Fréttablaðið - 06.06.2009, Side 76

Fréttablaðið - 06.06.2009, Side 76
 6. júní 2009 LAUGARDAGUR Sögustund.is, heimasíða sem inniheldur lesið barnaefni, verð- ur formlega tekin í notkun í dag. Heimasíðan er hugarfóstur leik- konunnar Kristjönu Skúladóttur og mun allur ágóði hennar fyrstu tvo mánuðina renna óskiptur til SOS- barnaþorpanna á Íslandi. „Ég hef gengið með þessa hugmynd nokkuð lengi og hún hefur svo með tíman- um þróast í þessa átt. Eiginmaður minn sá um uppsetningu vefjarins, en ég safnaði saman sögunum og las inn, þetta er því hálfgert fjöl- skyldufyrirtæki,“ segir Kristjana um tilurðina. Á síðunni er meðal annars að finna gömul íslensk ævintýri í bland við Grimms-ævin- týri auk annarra perlna og líkt og áður hefur komið fram mun allur ágóði af sögunum renna óskipt- ur til SOS-barnaþorpanna. „Mér finnst hugmyndin að baki SOS- barnaþorpunum vera stórkostleg og mig langaði að leggja þeim lið. Þetta er brýnt málefni og þó að kreppi að hérna núna þá megum við ekki gleyma öðrum á meðan,“ segir Kristjana og tekur fram að von er á fleiri sögum inn á vefinn í framtíðinni. „Þetta er bara byrj- unin, síðan mun vaxa og dafna í framtíðinni.“ Vefsíðan opnar í dag á afmælis- degi SOS-barnaþorpanna og verð- ur afmælishóf haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni dagsins. „Ég vona að undirtektirnar verði góðar því við viljum reyna að styrkja SOS eins og við mögulega getum,“ segir Kristjana að lokum. - sm Perlur og ævintýri KRISTJANA SKÚLADÓTTIR opnar síðuna sögustund.is í tilefni afmælis SOS- barnaþorpanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Notaðar konur, eða Sec- ondhand Women, standa fyrir sýningunni Money Transformance í Hafnar- fjarðarleikhúsinu um helg- ina. Í hópnum eru Stefanía Thors frá Íslandi, Helena Kvint frá Danmörku, og Daniela Voráckova, Halka Trešnaková og Petra Lust igová frá Tékklandi. Sýningin er óhefðbundin og fjallar um peninga í sínum ýmsu myndum. „Svo gerum við líka grín að þessu. Frændi minn er Björgólfur Thor,“ segir Stefanía. Hún segir sýning- una fulla af húmor og byggja á per- sónulegri reynslu. Verkið er flutt á íslensku og ensku. Sýningin bregð- ur upp mynd af mismun þeirra sem eru uppaldir í vestrinu og þeirra í austri.Sýningin er leikin á íslensku og ensku. „Við ákváðum að gera þessa sýn- ingu um peninga fyrir um tveim- ur árum. Svo skall kreppan á og þá fengum við enn frekari ástæðu til. Vinkona mín í Danmörku missti allan sparnaðinn sinn og ég missti líka pening,“ segir Stefanía. „Þær okkar frá Tékklandi áttu engan sparnað til að tala um. Þær eru ekk- ert að tapa á þessari kreppu, heldur er alltaf kreppa í Tékklandi. Þær eru ekki búnar að missa vinnuna, þær hafa aldrei verið ráðnar.“ Hópurinn, sem á bækistöðvar í Tékklandi, er fyrsti leikkvennahóp- urinn þar eftir byltingu. Þær eru í fyrsta skipti á Íslandi, en halda héðan til Danmerkur og Svíþjóðar. - kbs Notaðar konur SJÁLFSGAGNRÝNAR Leikhópurinn Notaðar konur er ekki hræddur við að gera grín að sjálfum sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Norrænt bókband 2009 Ný sýning í bókasal Þjóðmenningarhússins. Hér sýna 89 norrænir bókbindarar verk sín. Allir bundu þeir sömu bókina, Norðanvind, hver á sinn hátt. Í bókinni eru ljóð eftir 18 norræn skáld og grafískar teikningar eftir íslenska listamenn. Sýningin er opin alla daga kl. 11 – 17. Henni lýkur 7. ágúst nk. The Culture House – Þjóðmenningarhúsið National Centre for Cultural Heritage Hverfi sgata 15 · 101 Reykjavík (City Centre) Tel: 545 1400 · www.thjodmenning.is Opið daglega kl. 11.00 – 17.00 Open daily between 11 am and 5 pm. Leiðalýsing og skemmtun um landið í sumar Handhægar bækur í ferðalag- ið um Ísland sem opna þér nýja áfangastaði og leiðir í alfaraleið og um óbyggðir. Og ekki sakar að bæta við leikjabókinni 10x10 leikir. 3.990 kr. 3.990 kr. 3.490 kr. 3.690 kr. 1.790 kr. 10x10 leikir Íslensk fjöll 101 Ísland Kortabók Ferðahandbók fjölskyldunnar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.