Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 34
22 8. júní 2009 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Upplifið nýjasta S ims leikinn sem e r mun stærri, opnari og fjölbreyttari en á ður! SENDU SM S EST SIMS Á NÚMERIÐ 1900 - ÞÚ GÆ TIR UNNÐ E INTAK! Fullt af aukavinni ngum: Tölvuleikir , DVD myndir, g os og margt fleira ! KOMIN N Í ELKO! 9. HVER VINNUR! 199 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður. 8 Besti leikmaður íslenska liðsins og sá til þess að Ísland var ekki niðurlægt í fyrri hálfleik. Gat lítið gert við mörkunum. Virkaði á köflum óöruggur í aðgerðum en komst upp með það. Átti margar frábærar vörslur í leiknum. Grétar Rafn Steinsson, hægri bakvörður. 5 Óvenju þunnt framlag frá Grétari. Lét leika sig á stundum grátt í fyrri hálfleik en óx ásmegin og var betri í þeim síðari. Vantaði miklu meira framlag frá honum í sókninni og ferðirnar upp kantinn of fáar. Hermann Hreiðarsson, miðvörður. 7 Ekki sérstakur í fyrri hálfleik, líkt og aðrir, en steig heldur betur upp í síðari hálfleik. Gekk þá fram með góðu fordæmi, lét finna fyrir sér, barði frá sér og barði kjark í brjóst félaga sinna. Kristján Örn Sigurðsson, miðvörður. 7 Var magnaður í síðari hálfleik eins og Hermann. Stöðvaði fjölmargar sóknir og hollensku strákarnir fengu ekkert ókeypis hjá honum og Hermanni í seinni hálfleiknum. Skoraði svo gott mark í lokin. Indriði Sigurðsson, vinstri bakvörður. 5 Óx ásmegin eins og öðrum leikmönnum. Indriði þekkir sín takmörk og er ekki að gera hluti sem hann ræður ekki við. Varðist vel í síðari hálfleik en hefði mátt styðja betur við sóknina eins og Grétar enda leikmaður með góðar spyrnur. Stefán Gíslason, tengiliður. 3 Hægur og ekki nógu grimmur. Enn og aftur virkaði hann í það minnsta númeri of lítill fyrir landsleiki. Hefði mátt fara fyrr af velli. Helgi Valur Daníelsson, tengiliður. 3 Algjör farþegi í fyrri hálfleik og var réttilega tekinn af velli í hálfleik. Náði ekki að fylgja eftir góðum síðasta leik hjá sér, því miður. Pálmi Rafn Pálmason, tengiliður 4 Byrjaði á miðjunni en fór svo fram. Þar var hann ákaflega einmana oft á tíðum. Mátti ekki við margnum og svo vantaði kannski gæðin líka. Barðist þó vel allan tímann og gerði það sem hann gat. Bjarni Ólafur Eiríksson, vinstri kantmaður. 6 Stóð sig vel í nýrri stöðu og kom eflaust mörgum á óvart. Var áræðinn, duglegur og reyndi að búa eitt- hvað til, ólíkt flestum öðrum. Það gekk á stundum ágætlega. Einn besti leikur hans með landsliðinu. Birkir Már Sævarsson, hægri kantmaður. 2 Áhorfandi með besta sætið á vellinum. Var átakanlega slakur og tók nákvæmlega engan þátt í leiknum. Ótrúlegt að hann hafi fengið 90 mínútur. Hefur ekki enn sýnt að hann eigi skilið sæti í byrjunarliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen, framherji. 6 Sem fyrr gerðist ekkert í sóknarleik íslenska liðsins á meðan hann var frammi. Bestu sóknartilburðir leiksins hjá Íslandi komu þegar hann fór inn á miðjuna þar sem hann á að vera. VARAMENN: Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á fyrir Helga Val á 46. mínútu. 7 Kom með mikinn kraft á miðjuna og veitti ekki af þar sem miðjumenn liðsins voru í hlutverki áhorfenda í fyrri hálfleik. Spilaði virkilega vel og hlýtur að vera í byrjunarliðinu á miðvikudag. Aron Einar Gunnarsson kom inn á fyrir Stefán á 68. mínútu. 6 Kom inn fyrir meiddan Stefán sem hefði átt að fara fyrr af velli. Miklu meiri kraftur í honum en Stefáni og hann skilaði meira á sínum tíma en Stefán á 68 mínútum. Íslenska liðið þarf líka á innköstum hans að halda enda kemur lítið út úr sóknarleiknum og föstu leikatriðin því liðinu mikilvæg. Arnór Smárason kom inn fyrir Bjarna Ólaf á 76. mínútu. - FRAMMISTAÐA LEIKMANNA Laugardalsv., áhorf.: 10.000 Ísland Holland TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 4–15 (2–9) Varin skot Gunnleifur 5 – Martin 1 Horn 2–7 Aukaspyrnur fengnar 10–16 Rangstöður 2–3 0-1 Nigel de Jong (9.) 