Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 14
14 8. júní 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is UMRÆÐAN Magnús Orri Schram skrifar um at- vinnuuppbyggingu Samkvæmt fjölmiðlum undanfarna daga hafa Lífeyrissjóðir landsins sérstaklega horft til tveggja verkefna til að finna farveg fyrir fjárfestingar sínar og styrkja atvinnu- líf landsmanna. Til skoðunar eru fram- kvæmdir við Háskólasjúkrahús og tvöföldum Hvalfjarðarganga. Því ber að fagna að lífeyrissjóð- ir hyggjast koma markvisst að endurreisn íslensks atvinnulífs. Uppbyggingu nýs sjúkrahúss ber að skoða gaumgæfilega og mun hafa fjölmarga kosti í för með sér. Hvalfjarðargöng voru framfaraskref á sínum tíma en tvöföldun þeirra í dag er hins vegar í ósamræmi við þá forgangsröðun sem þarf að við- hafa nú um stundir. Mín skoðun er sú að fjármunum sjóðanna eigi að verja til verkefna sem nýtast vaxt- arbroddum í atvinnulífi landsmanna og þar vil ég sérstaklega tiltaka ferðaþjónustuna. Eitt dæmi innan þess geira er vert að nefna. Um þessar mundir eru til umræðu hugmyndir um uppbyggingu á okkar vinsælustu ferðamannastöðum og horft er til möguleika á gjaldtöku/skattlagningu á ferðamönnum. Til greina kemur að setja upp gjaldtöku við komu eða brottför til landsins, við kaup á gistingu eða á stöðunum sjálfum. Hér myndi ég vilja sjá lífeyrissjóði grípa strax inn í með afgerandi hætti og leggja fram stofnfé til framkvæmda til bættrar þjónustu við okkar helstu náttúruperlur. Þannig gætum við farið strax í mannafls- frekar framkvæmdir og um leið stutt við bakið á helsta vaxtarbroddi íslensks atvinnu- lífs. Lífeyrissjóðirnir myndu svo fá sitt fjármagn til baka yfir lengri tíma, í gegnum þá leið sem valin verður við öflun áðurnefndra skatttekna. Þannig yrði fjárfesting Lífeyrissjóðanna til að bæta þjónustu við ferðamenn, styrkja atvinnulíf lands- manna og stuðla að auknum gjaldeyristekjum til lengri tíma en ekki til að stytta ferðatíma. Sjóðirnir myndu einnig mæta kröfum um arðsemi fjárfestinga. Allar ákvarðanir á vettvangi ríkis, banka eða lífeyrissjóða, eiga að leggja grunn að nýrri sókn í atvinnumálum þjóðarinnar. Fjárfestingarstefna líf- eyrissjóða á að mótast af þeirri framtíðarsýn. Að mínu mati fellur tvöföldun Hvalfjarðarganga ekki í þann flokk. Höfundur er alþingismaður. Lífeyrissjóðir og ferðaþjónusta Á liðnum mánuðum hefur hart verið deilt á verðtryggingu fjárskuldbindinga. Margt hefur komið fram sem á fullan rétt á sér meðan aðrir þættir hafa ekki verið nægilega vel útskýrðir. Fjármunir geta rýrnað að verðgildi og með verðtryggingu er fjármagns- eigendum tryggður upprunalegur höfuðstóll að viðbættum raunvöxt- um. Allri óvissu um verðlagsþróun er kastað yfir á lántaka. Þessa áhættu telja margir að lánveitandi eigi að einhverju leyti að bera. Á síðustu árum hefur verðtrygg- ingin ekki haft neikvæð áhrif á lántakendur enda hafa laun haldið í verðlagsþróun og gott betur. Laun hafa hækkað umtalsvert meira en almennt verðlag og í raun hefur minnkandi hluta launa þurft til að standa undir fjárskuldbinding- um að því gefnu að fólk hafi ekki bætt á sig nýjum lánum. Nú þegar í garð er gengið tímabil sem ein- kennist af miklum verðlagshækk- unum með tilheyrandi hækkunum á verðtryggðum lánum samhliða verulegri kaupmáttarrýrnun er eðlilegt að lántakendur velti fyrir sér hvernig þetta megi vera. Ekki er óeðlilegt að horfa þá á verð- trygginguna og kenna henni um hvernig komið er fyrir umrædd- um fjárskuldbindingum og kalla eftir endurskoðun á því kerfi sem við lýði er. Í allri þessari umræðu gleymist oft það sem nefnt er hér að ofan: Laun haldast í hendur við almenna verðlagsþróun og gott betur að öllu jöfnu. Þess vegna ætti – að öllu jöfnu – ekki að vera slæmt að hafa sínar fjárskuldbind- ingar verðtryggðar. Slík trygging ætti – að öllu jöfnu - að auka vilja lánveitenda til að lána á lægri