Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 72

Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 72
44 6. júní 2009 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Í upphafi tíunda áratugarins, þegar ég var ungur og afar mismyndarlegur maður (það fór eftir dagsforminu eins og gengur og gerist hjá frumgelgjum) fannst mér eins og allir fylgdust grannt með bandaríska körfuboltanum, NBA. Í það minnsta til- heyrðu nánast allir í mínu nánasta umhverfi þeim stóra hópi sem hreifst ótæpilega af þeim ótrúlegu tilþrifum sem Michael Jordan, Larry Bird, Charles Barkley, Isiah Thomas og ámóta kónar sýndu á völlunum þar vestra (að ógleymdum meistaranum sjálfum, Magic Johnson, sem er besti körfuknattleiksmaður allra tíma. Ég blæs á allar vangaveltur um annað). Einar Bollason fór á kostum í beinum útsendingum frá leikjum á Stöð 2 og allt var í blóma. Svo um miðbik áratugarins hófu margar af helstu stórstjörnum heimsfótboltans að iðka grein sína í Englandi. Það er óhætt að segja að sprenging hafi orðið í áhuga á ensku deildinni á þessum tíma, þótt ekki hafi hann verið lítill fyrir. Áhuginn á NBA- deildinni dvínaði í réttu hlutfalli. Grunn- skólabörn sem áður báru stolt derhúfur merktar Los Angeles Lakers og Chicago Bulls fóru að ganga í treyjum frá Liverpool og Arsenal, og meira að segja fundust örfáir, og finnast enn, sem studdu lið Manchester United. Ótrúlegt en satt. Að sjálfsögðu hefur NBA-deildin alla tíð átt sína hörðu aðdáendur hér á landi. En ég kalla eftir viðlíka almennum áhuga og tíðk- aðist hér í den. Núna er tíminn. Yfirstand- andi úrslitakeppni er ein sú skemmtilegasta í áraraðir. Úrslitaeinvígi Lakers og Orlando Magic lofar sannarlega góðu. Það eina sem varpar skugga á gleðina er tímasetningin á leikjunum. Gera skipuleggjendurnir sér ekki grein fyrir því að það er fólk að fylgjast með uppi á Íslandi? I love this game NOKKUR ORÐ Kjartan Guðmundsson Ég gleymdi að spyrja, en hvernig fór leikurinn hjá ykkur? Hann fór vel! Settirðu hann? Smellti boltanum, skeytin inn! Og þú hefur ekki sagt neitt? Ekkert stórmál! Sjálfsmark og þið töpuðuð eitt núll!Góða nótt! Takk fyrir mig! Við ættum að fá okkur húsbíl með svona DVD-spilara. Já og leikja- tölvu! Og stórum leður- stólum með púðum undir olnbogana og drykkjarstöndum! Frábært! Gleymið þessu, engan húsbíl hér. Gott hjá þér að standa fast á þinni skoðun. Hvaða skoðun? Ég vil bara ekki að krakk- arnir fái flottari afþreyingu en finnst heima í stofu! Hæ, Palli! Hæ, ástin mín! . Palli, ég er mamma þín, ég er ekki einhver „ástin þín“ já, það er fínt, það gengur líka upp á fleiri sviðum. „Matur“ Ókei, ég skil. Ég kýs frekar eitt- hvað móðurlegt, eitthvað sem byrjar á „m“. Ég segi þetta við alla, þetta er sagt af ást og umhyggju. Við erum í smá vandræðum. Ég er leðurblaka og er bara að hanga hérna. Hver ert þú, og hvað ertu að gera uppi á lofti? Snökt Hvíl í friði Georg goggur Verpt árið 2007 Spældur 2007 RÁÐSTEFNA OG SÝNING Frá hönnun til útflutnings P IP A R P IP S ÍÍÍ • S Í • 9 A • 9 A • A • A • •• A •• A • A ••••• A •• A • AAAAA 0 9 81 0 9 www.utflutningsrad.is Útflutningsráð Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands standa fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 11. júní kl. 9:00–12:00 í húsakynnum Kaupþings að Borgartúni 19. Á ráðstefnunni kynna fyrirtæki og hönnuðir afrakstur verkefnisins Frá hönnun til útflutnings og þann árangur sem verkefnið hefur skapað. Auk þess mun hinn margverðlaunaði danski hönnuður, Kasper Salto, halda fyrirlestur um samstarf sitt við ýmis fyrirtæki. Markmið verkefnisins „Frá hönnun til útflutnings“ er að leiða saman fyrirtæki og hönnuði í vöruþróun til útflutnings. Samstarfinu er ætlað að efla þátt hönnunar innan fyrirtækja með það að leiðarljósi að skapa ný tækifæri í útflutningi og innleiða sýn hönnunar við þróun á útflutningsvöru og þjónustu. KASPER SALTO 1967. Í verkum Kaspers Salto má sjá danska húsgagnahönnun birtast í samspili við alþjóðlega iðnhönnun. Salto lauk námi frá Danmarks Designskole árið 1994 og hefur síðan starfað með stórfyrirtækjum á borð við Fritz Hansen, Botium o.fl. auk þess að starfa með Dansk Design Center og Bella Center. Salto hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum og er marg- verðlaunaður fyrir hönnun sína. www.kaspersalto.com Dagskrá: Setning fundar Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Björn H. Reynisson, verkefnisstjóri frá Útflutningsráði Kynningar fyrirtækja og hönnuða Kaffihlé Kynningar fyrirtækja og hönnuða Kasper Salto hönnuður heldur fyrirlestur um samstarf hönnuðar og fyrirtækja Umræður Ráðstefnulok 09:00 09:05 09:10 09:20-09:50 09:50 10:10-10:50 10:50 11:35 11:55 Fyrirtæki og hönnuðir sem tóku þátt í verkefninu: Fossadalur ehf. Snorri Valdimarsson Villimey ehf. Project Glófi ehf. Laufey Jónsdóttir Saga Medica ehf. Kristrún Hjartar Flúrlampar ehf. Batteríið ehf. J&S gull ehf. Pipar ehf. Intelscan ehf. Project Verð kr. 265.000.- Hrein fjárfesting ehf Dalbraut 3 105 reykjavík • rainbow@rainbow.is Sími verslun 567 7773 . kvöld og helgar 893 6337 www.rainbow.is Rainbow Bjóðum nokkrar Rainbow á 186,000 Eða gömul Rainbow upp í nýja tilboð 155,000 Eigum einnig notaðar yfi rfarnar rainbow með ábyrgð verð 80.000 tilboð 58.000 meðan byrgðir endast.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.