0-2 Mark van Bommel (16.) 1-2 Kristján Örn Sigurðsson (88.) 1-2 Mike Dean (7) 1. RIÐILL Svíþjóð-Danmörk 0-1 - Thomas Kahlenberg. Albanía-Portúgal 1-2 Erjon Bogdani - Hugo Almeida, Bruno Alves. 1. Danmörk 16, 2. Ungverjaland 13, 3. Portúgal 9, 4. Svíþóð 6, 5. Albanía 6, 6. Malta 1. 3. RIÐILL Slóvakía-San Marínó 7-0 1. Slóvakía 15, 2. Norður-Írland 13, 3. Pólland 10, 4. Tékkland 8, 5. Slóvenía 8, 6. San Marínó 0. 4. RIÐILL Aserbaijan-Wales 0-1 - David Edwards. Finnland-Liechtenstein 2-1 Mikael Forssell, Jonatan Johansson - Mario Frick. 1. Þýskaland 16, 2. Rússland 12, 3. Finnland 10, 4. Wales 9, 5. Aserbaijan 1, 6. Liechtenstein 1. 6. RIÐILL Kasakstan-England 0-4 - Gareth Barry, Emile Heskey, Wayne Rooney, Frank Lampard (víti). Króatía-Úkraína 2-2 Mladen Petric, Luka Modric - Andriy Shevchenko, Oleksiy Gai. Hvíta-Rússland-Andorra 5-1 1. England 18, 2. Króatía 11, 3. Hvíta Rússland 9, 4. Úkraína 8, 5. Kasakstan 3, 6. Andorra 0. 7. RIÐILL Litháen-Rúmenía 0-1 Serbía-Austurríki 1-0 1. Serbía 15, 2. Frakkland 10, 3. Litháen 9, 4. Austurríki 7, 5. Rúmenía 7, 6. Færeyjar 1. 8. RIÐILL Búlgaría-Írland 1-1 Dimitar Telkiyski - Richard Dunne. Kýpur-Svartfjallaland 2-2 1. Ítalía 14, 2. Írland 13, 3. Búlgaría 8, 4. Kýpur 5, 5. Svartfjallaland 4, 6. Georgía 3. 9. RIÐILL Ísland-Holland 1-2 Makedónía-Noregur 0-0 1. Holland 18, 2. Skotland 7, 3. Ísland 4, 4. Make- dónía 4, 5. Noregur 3. ÚRSLIT Í UNDANKEPPNI HM 2010 FÓTBOLTI Holland tryggði sér far- seðilinn á HM í Suður-Afríku næsta sumar með sigri á Íslandi, 1-2, á Laugardalsvelli á laugar- dag. Mörk hollenska liðsins komu á fyrstu sextán mínútum leiksins en Kristján Örn Sigurðsson klóraði í bakkann fyrir Ísland undir lokin. Fótboltinn sem Hollendingar spiluðu í fyrri hálfleik er einhver sá allra flottasti sem undirritaður hefur séð á Laugardalsvelli. Hol- lendingar hreinlega léku sér að íslenska liðinu og sundurspiluðu það. Holland átti ellefu skot í hálf- leiknum en Ísland aðeins eitt. Sú tölfræði segir meira en mörg orð um gang mála í hálfleiknum. Nigel de Jong kom Hollandi yfir eftir níu mínútna leik með skalla af stuttu færi. Þar klikkaði varnar- leikurinn og talningin í vörninni og var enginn að dekka de Jong sem þakkaði fyrir sig. Ódýrt mark. Síðara mark Hollendinga var einnig aðeins of ódýrt. Þá fékk Mark van Bommel allt of mikinn tíma til að athafna sig fyrir utan teig áður en hann skaut boltanum í markið. Að sama skapi fóru Hol- lendingar illa með sín bestu færi. Þá skutu þeir framhjá, í stöng eða létu Gunnleif verja frá sér en hann bjargaði oft vel. Holland hefði hæglega getað leitt með fjórum til fimm mörkum í hálfleik. Það var allt annað íslenskt lið sem spilaði síðari hálfleikinn. Bar- áttan og grimmdin loksins til stað- ar og ljóst að menn ætluðu ekki að láta niðurlægja sig. Munaði þar miklu um að fá Brynjar á miðjuna sem var handónýt í fyrri hálfleik. Menn fóru að berja frá sér og Hol- lendingar, sem reyndar lækkuðu sig um nokkra gíra, sköpuðu afar lítið í síðari hálfleik. Íslenska liðið gerði það ekki heldur þó svo að betur hafi gengið að eiga við gest- ina úti á vellinum. Liðið uppskar þó mark eftir horn undir lokin. Nær komst Ísland ekki. