Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 06.06.2009, Qupperneq 28
28 6. júní 2009 LAUGARDAGUR F jölskylda Hörpu flutti til Seattle í Banda- ríkjunum þegar hún var fjögurra ára en á fjórtánda ári sneri hún aftur á Frón. Þá nam hún í Réttarholtsskóla en hélt svo aftur vestur yfir haf eftir sam- ræmdu prófin. Peningar fyrir skólagjöldum eru ekki hristir fram úr erminni í henni Ameríku en þar geta þau vel slagað upp í íbúðar- verð. Þá eru góð ráð dýr en Harpa dó ekki ráðalaus þótt hugur hennar stefndi til háskólanáms heldur sló tvær flugur í einu höggi. „Þegar ég uppgötvaði það að herinn myndi borga skólagjöldin fannst mér alveg upplagt að ganga í hann sem ég og gerði árið 2002,“ segir hún. „Ég myndi ekki segja að her- mennska væri eitthvað sem hefði heillað mig alla tíð en ég hef allt- af haft mikla ævintýraþrá og þetta var góð leið til að næra hana.“ Þrekvirki í þrekprófum Þótt herinn sé venjulega álitinn karlaheimur og margt þar talið konum ófært þá ákvað Harpa að reyna að vinna bug á þessu við- horfi sem er mörgum geðgróið. Hún var því ekkert að hlífa sjálfri sér þegar kom að herþjálfun eða öðrum verkefnum. „Það eru til störf sem konur mega ekki fara í en sem valkyrju finnst mér að ég verði að fara í þessi störf sem karl- ar hafa helgað sér. Við konur verð- um að minnsta kosti að fá tækifæri til að takast á við þessi svokölluðu karlaverk, annars komumst við aldrei að því hvort við getum þau í raun. Kannski gerum við þau jafn- vel betur.“ Þrek- og þolæfingar eru venju- lega ekki taldar til kvenlegra verk- efna en Harpa er við það að breyta hugmyndum kollega sinna hvað þetta varðar. „Í hernum verða allir að fara í gegnum þolpróf tvisvar sinnum á ári og ef þú vilt hækka í tign þá verður þú að ná því.“ Árangurinn er metinn eftir sérsökum stöðlum þar sem gefnir eru punktar. 300 punktar teljast 100 prósent árang- ur og keppandi verður að ná að minnsta kosti 60 prósent árangri til að standast prófið. Keppt er í þremur þrautum; armbeygjum, magauppréttum og tveggja mílna hlaupi og var árangur Hörpu met- inn vel yfir 100 prósent samkvæmt þessum stöðlum. „Það gaf mér rétt til að taka þátt í Iron Voyager- keppninni fyrr í þessum mánuði. Í henni er aftur keppt í þessum þremur þrautum en þeir sem ná ekki 100 prósenta markinu detta úr leik. Þeir sem standa þessar þraut- ir af sér keppa hins vegar í tveim- ur þrautum til viðbótar.“ Alls 25 keppendur mættu til leiks, þar af voru einungis þrjár konur. Eftir þrautirn- ar þrjár voru báðar kynsystur hennar dottnar úr keppni og eins þrettán aðrir keppendur. Átta náðu 500 punkta- markinu sem gefur keppendum heimt- ingu á titlinum The Iron Voyagager. „Ég fékk 595 stig og var sem sagt stigahæst,“ segir Harpa af mik- illi hógværð. Körlunum þykir erfitt að vera númer tvö Að vera kona frá Íslandi í bandaríska hernum og berjast þar fyrir jafnrétti kynjanna er varla ávísun á mikl- ar vinsældir, eða hvað? „Kannski ekki en það er ekki mitt markmið að vera vinsæl. Jafnrétti er líka það mikilvægt að ég er til í að fórna nokkrum vinsældum fyrir það.“ En það eru ekki allir til í að fórna jafn miklu fyrir jafnréttið. „Þeim sem var næsthæstur í Iron Voyager-keppninni þótti það nokk- uð súrt í broti að ég skyldi verða efst. Reyndar viðurkennir hann það ekki að ég sé ofar en hann því stigagjöfin er mismunandi hjá kynjunum.“ En einn hermaður kætist meira yfir árangri hennar en aðrir. „Kær- asti minn er í hernum og hann skilur þetta þol- þrautabrölt mitt afar vel enda værum við varla saman ef það væri ekki skilningur á þessu. Hann samgleðst mér og hvetur mig en svo vill það bregða við að félagar hans gantast eitthvað við hann út af mér en ég er auðvitað ekkert að fetta fingur út í það. Þetta kallast náttúrulega bara öfund á manna- máli og hver og einn verður að taka á sinni öfundsýki sjálfur.“ Hún er líka vön að taka gríni beinist það að henni. „Ég hef verið að þjálfa samnemendur mína í her- skólanum,“ segir hún „og einhverju sinni var það sagt þegar ég var að djöflast með þeim að þarna kæmi „The Viking slavedriver“. Ég tek þessu bara með brosi á vör,“ segir víkingurinn og þrælapískarinn. Margt heillandi við herinn Harpa kemur reglulega til Íslands og hittir ættingja og vini. En eru það ekki viðbrigði að koma úr heraganum til hins taumlausa Íslands til að eiga við eyjarskeggja sem eru þekktir af öðru en aga og reglu? „Ég finn alltaf sterka teng- ingu við Ísland og finnst ég allt- af vera Íslendingur. Og þó svo að einhverjir Íslendingar kjósi að lifa sínu lífi í óreglu þá pirrar það mig alls ekki. Við lærum ekki aðeins aga í hernum, við lærum til dæmis um þolinmæði og ég kann alveg að nýta mér það sem ég lærði þá.“ En hvað segja íslenskir félagar hennar um það að hún skuli hafa kosið sér starfsframa innan banda- ríska hersins? „Þeir sem þekkja mig skilja þetta mjög vel. Þótt heragi, armbeygjur og „situps“ hljómi ekki skemmtilega er margt mjög heillandi við herinn. Þarna hef ég kynnst alls konar fólki sem ég myndi aldrei hafa nokkur kynni af á öðrum starfsvettvangi. Og fólk vinnur mjög náið saman svo þarna myndast mikil samkennd.“ Víkingurinn í Vesturheimi Íslendinga má finna víða um heim og í ýmsum störfum. Harpa Magnúsdóttir er undirlautinant í bandaríska hernum. Hún læð- ist ekki með veggjum í hermenningunni sem mótuð er af körlum. Jón Sigurður Eyjólfsson blaðamaður ræddi við þessa valkyrju sem vann mikla þrekraunakeppni hersins, sumum karlanna til mikillar armæðu. EKKERT VÆL HÉRNA Harpa Magnúsdóttir kallar ekki allt ömmu sína þótt hún sé í heimsókn hjá henni hér á landi þessa dagana. Sumir karlanna sem þurfa að lúta í lægra haldi fyrir henni taka því misvel. MEÐ HJÁLM Á HÖFÐI OG BROS Á VÖR Hermennskan er ekkert grín en hver segir að maður geti ekki brosað annað slagið? 60 armbeygjur á tveimur mínútum 87 magauppréttur Hleypur tvær mílur á 13,59 mínútum ÁRANGUR HÖRPU Í ÞREKPRÓFUM UNDIRLAUTINANTINN Í BÚNINGNUM.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.