Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 25
LAUGARDAGUR 6. júní 2009
HVAMMSVÍK
Fjölskyldufjör
í Hvammsvík!
Frístundasvæðið í Hvammsvík opnar að nýju 11. júní og hefur það
aldrei verið ævintýralegra. Hvammsvík er aðeins steinsnar frá
höfuðborgarsvæðinu og þar getur öll fjölskyldan átt unaðslegar
stundir saman – og öllum finnst gaman!
Nánari upplýsingar
í síma 566 7023 og á www.hvammsvik.is
Þúsundum silunga hefur
verið sleppt í vatnið og
frábær veiðivon fyrir stóra
sem smáa, reynda sem
byrjendur.
Silungsveiði
Taktu tjaldið með þegar þú
mætir í Hvammsvík.
Þar er fyrirtaks tjaldstæði,
grillaðstaðan alveg glimrandi
fín og umhverfið
undurfagurt.
Tjaldstæði
með frábærri aðstöðu
Golfvöllurinn er nú í
umsjón GR og hefur verið
endurbættur. Völlurinn er
alveg passlega stór fyrir
alla fjölskylduna.
Golf
F
Í
T
O
N
/
S
Í
A
aðilar verða aldrei of gagnrýndir
fyrir þær sakir. Í öðru lagi er alls
ekki saman að jafna því sem nú er
að gerast og því sem var að gerast
þá. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn
segir í þinginu að verið sé að fresta
ákvörðunum, þá er það mikill mis-
skilningur. Það er verið að hverfa
frá stjórnarháttum Sjálfstæðis-
flokksins, sem skiluðu engu. Við
erum farin að skila árangri. Eftir
því sem ég hlusta meira á Sjálf-
stæðisflokkinn í þinginu held ég að
hvíld hans þurfi að vera löng. Slík
er veruleikafirringin. Að heyra fólk
sem er ábyrgt fyrir þessari spill-
ingu og valdboði, sem leiddi okkur
út í fenið, að það skuli tala eins og
það gerir! En þú spyrð um Geir
Haarde. Hann er ekki Sjálfstæðis-
flokkurinn.
Við erum að fara út úr tilskip-
unarþjóðfélaginu og inn í gagnsæi
og opin skoðanaskipti. Ég vona að
okkur beri gæfa til að starfa í þeim
anda. Þegar kreppan kom sögðum
við að allir ættu að koma að málum.
Í öllum veigamiklum málum sem
snerta þjóðarhag, í frágangi Ice-
save-skuldbindinga og annarra
stórra mála sem koma til með að
hvíla á okkur öllum um ókomin ár,
þá á að leita eftir samstarfi allra,
sama á við um ESB. Það á ekki að
vera einkamál ríkisstjórnarinnar
sem situr á hverju augnabliki. Við
eigum að virkja sem flesta.
Evrópusambandið
Talandi um ESB. Nær öll launþega-
og hagsmunasamtök hafa tekið
afstöðu til ESB. Hvers vegna hefur
þetta ekki verið gert í formennsku-
tíð þinni í BSRB?
BSRB tók þá afstöðu að reyna að
varpa ljósi á þetta mál, vitandi að
samfélagið er allt klofið í þessu og
það á við um BSRB líka. Ég hygg að
Bændasamtökin og útvegsmenn séu
heildstæðust í andstöðu sinni, en öll
önnur samtök eru klofin. Við sögð-
um sem svo í BSRB að við gætum
ekki leyft okkur í svona máli að
taka aðra afstöðu um málið en að
efna til umræðu um það. Og það
höfum við sannarlega gert.
En ekki komist að neinni niður-
stöðu?
Niðurstaðan er sú að við viljum
lýðræðislega aðkomu að málinu og
að hver og einn geti talað í eigin
nafni. Ég er til dæmis eindreg-
inn stuðningsmaður þess að þjóð-
in fái málið til umsagnar, en hef
ekki farið í launkofa með það að ég
tel hagsmunum Íslands ekki best
borgið innan ESB, alls ekki. Og það
renna á mig tvær grímur í ríkari
mæli en áður þegar ég verð vitni að
því hvernig þessar þjóðir hafa beitt
okkur ofríki í Icesave-deilunni.
Evrópusambandsríkin hefðu
þó varla gert það við Evrópusam-
bandsríki?
Það er ekki alveg rétt. Sjáðu
hvernig ESB er að fara með Letta.
Það er ljótur leikur. Taktu Írland,
sem er að lenda í geysilegri kreppu.
Er verið að hjálpa þeim eitthvað
sérstaklega? Eða Bretum?
En það er ekki heldur verið að
setja hryðjuverkalög á Íra eða kúga
þá …
Nei, en það er annað sem ræður.
Þegar Lehman Brothers fóru á
hausinn voru milljarðar dollara
færðir frá London til Washington,
þúsundir misstu vinnu sína í Lond-
on og þetta olli geysilegu tjóni
í bresku efnahagslífi. Það voru
engin hryðjuverkalög sett á Amer-
íkanana. Við vorum litli gæinn sem
var hengdur upp á snaga, öðrum til
viðvörunar. Það er umhugsunarefni
hversu skammt Bretar eru komn-
ir út úr nýlenduhugsun sinni. Þjóð-
ir hugsa fyrst og fremst um sjálfar
sig. Bandaríkin létu Bear Stearns
ekki fara á hausinn eins og Leh-
mans. Hvers vegna? Jú, níutíu pró-
sent skuldunauta Lehmans voru
utan Bandaríkjanna, en skuldu-
nautar Bear Stearns fyrir innan.
