Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 38
26 8. júní 2009 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGIR MAMMA? LÁRÉTT 2. grasþökur, 6. tveir eins, 8. neitun, 9. fóstra, 11. þys, 12. yndi, 14. krydda, 16. guð, 17. hár, 18. sprækur, 20. tvíhljóði, 21. vangi. LÓÐRÉTT 1. niður, 3. öfug röð, 4. upplifun, 5. ögn, 7. kvennabósi, 10. eyrir, 13. efni, 15. síll, 16. segi upp, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. torf, 6. ff, 8. nei, 9. ala, 11. ys, 12. nautn, 14. grasa, 16. ra, 17. ull, 18. ern, 20. au, 21. kinn. LÓÐRÉTT: 1. ofan, 3. on, 4. reynsla, 5. fis, 7. flagari, 10. aur, 13. tau, 15. alur, 16. rek, 19. nn. „Hann er yndislegur, hef- ur alltaf verið það, ég vildi ekki hafa hann öðruvísi. Þegar hann var enn- þá í leikskóla var áberandi hvað hann var fljótur að ná textum. Enn þann dag í dag, þegar fólk heyrir eitthvert lag, þá kemur alltaf: Manstu, þegar Ísak var að syngja þetta lag? Þetta kveikir ennþá á minningum hjá hans nánustu.“ Halldóra Gestsdóttir um son sinn Ísak Frey Helgason förðunarfræðing. Ísak eignaðist nýlega aðdáendaklúbb, en hann er þekktur úr þættinum Nýtt útlit. Fyrsta pöbba-spurningakeppni fótboltasíðunnar Sammarinn.com verður haldin í kvöld klukkan 20 á Enska barnum. „Við höfum verið með þetta í maganum í svolítinn tíma að standa fyrir „pub quiz“ þar sem fótboltanördar geta komið saman og séð hver er manna fróð- astur um fótbolta,“ segir Kolbeinn Tumi Daðason, annar ritstjóra Sammarinn.com. Hinn heitir Björn Berg Gunnarsson og saman sjá þeir einnig um Fótboltaþáttinn á Útvarpi Sögu á mánudögum og föstudögum. Lítið sem ekkert hefur verið um að sérstakar spurningakeppnir um fótbolta séu haldnar á börum hér- lendis og er framtak þeirra félaga því kærkomið fyrir fótboltaáhuga- menn. „Áhuginn er til staðar og þetta verður eitthvað fyrir alla. Það verður rýnt til baka í söguna, hverjir skoruðu og hverjir unnu,“ segir Kolbeinn og lofar skemmti- legri keppni. Þátttaka er ókeypis og formið er hefðbundið þar sem tveir eru saman í liði. Efstu þrjú liðin fá í verðlaun einn metra af bjór auk þess sem bjórspurning verður á sínum stað. Reikna þeir félagar með því að keppnin verði haldin á nokkurra vikna fresti hér eftir. -fb Spurningakeppni um fótbolta KOLBEINN OG BJÖRN Félagarnir Kol- beinn Tumi og Björn Berg standa fyrir spurningakeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri frumsýndi á föstudag Rómeó og Júlíu í kantónu St. Gallen í Sviss, en Filippía Elísdóttir og Vytautas Narbutas sjá um búninga og leikmynd. Á bloggi Þorleifs fer hins vegar tvennum sögum af uppsetningunni, en þar lýsir hann því yfir að fimmti þáttur verksins sé óþarfur og Rómeó og Júlía sé yfirborðskenndur farsi með banal ástarsenum. Þá er leikhópurinn teiknaður sem einfeldningslegur hópur ófrumlegra listamanna. „Uppsetningarferlið er auðvitað rosalega slungið, ég er með gyðing sem leikur Rómeó og austur-evr- ópska bombu sem leikur Júlíu, en þetta stefnir allt í að verða ansi magnað,“ segir Þorleifur. Hann leyfir sannleiksgildi bloggsins að liggja á milli hluta. „Ég meina, hvar byrjar skáldskapurinn og hvar endar raunveruleikinn?“ Hann segir bloggið innblásið af ævisögu Tom Waits. „Það er ömurlegt í bókinni þegar Waits fer að útskýra hvað er mýta og hvað ekki, ég bara hætti að lesa hana. Mýtan er miklu meira heillandi.“ „Eina ástin sem hægt er að skrifa um er sú sem á sér ekki stað, sem getur ekki gengið,“ segir Þorleif- ur á þeim nótum. „Ástin er í rauninni bara til í upp- hafinni list eða í einhverju ofboðslega prívat. Þetta er eitt sterkasta afl sem til er í manninum, en við erum samfélagslega búin að afneita því. Þess vegna er ógeðslega gaman að takast á við Rómeó og Júlíu og finna leið til að í alvörunni fjalla um tilfinning- una, ekki einhverja stæla.