Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 2
2 8. júní 2009 MÁNUDAGUR Andrés, hlýtur ekki Ólafur eða Eiður titilinn? „Það koma allir góðir Evrópusinnar til greina.“ Evrópusamtökin munu kynna Evrópu- mann ársins á miðvikudaginn. Ólafur Stefánsson var Evrópumeistari í hand- bolta og Eiður Smári Guðjohnsen í fótbolta. Andrés Pétursson er formaður Evrópusamtakanna. BRASILÍA, AP Brasilíski flugherinn greindi frá því í gær að fjögur lík til viðbótar hefðu fundust í Atlants hafi nærri þeim stað þar sem talið er að farþegavél Air France hafi brotlent fyrir viku síðan, en áður höfðu tvö lík fund- ist á svipuðum slóðum. Talsmenn hersins sögðu enn fremur að menn sem leituðu úr lofti hefðu komið auga á nokkur lík til viðbótar og sent skip á vett- vang. Þá fundust tvö farþegasæti merkt Air France á floti í sjónum. Líkin fundust um sjötíu kíló- metra frá þeim stað þar sem til- kynning barst frá vélinni um að eitthvað alvarlegt væri á seyði. Alls voru 228 manns um borð og eru allir taldir af. - ve Allir í vél Air France taldir af: Sex lík hafa fundist í sjónum BRAK ÚR VÉLINN Brasilískir hermenn við brak úr Air France-flugvélinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LONDON Gordon Brown, forsætis- ráðherra Bretlands, ætlar ekki að segja af sér embætti þrátt fyrir mikinn þrýsting frá Falconer lávarði, fyrrverandi dómsmála- ráðherra landsins. Á verkamannaráðstefnu í London sem fram fór í gær sagði Brown að hann ætlaði að standa með fólkinu á þessum erfiðu tímum. Falconer lávarður sagði í samtali við BBC að hann efaðist um að samstaða innan Verkamannaflokkurinn myndi haldast ef Brown héldi áfram um stjórnartaumana. Falconer var einn nánasti samstarfsmaður Tonys Blair, fyrrverandi leiðtoga Verkamanaflokksins, og hefur verið sakaður um að styðja ekki Brown í embætti. Þá hefur Peter Hain, ráðherra Wales, sagt að niður- staða kosninganna til Evrópuþings- ins muni verða skelfileg. Innanríkisráðherrann Alan Johnson, sem er talinn líklegastur til að taka við af Brown, sagð- ist ósammála Falconer. „Ég held að Brown sé besti maðurinn í starfið.“ Á ráðstefnunni í gær hóf Brown ræðu sína á léttu gríni en sagði svo: „Hvað myndi fólk halda um ríkisstjórn Verkamannaflokksins sem stæði frammi fyrir efnahags- kreppu en sneri baki við fólki í hvert skipti sem það þyrfti á henni að halda? Við ætlum að standa með fólkinu og vinna úr vandanum með því.“ Sex ráðherrar úr stjórn Verkamannaflokksins hafa sagt af sér embætti á síðustu vikum. - ve Brown vill ekki segja af sér þrátt fyrir mikinn þrýsting: Brown heldur vígreifur áfram GORDON BROWN Forsætisráðherrann svaraði gagnrýnendum fullum hálsi á fundi í London í gær. NORDICPHOTOS/AFP ELDSVOÐI Maðurinn sem slapp út úr eldsvoða í einbýlishúsi á Kleppsvegi á laugardagsmorgun var í töluverðri lífshættu að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Hann náði að koma sér út um dyrnar eftir að bensíni hafði verið skvett yfir innanstokksmuni og kveikt í. Að sögn lögreglunnar varð framhlið hússins mjög fljótt alelda og því þurfti maðurinn, sem er á sextugsaldri, að hafa sig allan við til að komast út í tæka tíð. Var hann heill á húfi þegar fyrsti bíll slökkviliðsins kom á vettvang. Töluverður eldur var