raunvöxtum en ella. Þetta leiðir hugann að raun- vaxtastigi á Íslandi. Það er með því allra hæsta sem þekkist á byggðu bóli og hefur verið um árabil. Þessi vaxtaprósenta hefur í gegnum tíð- ina að miklu leyti verið ákvörðuð af lífeyrissjóðum landsins enda hafa þeir haft yfirráðarétt yfir svo til einu innlendu fjármununum sem hægt hefur verið að binda til langs tíma (s.s. fastvaxta húsnæð- islán til 25-40 ára). Sem dæmi má nefna að af fasteignaláni sem tekið hefði verið fyrir 5-15 árum á eðli- legum ríkistryggðum raunvöxtum t.d. 2,5% hefði greiðslubyrði (vext- ir, verðbætur og afborganir) verið eitthvað lægri en af láni á 5% raunvöxtum á umræddu tímabili og því hefði lágvaxtalánið átt „upp- safnaðan sparnað“ til að mæta óvæntu verðbólguskoti eins og gengið hefur yfir innlent efnahags- líf á skömmum tíma. Ennfremur myndi – frá lokum verðbólguskots- ins – höfuðstóllinn „einungis“ vaxa að raunvirði um 2,5% og ekki 5% á ári eða þaðan af meira. Þessa raun- vaxtaprósentu þarf að lækka og það verður bara gert með þrennu móti, i) með því að lækka raunvexti á þeim skuldabréfum sem lífeyris- sjóðirnir eiga í dag, ii) að þeir fjármunir sem lífeyrissjóðirnir hafa lausa (þ.m.t. erlendar eignir þeirra) verði notaðir til að veita ný lán á langtum lægri raunvöxtum en nú eru á innlendum markaði og iii) hugsanlega með upptöku á öðrum gjaldmiðli. Afstaða lífeyrissjóða er eðlileg. Þeirra verkefni er að ávaxta fjár- muni sem þeir hafa undir höndum á sem ákjósanlegastan hátt. Geti þeir krafið lántaka um 6% raun- vexti þá gera þeir það. Svo hér þarf nýja hugsun og jafnvel nýjan (tímabundinn) ramma um hlut- verk lífeyrissjóða. Slíkur rammi gæti verið einn af þeim þáttum sem mætti skoða til að ná þjóðar- sátt um málefni atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar svo hér skapist vinnufriður um þau málefni sem skipta sköpum um framtíð lands og þjóðar. Meðfylgj- andi er tafla sem tiltekur á hversu löngum tíma fjármunir tvöfaldast miðað við mismunandi vaxtapró- sentu. Þeir sem binda fé á 2% raunvöxtum þurfa að bíða í 35 ár til að raungildi þeirra fjármuna tvöfaldist meðan þeir sem fá 7% raunvexti bíða aðeins í 10 ár. Þetta samhengi hefur átt stóran þátt í hve lífeyrissjóðir landsins hafa dafnað vel á síðustu áratugum. Núna þarf hins vegar – tímabund- ið í öllu falli – að finna grundvöll til að láta fjármuni lífeyrissjóð- anna vinna á annan hátt en að safna vöxtum og verðbótum – slíkt gæti nefnilega hraðað endurreisn efnahagslífsins. Sem dæmi þá myndi lækkun á raunvöxtum um 3 prósentustig á verðtryggðu fast- eignaláni upp á 30 milljónir króna lækka vaxtagreiðslur um 900.000 krónur á ári. Heimilin í landinu myndi muna um slíkt og hluti af þeim fjármunum mundi renna til almennrar neyslu og styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækja í landinu. Tvöföldunartími Raunvextir í árum 2% 35 3% 23 4% 18 5% 14 6% 12 7% 10 Ofannefndum aðgerðum myndu fylgja ýmis vandamál og ber þar sérstaklega að nefna hvernig taka ætti á núverandi réttindakerfi sjóðsfélaga. En það mál má ábyggi- lega leysa ef vilji er fyrir hendi hjá hlutaðeigandi aðilum. Höfundur er hagfræðingur. Um verðtrygginguna MAGNÚS ORRI SCHRAM Huggun harmi gegn Við Íslendingar erum orðnir nokkuð þjálfaðir í að leita að huggun sem kemur harmi gegn. Til dæmis höfðu íþróttafréttamenn orð á því að við hefðum unnið síðari hálfleikinn gegn Hollendingum á laugardag en þá skoruðum við eitt mark en þeir ekkert, enda voru þeir búnir að setja tvö inn í fyrri hálfleik. Steingrímur Sævarr Ólafsson bendir síðan á það í bloggi sínu að landsliðsmennirnir okkar hafi verið á fylleríi í miðbæ Reykjavíkur þá um nóttina. Leikurinn gegn Makedón- íu er á miðvikudag og þótti bloggara, eins og eflaust fleirum, þetta vera óskynsamlegt af íþróttamönnunum. Það er þó hugg- un harmi gegn ... ja, við förum nú eiginlega að verða