“ -kbs Skrautlegur leikhópur Þorleifs RÓMANTÍSKUR Þorleifur Örn glímir við Shakespeare og ástina á blogginu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Belgíska ríkissjónvarpið var hér á landi um helgina við að mynda heimildarþátt um íslenska hest- inn. Íshestar, Icelandair, Ferða- málastofa og utanríkisráðuneytið koma auk Belga að þættinum. Þátturinn fjallar um dýralíf í hinum ýmsu löndum og er sýndur á besta tíma. Tökuliðið var hér á landi yfir helgina, en þáttastjórnandinn var leiddur í hestaferð af Svandísi Dóru Einarsdóttur, leikaranema og hestaleiðsögumanni hjá Íshest- um. Farið var að Kjóastöðum og á Þóroddsstaði og fékk tökuliðið að kynnast íslenska hestinum í fyrsta sinn. Fréttablaðið heyrði í Einari Bollasyni, framkvæmdastjóri Íshesta, fyrir helgi. Hann bjóst við að margt myndi koma belgíska tökuliðinu á óvart, af reynslu sinni af erlendu sjónvarpsfólki. „Þau gera sér enga grein fyrir hversu mikill snillingur íslenski hesturinn er. Fólk bara trúir þessu ekki þegar það fer að kynn- ast kostum íslenska hestsins. Það verður alveg bergnumið. Þau lögðu líka mikla áherslu á það að vera í tengslum við íslensku sauð- kindina. Nú eru öll nýfæddu lömb- in að hlaupa um grundir og haga, þannig að það ber vel í veiði.“ Einnig var farið á hrossaræktar- bú. „Það er nú ekkert af verri end- anum, það eru sjálfir Þórodds- staðir í Grímsnesi, þar sem einn frægasti stóðhestur landsins, Þór- oddur, er til húsa.“ Hann segir belgíska sjónvarpið mjög spennt fyrir undaneldi íslenska hestsins. „Við erum að vona að þau fái einhverja sýn- ingu á Þóroddsstöðum. Þau báðu alveg sérstaklega um að þau gætu myndað einhvern góðan stóðhest „in action“. Við vonum bara að það standi vel á hjá Þóroddi.“ Einar treystir því að þátt- urinn verði góð landkynning. „Þetta er mjög mikilvægt, ekki bara fyrir íslenska hestinn held- ur landið. Belgía er land sem ekki hefur verið ofarlega á listum yfir erlenda ferðamenn.“ kbs@frettabladid.is EINAR BOLLASON: BELGAR VILDU UNDANELDI Íslenskt stóðlíf í Belgíu KYNNAST ÍSLENSKA HESTINUM Tökulið belgíska ríkissjónvarpsins vildi kynnast öllum hliðum íslenska hestsins um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR NÝ GÁTA Í HVERRI VIKU w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r Megas og Senu- þjófarnir héldu tónleika á Café Rosenberg í miðborg Reykjavíkur á laug- ardagskvöld fyrir fullu húsi. Fluttu þeir flest af bestu lögum Megasar, þar á meðal Lóa Lóa, Reykjavíkur nætur og Spáðu í mig, og uppskáru dynjandi lófaklapp viðstaddra. Meistarinn á greinilega dygga aðdáendur úr hinum ýmsu kimum stjórnmálanna því á meðal áheyrenda voru sjálfstæðismað- urinn Gísli Marteinn Baldursson og sendiherrahjónin fyrrverandi Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram, sem skemmtu sér hið besta rétt eins og aðrir tónleikagestir. Leikarinn Ívar Örn Sverrisson kvæntist Örnu Ösp Guðbrands- dóttur arkitekt á laugar- daginn. Brúðkaupsveisla var haldin í blíðskap- arveðri í Heiðmörk þar sem margir þekktir leikarar voru saman komnir til að samfagna kollega sínum, þar á meðal Friðrik Friðriksson og Álfrún Örnólfsdóttir. Stuðningsmenn hollenska lands- liðsins í knattspyrnu voru áberandi í miðborginni eftir sigur sinna manna á Íslendingum. Kíktu þeir margir inn á Ölstofuna appelsínugulir á lit til að fagna sigrinum og jafnframt öruggu sæti Hollendinga á HM í Suður-Afr- íku á næsta ári. Ekki voru þeir þó bara ánægðir með gott gengi sinna manna því í spjalli þeirra við íslensk- ar barflugur kom í ljós að miðborg Reykjavíkur er einnig hátt skrifuð hjá þeim fyrir mikinn glæsi- leika og fegurð. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.