Þá er þeim bjargað. Sama gerist
í Evrópusambandsríkjum. Þar er
hugsað um nærumhverfið. Evr-
ópusambandið bjó okkur meingall-
aða löggjöf og regluverk um bak-
hjarl bankanna. Við höfum aldrei
fengið að láta reyna á hver væri
okkar raunverulegi réttur. Þetta
kerfi er smíðað til að vera bak-
hjarl banka sem kynnu að fara á
hausinn, en hvað gerist þegar heilt
efnahagskerfi fer á hliðina? Það má
draga okkur fyrir ESA til að tala
um hvernig eigi að selja brennivín,
reka ríkisútvarp eða reka félags-
legt kerfi, en þegar kemur að þjóð-
arhag er ekkert slíkt til umræðu.
Þá kalla menn bara á Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn og færa skrúfurnar
upp eftir þumlinum á okkur.
Hvernig ætlið þið í VG þá að
bjarga þjóðarhag, öðruvísi en innan
ESB?
Það er enginn sem hjálpar Íslend-
ingum við að koma sínu húsi í lag,
nema þjóðin sjálf. Það voru Íslend-
ingar sem komu okkur í þessi vand-
ræði og við verðum að súpa seyðið
af því. En við munum ekki láta lán-
ardrottna þessara manna ríða þjóð-
inni að fullu. Við látum ekki beita
okkur ofríki, en mér hafa fundist
ærnir tilburðir til þess meðal Evr-
ópuþjóða, meira að segja meðal
Norðurlanda, utan Færeyinga. ESB
er ekki hjálparstofnun.
Eins og hvað? Það er fullreynt
með norsku krónuna og varla viltu
taka upp Bandaríkjadollara. Hvað
er fleira í boði?
Ég vil íhuga þessa spurningu. Ég
held að við þurfum að skilgreina vel
hvað það var sem kom okkur inn í
þessi vandræði og hvernig við kom-
umst út úr þeim. Það er ekki lengra
síðan en 2000 að það virtist allt á
Íslandi nánast í himnalagi. Við
vorum að vísu að feta okkur út á
þessa einkavæðingarbraut og ýmis
ill teikn á lofti, en við bjuggum við
tiltölulega lága skuldastöðu, stöðug-
an hagvöxt og lága verðbólgu. Það
eru allar forsendur til að reka þetta
þrjú hundruð þúsunda þjóðfélag
þannig að gagnist okkur öllum. Við
skulum líka forðast patentlausna-
hugsun og að halda að gjaldmiðill-
inn sem slíkur bjargi okkur. Írar
eru með evru, en hún hefur ekki
bjargað þeim. Og Lettar fá ekki að
taka upp evru.
Írar þurftu ekki að leita til AGS.
Nei, þeir fóru kannski ekki eins
langt og Íslendingar gerðu. En
það er ekkert sem gerist í þessum
gjaldmiðilsmálum í bráð, nema að
við þurfum að koma okkur út úr
þessum vandræðum.
En ef við tengjum krónu við evru
í aðildarviðræðum?
Ég hef efasemdir um að sú lausn
sé gerleg eins og málum er háttað
fyrir okkur Íslendingum. Nú skul-
um við draga andann, koma okkar
húsi í lag og ná okkar skuldum
niður. Við þurfum að ræða okkur
niður á niðurstöðu, en þessi lausn
er ekki á næsta leiti.
En við getum nálgast hana, við
þurfum ekki að bíða í mörg ár með
gjaldeyrishöft …
Mér finnst það ekki markmið
númer eitt, tvö og þrjú að losna við
gjaldeyrishöftin, alls ekki. Miklu
mikilvægara er að ná vöxtum niður,
ég tel það forgangsverkefni.
Vextir í ESB eru að nálgast núll
prósent …
Já, og hvernig eru þeir í Japan?
Vextir eru ekki bara spurning um
stóran gjaldmiðil, þetta er spurning
um ákvörðun manna.
En að styrkja krónuna, ætlið þið
að taka hana alveg af markaði?
Í augnablikinu er það sjálfgert
með gjaldeyrishöftunum. Auð-
vitað er það langtímamarkmið að
styrkja hana og hafa sem sterkasta.
En í tímans rás hefur gengið sveifl-
ast til og frá og þá hefur þjóðin öll
fundið fyrir kjarasveiflunum. Þetta
hefur verið styrkur okkar samfé-
lags að við tökum skellina saman.
Af hverju finnst vinstri mönnum
gengislækkun jákvæð? Eru það
ekki sjávarútvegsmenn sem hagn-
ast á lágu gengi meðan heimilin fá
verðbólgu?
Spurningin er hvort öll heimili
taka þetta á sig eða sum. Það eru
nokkrar breytur í efnahagslífinu.
Það er verðgildi gjaldmiðilsins
og atvinnustigið, ekki satt? Hvort
viltu heldur að þjóðin taki þetta öll
í rýrnandi kaupmætti eða að lítill
hluti hennar taki það í atvinnuleysi?
Auðvitað vil ég hafa sem stöðug-
ast gengi og öflugan gjaldmiðil og
kröftugan kaupmátt. En nú erum
við að lenda í þessum skakkaföll-
um og þurfum að feta okkur út úr
þeim og það getum við aðeins gert
saman. Íslendingar kunna að leggj-
ast á árarnar saman, en þá þurfum
við að vera í sama bátnum. Það
er hlutverk stjórnvalda að koma
öllum í sama bátinn, þannig að það
sé ekki einn á skektu og annar á
lystisnekkju. Nú skulum við leggj-
ast á árarnar og síðan að ræða hvar
okkur er best borgið, á opinn og lýð-
ræðislegan hátt. Á endanum verður
það þjóðin sem ákveður þetta.