uppiskroppa með hughreystingar af þessari gerð. Ósátt við að borga og brosa Ríkisstjórnin náði þeim áfanga að komast að samkomulagi við deiluaðila í Icesave-málinu sem skekið hefur landið frá því á haustdögum. Talsmaður breska fjár- málaráðuneytisins hefur fagnað þessum áfanga en minna ber á fagnaðar- látum okkar Íslendinga. Reyndar ber mun meira á óánægju, til dæmis höfðu rúmlega fjögur þúsund manns mótmælt þessu samkomulagi á Facebook í gær. Það virðist því vera sem allir séu sáttir við samkomulagið nema auðvitað sá sem á að borga; íslenskur almenningur. Hvað gerðist, Skallagrímur? Þegar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var í stjórnar- andstöðu var hann alveg á móti því að við Íslendingar tækjum þessa ábyrgð á okkur. Einhvern veginn hefði maður haldið að hann myndi líka þverskall- ast við að gera það. jse@frettabladid.is KJARTAN BRODDI BRAGASON Í DAG | Verðtrygging T ær snilld voru þau orð sem fyrrverandi bankastjóri Landsbankans notaði um Icesave-innlánsreikningana sem þá voru farnir að afla milljóna og milljarða í innlán til Landsbankans. En Adam var ekki lengi í Paradís og einungis liðu fáeinir mánuðir þar til þessi tæra snilld hafði kallað hryðjuverkalög yfir starfsemi þessa sama banka í Bretlandi. Nú blasir við að svo kann að fara að hin tæra snilld hafi verið fólgin í að taka við sparifé einstaklinga og sjóðum fyrirtækja og félagasamtaka og láta svo íslenskan almenning, og einnig breskan og hollenskan, ekki má gleyma því, um að greiða hann aftur til baka til eigenda sinna. Þegar hér er komið sögu er ekki annað hægt en að anda léttar yfir því að nú liggur fyrir samkomulag milli Íslendinga annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar um endurgreiðslu á sparifé þeirra sem létu glepjast af hinni tæru snilld Landsbanka- manna. Það er algerlega skiljanlegt að íslenskum almenningi skuli þykja súrt í broti að þurfa að gangast í ábyrgð vegna skulda sem stofnað var til af, að því er virðist, fullkomnu ábyrgðarleysi manna sem í taumleysi sínu gengu svo langt að flytja vildarvini sína í förmum til útlanda og láta þá éta þar gull. Þessar skuldir munu, ef að líkum lætur, ekki bara hafa veruleg áhrif á lífskjör hinna vinnandi kynslóða nú, heldur setja mark sitt á kjör þeirra sem við keflinu taka á næstu áratugum. Þess vegna er almenningur reiður. Það er þó heldur hlálegt að horfa upp á andóf talsmanna Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks gegn samkomulaginu um lánið vegna Icesave-skuldanna, rétt eins og þessir flokkar hafi aldrei verið við stjórnvölinn; þegar bankarnir voru einkavæddir, þegar útrás þeirra hófst, þegar útrásin belgdist út, þegar bank- arnir hrundu, þegar neyðarlögin voru sett og á fyrstu viðkvæmu dögum og vikum þar á eftir. Samkomulagið um lánið vegna Icesave-skuldanna er áfangi á leið til uppbyggingar. Hitt verður þó að liggja ljóst fyrir að á næstu árum verði allra tiltækra meðala neytt til þess að þeir sem til skuldarinnar stofnuðu greiði hana einnig til baka og með þeim hætti að lágmarka þann hlut sem lendir á herðum íslensks almennings. Í stað þess að krefjast þess að Ísland einangrist vegna deilna við nágrannaþjóðir eigum við að þrýsta á stjórnvöld okkar um að allra leiða verði leitað til þess að þeir sem ábyrgð bera á því að til skuldarinnar var stofnað beri einnig ábyrgð á því að greiða hana til baka í stað þess að varpa henni á íslenskan almenning. Auk þess er krafan skýlaus um að ef í ljós komi að farið hafi verið á svig við lög í Icesave-starfseminni verði þeir sem ábyrgð bera látnir svara til saka. Loks verður íslenskur almenningur að geta treyst því að hér verði byggt upp lagaumhverfi sem kemur í veg fyrir að saga á borð við Icesave-martröðina geti endurtekið sig. Að éta gull og láta aðra greiða skuldirnar: Hin tæra snilld STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.