, þar sem ungviðið hafði ekki aðgang að sparkvelli með mjúku yfirborði, þ.e. með grasi eða gervigrasi. Sýnt hefur verið fram á að þátttaka í skipulögðu íþrótta- starfi er mun minni meðal barna og ungmenna norðan Hringbrautar en sunnan hennar. Skýringin er auð- vitað sú að íþróttasvæði KR er við Frostaskjól, í töluverðri fjarlægð frá Gamla Vesturbænum, og þá er hin umferðarþunga Hringbraut far- artálmi fyrir yngstu börnin. Vegna þessa er sérstaklega mikilvægt að leggja áherslu á að bæta leikja- og íþróttaaðstöðu í hverfinu. Á síðasta kjörtímabili lagði und- irritaður fram nokkrar tillögur í nefndum og ráðum borgarinnar um að lagning „mjúks“ sparkvallar í Vesturbænum yrði sett í forgang. Voru þær tillögur ýmist felldar af fulltrúum R-listans eða vísað til frekari skoðunar sem aldrei bar árangur. Á sl. ári var málið tekið upp að nýju með samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs og það hefur nú borið þennan ánægjulega árangur. Í vetur hófust endurbætur á skóla- lóð Vesturbæjarskóla og er nú unnið að undirbúningi þess að koma þar fyrir svokölluðum battavelli fyrir knattspyrnu og bæta körfuboltaað- stöðu. Þá hafa umferðarsérfræð- ingar borgarinnar það til skoðunar hvernig bæta megi göngutengsl yfir Hringbraut í því skyni að stuðla að greiðari aðgangi að KR-svæðinu við Frostaskjól. Ég óska Vesturbæingum til ham- ingju með endurbættan sparkvöll og hvet þá til að taka þátt í hátíðar- höldum KR-dagsins. Höfundur er borgarfulltrúi. Gervigrasvöllur í Vesturbæinn INGVAR GÍSLASON ÞÓRSTEINN RAGNARSSON KJARTAN MAGNÚSSON Tóm í höfðanum UMRÆÐAN Júlíus Fjeldsted skrifar um ferðaþjónustu Daglega stöðva rútur full-ar af ferðamönnum fyrir framan eina af merkustu bygg- ingum borgarinnar, Höfða. Fólk- inu er hleypt út stutta stund til myndatöku, yfirleitt er rölt smá- vegis í kring og gægst á glugga en svo ekið beinustu leið í burtu. Ég velti því fyrir mér hvort ein- hverjum öðrum en sjálfum mér finnist eitthvað skrýtið við þessa mynd. Í dag er mikið atvinnuleysi, ekki síst hjá háskólafólki, og nauðsynlegt að líta til allra átta við sköpun fleiri atvinnu- tækifæra. Nýsköpun er vin- sælt lausnarorð við vandanum en mig langar að benda á gamla sköpun og hún er öll til staðar í Höfða. Fallegt hús á einum besta útsýnisstað borgarinnar, fullt af menningu og þarna býr meira að segja draugur. En húsið er víst aðeins notað á tyllidögum sem móttökustaður á vegum Reykja- víkurborgar eftir því sem ég best veit. Er hægt að réttlæta þessa einhæfu notkun? Það eru ekki bara erlendir ferðamenn sem hefðu áhuga á að reka inn nefið og skoða her- bergið þar sem Reagan og Gor- bachev lögðu grunninn að lokum Kalda stríðsins. Það eru eflaust margir Íslendingar sem hefðu gaman af því að skoða sig um og njóta, alveg eins og það er gaman að koma inn í Viðeyjar- stofu og fá sér kaffi og vöfflu á góðum degi. Það hlýtur að vera skemmti- leg áskorun fyrir t.d. atvinnu- lausa háskólastúdenta að búa sér til sumarvinnu við að setja saman sögukynningu og lóðsa fólk um húsið. Póstkort, límmið- ar, krúsir, margmiðlunarefni og jafnvel smágerðar fánaborgir með fánum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna gætu staðið til boða. Opnun Höfða fyrir almenn- ingi myndi ekki laga halla Reykjavíkurborgar ein og sér – en dropinn holar steininn var mér kennt. Höfundur er áhugamaður um skynsamlega nýtingu auðlinda.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.