þá í húsinu sem teygði sig upp í risið. Þrír karlmenn sem voru hand teknir vegna eldsvoðans hafa verið úrskurðaðir í gæslu- varðahald. Konu sem var einnig handtekin hefur verið sleppt. Fólkið, sem er allt á þrítugs aldri, hefur áður komið við sögu lög- reglu. Málið er í rannsókn og gat lögreglan því ekki tjáð sig um hvað fólkinu gekk til. Húsið, sem er á horni Langholtsvegar og Kleppsvegar, er talið nánast ónýtt. - fb Kveikt í einbýlishúsi við Kleppsveg: Þrír menn í gæsluvarð- hald vegna íkveikju HÚSIÐ Á KLEPPSVEGI Einbýlishúsið sem brann á Kleppsvegi er talið nánast ónýtt eftir eldsvoðann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylk- ingar, gagnrýnir Ögmund Jónas- son heilbrigðisráðherra harkalega vegna ummæla sinna í Fréttablað- inu á laugardag. Þar ber hann upp þá hugmynd að breyta lögum um Seðlabankann þannig að hann verði ekki sjálfstæð stofnun. „Ég tel það mjög óheppilegt að ráðherra sé óbeint að hóta Seðla- bankanum með þessum hætti,“ segir Sigríður Ingibjörg. Hún segir mikilvægt að peningamála- nefnd Seðlabankans verði áfram óháð ríkisstjórninni og veiti henni aðhald með ríkisfjármálin. Hún vísar síðan í ákvörðun Seðlabank- ans um að lækka stýrivexti ein- ungis um eitt prósent en Ögmund- ur gagnrýndi einmitt þá ákvörðun. „Augljóslega vill bankinn fá bein- ar tillögur í hendurnar frá ríkis- valdinu í stað þess að fá aðeins munnleg vilyrði. Með því er verið að sýna ríkinu aðhald og þá væri ráðherrum hollara að bregðast við með því að búa svo um hnút- ana í sínu ráðuneyti að hægt verði að lækka vexti í stað þess að vera með svona óbeinar hótanir.“ Hún segir þó peningamálanefnd alls ekki hafna yfir gangrýni. „Við getum vissulega haft okkar skoð- anir á þeim ákvörðunum sem tekn- ar eru í Seðlabankanum en það er einnig mikilvægt að þær ákvarð- anir séu teknar á faglegum for- sendum en ekki pólitískum. Eins og málum er nú háttað held ég að við getum treyst því að svo sé, í það minnsta tel ég hann hafa stað- ið faglega að málum.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þessa hugmynd afar óskynsamlega. Ráð- herra verði að þola aðhaldið og gagnrýnina. „En það kemur ekk- ert á óvart að fá hugmynd úr þess- ari átt sem miðar að því að koma sem mestu ákvörðunarvaldi undir stjórnmálamenn,“ segir hann. „Það sem ráð- herra, sem er óánægður með vaxtaákvörðun Seðlabankans, þarf að gera er að líta sér nær. Stjórnarinnar bíðu r sk ý r t afmarkað verk- efni og það er að skapa traust og tiltrú á að hún hafi náð utan um vandann og sé með trúverðugar tillögur um hvernig skuli unnið á honum. Þessu hefur hún ekki risið undir svo það ætti ekki að koma þess- um mönnum svo á óvart að vaxta- lækkunarferlið sé ekki hraðara en þetta.“ jse@frettabladid.is Segir ráðherra hóta Seðlabanka óbeint Þingmaður Samfylkingar segir óeðlilegt að heilbrigðisráðherra hóti Seðlabank- anum óbeint þótt honum líki ekki við ákvörðun peningamálanefndar. For maður Sjálfstæðisflokksins segir ráðherra verða að þola aðhaldið og gagnrýnina. ÖGMUNDUR JÓNASSON SIGRÍÐUR INGI- BJÖRG INGADÓTTIR BJARNI BENEDIKTSSON Hraðakstur í Borgarnesi Tveir ökumenn um tvítugt voru handteknir undir áhrifum fíkniefna af lögreglunni í Borgarnesi á laugardags- kvöld og aðfaranótt