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að kvarta mikið yfir því að hafa tapað með einu marki gegn frá- bæru liði eins og Hollandi. Leik- ur liðsins í fyrri hálfleik var samt langt frá því að vera ásættanlegur, sama við hvaða lið er spilað. Það er ekki boðlegt að byrja landsleik í síðari hálfleik. Uppstillingin vakti nokkra athygli þar sem bakverðir voru í báðum kantstöðum. Það skilaði lið- inu lítilli ógnun fram á við og hefði mátt bregðast fyrr við þar. Reynd- ar var skrítið að betri kantmaður- inn var tekinn af velli. Það er síðan algjörlega óskilj- anlegt af hverju Eiður Smári er settur fremst. Það hefur mar- goft sýnt sig að það gerist ekk- ert í sóknarleik Íslands með hann einan frammi. Það er ekki fyrr en hann dregur sig til baka sem eitt- hvað fer að gerast og þar á hann að sjálfsögðu að spila. henry@frettabladid.is Svart og hvítt hjá Íslandi Íslenska knattspyrnulandsliðið var tekið í kennslustund í knattspyrnu í fyrri hálfleik á Laugardalsvelli gegn Hollandi. Gunnleifur Gunnleifsson bjargaði liðinu þá frá niðurlægingu. Allt annað var að sjá til liðsins í síðari hálfleik. LEIKURINN AFGREIDDUR Mark van Bommel skorar hér síðara mark Hollands án þess að góður markvörður Íslands, Gunnleifur Gunnleifsson, fái rönd við reist. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Fimm nýir með til Makedóníu Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, þurfti að kalla á fimm nýja leikmenn í hópinn fyrir leik- inn gegn Makedóníu á miðvikudag. Her- mann Hreiðarsson, Indriði Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson eru í leikbanni. Eiður Smári Guðjohnsen er meiddur og Theodór Elmar Bjarnason dró sig út úr hópnum. Í þeirra stað voru valdir Jóhann Berg Guðmundsson, Hjálmar Jónsson, Guðmundur Steinarsson, Davíð Þór Viðarsson og Rúrik Gíslason. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari viðurkenndi eftir ósigur Íslands gegn Hollandi að íslenska liðið hefði farið full geyst af stað. „Ég tók áhættu með því að þykjast fara hærra á þá en þeir sundurspiluðu okkur fram og til baka. Það hefði svo sem ekki skipt miklu máli við hverja þeir voru að spila. En við gerðum þeim svo sannarlega ekki erfitt fyrir,“ sagði Ólafur eftir leik- inn. Ólafur ákvað að stilla upp Eiði Smára Guðjohnsen í fremstu víglínu en ekki í frjálsu hlutverki á miðjunni eins og oft áður. „Ég sagði um daginn að ég ætlaði að reyna að færa Eið aftar á völlinn. Ég stillti honum svo upp sem framherja, sem var ekki í samræmi við það sem ég sagði. Auðvitað þurfum við að koma honum sem mest í boltann en okkur skortir enn þann framherja sem við höfum verið að leita að,“ sagði Ólafur og viðurkenndi að besta staða Eiðs væri á miðjum vellinum. Því er Eiður sammála. „Ég spila þar sem þjálfarinn segir mér að spila,“ sagði Eiður um málið. „Ég ræð engu um það. En það gaf augaleið að þegar ég fór að færa mig aftar á völlinn gekk betur að fá boltann og koma mér meira inn í spilið. Þessar fáu skyndisóknir sem við fengum komu ef til vill af því að ég var að fá boltann og koma einhverju af stað,“ sagði Eiður Smári. Ólafur skýrði einnig ástæðuna fyrir því að Bjarni Ólafur Eiríksson var á vinstri kantinum en Indriði Sigurðsson í bakverðinum – öfugt við leikstöður þeirra í leiknum í Skotlandi fyrr á árinu. Hann sagðist hafa verið búinn að ákveða að láta Indriða spila í stöðu bakvarðar. „Emil hefði spilað í þessum leik ef hann hefði ekki meiðst. En ég var samt alls ekki ósáttur við frammistöðu þeirra Bjarna og Indriða í leiknum. Ég var svo sem ekki ánægður með liðið allt í fyrri hálfleik en á heildina litið var þetta í lagi,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari, sem nú heldur til Makedóníu með strákana sína þar sem þeirra bíður erfitt verkefni án lykilmanna eins og Eiðs Smára og Hermanns Hreiðarssonar. ÓLAFUR JÓHANNESSON OG EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN: ERFITT AÐ SPILA GEGN HOLLANDI Þeir sundurspiluðu okkur fram og til baka

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.