Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 35
Þótt sólin feli sig stundum á bak við skýin þarf ekki að blása garð-veisluna af og færa sig inn. Betra
er að fara í hlýja peysu yfir sumarklæð-
in, vefja svo um sig teppi og njóta þess
að vera undir berum himni.
Þetta segir Marentza Poulsen sem
hefur rekið Café Flóruna í Grasa-
garðinum í áraraðir. Þar hefur hún
haldið ófáar garðveislur og er því
ekki lengi að dekka fallegt og sum-
arlegt veisluborð. Til þess notar
hún að sjálfsögðu aðföng úr garðinum,
rósir í öllum regnbogans litum og bleikar
hortensíur. Á servíettunum hvíla maríu-
stakkar til skrauts en þá segir Marentza
að finna megi í flestöllum görðum.
Til garðveislunnar bauð Marentza
vinum sínum, kokkunum Sæmundi
Kristjánssyni og Þorkatli Andréssyni,
og Hildi Úu Einarsdóttur, matgæðingi og
tilvonandi kokki. Öll báru þau sitthvað á
veisluborðið.
„Ég ber þennan rétt oft fram í partíum,
enda er hann einfaldur og hægt að útbúa
hann allan á grillinu,“ segir Sæmund-
ur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Á
næstu gröstum, sem ber fram röstikart-
öflur með grilluðu grænmeti.
Laxinn hennar Marentzu fer vel
við rétt Sæmundar en hann ber hún
fram með sítrónu-kartöflumauki og
kryddjurtapestói beint úr garðinum.
Marentza fékk þau Þorkel og Hildi Úu
til að aðstoða sig við matseldina á Café
Flórunni í sumar, þar sem er nú í fyrsta
sinn hægt að fá heita rétti. Til sumar-
veislunnar báru þau bæði ítalskar kræs-
ingar; Þorkell focaccia-brauð og Hildur
Úa bakaðan geitaost á tómatólífubrauði.
Allir eru réttirnir gómsætir og búa
yfir þeim skemmtilega eiginleika að vera
einfaldir. - hhs
Sumarveisla í Grasagarðinum
Fjórir matgæðingar komu
saman í Grasagarðinum
í Laugardalnum og
slógu upp dýr-
indis garðveislu
á örskots-
stundu.
matur
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]
júní 2009
Hressandi í
heitu veðri
Brynjólfur Garðarsson,
yfirmatreiðslumeistari
Portsins í Kringlunni,
framreiðir gott og
fljótgert brauð og tvo
svalandi drykki.
BLS 6-7
FRAMHALD Á BLS. 4
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.I
S
/N
AT
4
40
74
1
0/
08