sunnudags. Auk þess voru ellefu ökumenn stöðvaðir fyrir hraðakstur. Slys í Súgandafirði Karlmaður á sextugsaldri var fluttur alvarlega slasaður með flugi á sjúkra- hús í Reykjavík eftir umferðarslys í Súgandafirði gærmorgun. Sjálfsvíg fanga í rannsókn Bráðabirgðaniðurstöðu er hugsanlega að vænta í dag vegna rannsóknar á láti fangans sem framdi sjálfsvíg í lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Bílvelta á Gjábakkavegi Bílvelta varð á Gjábakkavegi um þrjú- leytið í gær. Slysið varð þegar tveir bílar mættust á veginum og fór annar þeirra út af og stöðvaðist á toppnum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi slas- aðist enginn alvarlega. LÖGREGLUFRÉTTIR SEÐLABANKINN Stjórnarþingmaður vill að bankinn verði áfram sjálfstæð stofnun, ólíkt því sem heilbrigðisráðherra vill. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Karlmaður á þrí- tugsaldri situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að innflutn- ingi á töluverði magni af fíkniefn- um. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá lögreglunni í Reykjavík. Maðurinn var handtekinn 22. maí vegna málsins og úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 2. júní. Vegna rannsóknarhagsmuna var varðhaldið framlengt til 12. júní. Maðurinn kærði báða gæsluvarð- haldsúrskurðina til Hæstaréttar, sem staðfesti fyrri úrskurðinn en hefur enn ekki tekið afstöðu til síðari kærunnar. - fb Karlmaður á þrítugsaldri: Í gæsluvarðhald vegna fíkniefna DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, en honum er gert að sök að hafa ráð- ist að tveimur lögreglu mönnum við skyldustörf á Akureyri í júní í fyrra. Samkvæmt ákæru skallaði hann tvo lögreglumenn á þrítugs- aldri í andlitið, og hrækti tvíveg- is ofan í hálsmál annars þeirra. Báðir lögreglumennirnir mörðust í framan. Ákæran var þingfest í Héraðs dómi Norðurlands eystra fyrir helgi. Sakborningurinn tók sér frest til að taka afstöðu til ákæruefnisins. - sh Ungur Akureyringur: Ákærður fyrir hráka í hálsmál EFNAHAGSMÁL „Maður sér að menn eru komnir á fullt að vinna að þessu,“ segir Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, en hann sat á fundi Stein- gríms J. Sig- fússonar fjár- málaráðherra í gær ásamt fulltrúum Alþýðusam- bandsins, BSRB, BHM og fleiri. Ráðherra gerði grein fyrir því hvernig ríkið hygðist spara tuttugu milljarða á þessu ári og 150 milljarða á næstu þremur. Í lok þessarar viku verða tillög- urnar er varða einungis þetta ár kynntar í þinginu en hinar síðar í mánuðnum. - jse Fundað með fjármálin: Línur að skýrast um niðurskurð VILHJÁLMUR EGILSSON STJÓRNMÁL Kosningum til Evr- ópuþingsins hjá aðildarríkjum Evrópusambandsins lauk í gær. Hægrimiðjuflokkar í mörgum af stærstu ríkjum Evrópu fengu bestu kosninguna samkvæmt fyrstu tölum. Vinstriflokkar í löndum á borð við Frakkland, Ítalíu og Þýskaland misstu því fylgi sitt. Fyrstu tölur sýndu að hægri- miðjuflokkar myndu fá á bilinu 263-273 sæti í þinginu, sem hefur alls 736 þingsæti. Talið var að vinstriflokkar fengju á bilinu 155-165 sæti. Eva Joly, ráðgjafi embættis sérstaks saksóknara á Íslandi, náði kjöri. - fb Kosningar til Evrópuþingsins: Hægrisveifla í Evrópuþinginu SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.