Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 12
12 8. júní 2009 MÁNUDAGUR Heillandi her „Þótt heragi, armbeygjur og „situps“ hljómi ekki skemmti- lega er margt mjög heillandi við herinn.“ HARPA MAGNÚSDÓTTIR, UNDIR- LAUTINANT Í BANDARÍSKA HERNUM. Fréttablaðið 6. júní. Hjartað og lungun „Sjávarútvegurinn er hjartað og lungun í þjóðarlíkamanum og verður áfram.“ ANTON BENJAMÍNSSON FRAM- KVÆMDASTJÓRI SLIPPSINS Á AKUREYRI. Útvegsblaðið í júní. „ORÐRÉTT“ HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 46 41 4 05 /0 9 Hjól í sumarsól Trail X 1.0 Enduro II 7005 álstell, Shimano Acera 21 gíra, V-bremsur og 60 mm dempari.Vandað alhliða fjallahjól í skemmri eða lengri ferðir. Verð: 49.990 kr. Jamis X24 20”, 7–12 ára, álstell, 7 gíra. Svart/hvítt og blátt/hvítt. Verð: 39.990 kr. Jamis Lady Bug 12”, 2–5 ára. Bleikt. Verð: 19.990 kr. Jamis Laser 2.0 20”, 5–9 ára álstell, fótbremsa. Hvítt/svart og grænt/svart. Verð: 25.990 kr. Explorer 1.0 Álstell 6061 TIG, SRAM 3.0 sjö gíra og Tektro V-bremsur. Hjólið hentar vel innanbæjar og á malarvegum. Upprétt setstaða ásamt dempara í sætispósti auka enn á þægindin. Verð: 49.990 kr. Hjóladeildin er í Holtagörðum! Þótt tíminn líði hratt á gervihnattaöld hafa hjónin í Freyju ákveðið að hafa svolítið meira fyrir hlutun- um og sólþurrka saltfiskinn á gamla mátann. Fiskurinn verður tilbúinn í haust. Sólin setur gjarnan mark sitt á mannlífið þegar hún vermir land- ann hér á norðanverðu Atlantshafi. Það er þó afar sjaldgæft fólk nýti sólarglætuna til að þurrka saltfisk- inn líkt og gert var snemma á síð- ustu öld. En hjónin Linda Jörunds- dóttir og Guðmundur Gísli Geirdal sem reka Fiskbúðina Freyju láta ekki nútímann reka á eftir sér með verkunina á saltfisknum og því var kjörið tækifæri að breiða úr honum á planinu við Kópavogshöfn í gær. „Ég er frá Ísafirði og maðurinn minn frá Grímsey,“ útskýrir Linda, „og á báðum þessum stöðum kann fólk virkilega að vinna saltfisk og við verðum að reyna að standa undir þessari pressu frá átthögun- um.“ Hún segist sannfærð um það að fiskurinn sé bestur sólþurrkaður. „Þeir hafa verið að sólþurrka salt- fisk í Neðstakaupstað á Ísafirði. Þar höfum við yfirleitt farið í salt- fiskveislu Byggðasafns Vestfjarða á sumrin þar sem er boðið upp á þetta lostæti og þar höfum við sannfærst um að hann er áberandi bestur sólþurrkaður.“ Viðskiptavinir Freyju verða hins vegar að bíða til haustmánaða áður en þeir geta keypt einn þurrkað- an. Guðmundur Gísli rær til fiskjar á morgnana og kemur með aflann beint í Freyju. „Ég er ansi viss um að þeir við Miðjarðarhafið myndu nú biðja okkur Íslendinga um að tileinka okkur þolinmæðina aftur við saltfisksvinnsluna ef þeir fengju aftur fisk sem er almenni- lega þurrkaður,“ segir hann. „En við þurfum alltaf að vera að drífa okkur svo svakalega.“ jse@frettabladid.is Sólþurrka saltfisk í Kópavogi MEÐ SALTFISKINN Á PLANINU Linda er hér fremst og breiðir úr saltfisknum. Fyrir aftan hana heldur Valgerður Jónsdóttir á einum og Unnur Sif Erlendsdóttir er að koma öðrum betur fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ Jörfagleði var vikivakadansleikur sem haldinn var árlega á jólum í Hauka- dal í Dalasýslu seint á 17. öld og snemma á 18. öld. Ákveðin tegund af veislum sem haldnar voru á Íslandi fram á 18. öld var kölluð gleði. Stórhöfðingjar héldu vanalega gleði og buðu upp á mikið magn af mat og áfeng- um drykkjum. Gat gleðin staðið dögum saman. Slíkar veislur voru bannaðar á 18. öld af yfirvöldum, þar sem þeim fylgdi oft kynferðis- legt lauslæti, sem ósæmilegt þótti. JÖRFAGLEÐI: GLEÐI BÖNNUÐ Á 18. ÖLD „Ég er að vinna hjá fyrirtæki sem heitir Betware, sem er hugbúnaðarfyrirtæki og vinnur að lausn- um fyrir lotterí, leiki og svoleiðis,“ segir Þorsteinn Hreggviðsson margmiðlunarhönnuður, oft nefndur Þossi. Þossi starfaði um langt skeið á útvarpsstöðinni X- inu, stýrði meðal annars hinum stórskemmtilegu þáttum Í klóm drekans og Helstirninu, ásamt Sig- mari Guðmundssyni, sem nú starfar í Kastljósi Sjónvarps- ins. Þossi ákvað hins vegar að söðla um og fór til Danmerkur þar sem hann lagði fyrir sig margmiðlunarhönnun og fjölmiðlafræði. Þossi sneri þó aftur á X-ið fyrir stuttu, en þá sem sumarafleysingarmaður. „Þá var ég orðinn mjög blankur svo ég varð að gera það. Það var samt mikið fjör. Mér finnst alltaf gaman að vera í útvarpi,“ segir Þossi og hlær. Hann útilokar ekki endurkomu sína í útvarp. „Þá yrði það þó að vera eitthvað sérstaklega áhugavert og á mínum forsendum. Ekki bara til að fá salt í grautinn,“ segir Þossi og bætir við: „Ég segi það allavega núna.“ Þossi segist þessa stundina vera að vinna að þróunarverkefni hjá Betware. „Sem er víst frekar sjaldgæft núna hjá íslenskum fyrirtækj- um skilst mér. Annars er kreppan bara hress. Hún er gjörsamlega að taka úr mér allan mátt. Það gengur hins vegar súpervel hjá okkur. Ég er að búa til gjaldeyri á hverjum degi, svona eins og í fiskinum.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞORSTEINN HREGGVIÐSSON MARGMIÐLUNARHÖNNUÐUR Skapar gjaldeyri á hverjum degi „Því miður hafa allar aðgerðir í sam- bandi við þessi mál verið afar lengi á leiðinni,“ segir Valdimar Örn Flygenring, leikari, guðfræðinemi og málari, um aðgerðir sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins í síðustu viku. „Skynsamlegast hefði verið að fá alþjóðlega lögreglu til að rannsaka málið strax í upphafi. Það er alveg ljóst að hér hefur verið framið stór- kostlegasta bankarán sögunnar. Þess- ir menn ganga hér um göturnar eins og ekkert sé og monta sig jafnvel af þessu. Þetta eru meira og minna allt landráðamenn sem ættu fyrir löngu að vera komnir bak við lás og slá. SJÓNARHÓLL AÐGERÐIR SÉRSTAKS SAKSÓKNARA Bankarán VALDIMAR ÖRN FLYGENRING nær og fjær

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.