Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 4
4 8. júní 2009 MÁNUDAGUR
EFNAHAGSMÁL Samninganefnd um
skuldbindingar Íslendinga vegna
Icesave undirritaði aðfaranótt
sunnudags samkomulagið við
Breta og Hollendinga. Í framhaldi
af því boðaði breska fjármála-
ráðuneytið að kyrrsetningu eigna
Landsbankans í Bretlandi verði
aflétt hinn 15. júní næstkomandi.
Með samkomulaginu ábyrgjast
Íslendingar innstæður eigenda
Icesave-reikninganna upp að því
lágmarki sem tilskipun Evrópu-
sambandsins gerir ráð fyrir. Það
eru 20.887 evrur á hvern reikn-
ing eða samtals um 660 milljarðar
króna miðað við núverandi gengi.
Hollendingar og Bretar veita lán
til fimmtán ára með 5,55 prósenta
vöxtum svo hægt verði að standa
við þessar skuldbindingar. Aftur
á móti þarf ekki að greiða vexti
fyrstu sjö árin því þá er gert ráð
fyrir því að Tryggingasjóðurinn
geti nýtt það sem fæst úr þrotabúi
Landsbankans. Í fréttatilkynningu
frá forsætisráðuneytinu segir að
lagt hafi verið fram „varfærið“
mat á eignum Landsbankans og
samkvæmt því mætti búast við að
eignir Landsbankans gangi upp í
um 75 prósent af af andvirði Icesa-
ve-innistæðutrygginganna. Gangi
það eftir verða um 170 milljarðar
krónur eftir af skuldinni við inni-
stæðueigendur auk vaxta. Í til-
kynningunni kemur einnig fram
að breska endurskoðunarstofnunin
CIPFA geri ráð fyrir því að eign-
ir Landsbankans gangi upp í allt
að 95 prósent af andvirði Icesave-
innistæðutrygginganna. Gangi það
eftir myndu um 33 milljarðar falla
á ríkissjóð.
Forsætisráðuneytið sagði þetta
samkomulag hins vegar vera
mikilvægan áfanga við endur-
reisn íslensks efnahagskerfis og
trausts Íslands á alþjóðavettvangi.
Samkomulagið verður kynnt fyrir
Alþingi í dag en það hefur þegar
fengið gagnrýni frá stjórnarand-
stæðingum. Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson sagði við Frétta-
blaðið á föstudagskvöld, þegar skil-
málar samkomulagsins lágu fyrir,
að vextirnir væru háir, hætta væri
á að aðrir erlendir kröfuhafar en
þeir sem ættu Icesave-reikninga
tækju því ekki hljóðalaust að fá
ekki að snerta á sínum innistæð-
um meðan gert væri upp við aðra.
Eins taldi hann hættu á að þessi
660 milljarða króna skuld mundi
rjúka upp úr öllu valdi ef gengi
krónunnar hríðfélli. Enn fremur
sagði hann að Íslendingar hefðu
átt að kanna til þrautar hvort þeim
bæri í raun skylda til að taka þessa
ábyrgð á sig. jse@frettabladid.is
Ríkisstjórnin kynnir sam-
komulag vegna Icesave
Samkomulag um Icesave-skuldbindingar var undirritað aðfaranótt sunnudags. Það verður borið undir
þingheim í dag. Bretar munu samkvæmt því aflétta kyrrsetningu eigna Landsbankans.
RÆTT UM ICESAVE-DEILUNA Hér sjást David Miliband, utanríkisráðherra Bret-
lands, og Össur Skarphéðinsson kollegi hans í mars síðastliðnum. Nú er hins
vegar nóg komið af karpi við Breta í bili. Nú mun þingheimur karpa um málið.
EFNAHAGSMÁL Íslendingar gerðu
taktísk mistök í upphafi Icesave-
deilunnar, þegar þeir lýstu yfir
efasemdum um fyrirkomulag
endur greiðslna á EES-svæðinu,
segir Eiríkur Bergmann, forstöðu-
maður Evrópufræðaseturs Háskól-
ans á Bifröst.
Í stað þess að benda á að Bretar
hefðu, með beitingu hryðjuverka-
laga og yfirtöku á íslenskum eign-
um í Bretlandi, einnig tekið yfir
meðfylgjandi skuldbindingar, hefði
stjórn Geirs Haarde í raun ákveð-
ið að reyna að brjóta niður banka-
kerfi Vesturlanda í heild sinni.
„Þess vegna snerist allt alþjóða-
samfélagið gegn okkur. Það var
miklu meira í húfi en Icesave-
reikningarnir. Hin ástæðan fyrir
þessari niðurstöðu er auðvitað sú
að við erum utan ESB og getum
ekki tekið málið upp á vettvangi
þess. Það er útilokað að Bretar
hefðu getað komið svona fram við
annað Evrópusambandsríki,“ segir
Eiríkur.
Um ábyrgð núverandi ríkis-
stjórnar segir hann að hún hafi
ekki tekið við góðri stöðu. En
stjórnin hafi heldur ekki nýtt
þau sóknarfæri sem buðust, til að
mynda þegar fjárlaganefnd breska
þingsins gaf út skýrslu sem sagði
beitingu hryðjuverkalaganna
óréttlætanlega.
„Við hefðum átt að beita þessari
augljósu röksemd. Og með því
hefðu Bretar ekki þurft að gera
fordæmi úr okkar máli fyrir banka
annarra ríkja,“ segir hann. - kóþ
Forstöðumaður Evrópufræðaseturs segir niðurstöðu Icesave-samninga lélega:
Beittum rangri hernaðarlist
EIRÍKUR BERGMANN Segir alþjóðasam-
félagið hafa snúist gegn Íslendingum
þegar Þingvallastjórnin lýsti yfir efasemd-
um um forsendur vestræns bankakerfis.
VEÐURSPÁ
Alicante
Bassel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
26°
23°
20°
16°
17°
22°
21°
12°
12°
21°
17°
27°
26°
32°
15°
18°
15°
14°
Á MORGUN
Hæg breytileg átt.
MIÐVIKUDAGUR
Hæg breytileg átt.
11
9
9
10
10
9
9
10
12
13
14
8
4
6
3
4
2
3
1
2
1
3
6
12
11 10
9
13 14
13
11 10
9
HÆGUR VINDUR
OG ÚRKOMULÍTIÐ
Það verður áfram
hæglætisveður um
allt land næstu
daga en víða heldur
þungbúið. Í dag
verða mestu líkurnar
á bjartviðri um
austanvert landið
en á morgun og
á miðvikudag er
útlit fyrir björtu veðri
Vestanlands. Búast
má við minniháttar
vætu af og til í fl est-
um landshlutum.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
Þórólfur Matthíasson
hagfræðiprófessor segist
hafa skilning á sjónarmið-
um þeirra sem gagnrýna
stjórnvöld fyrir að hafa ekki
náð hagstæðari lendingu í
Icesave-deilunni. „En það
er líka gott að líta á þetta
hinum megin frá,“ segir
hann. „Ég er ansi hræddur
um að menn tækju fram
búsáhöldin ef Bretar hefðu
verið með banka hér, farið á hausinn
og neitað að borga innistæðurnar.“
Hann segir afar mikilvægt að
með þessu samkomulagi sé búið
að tryggja að Íslendingar verði ekki
lögsóttir fyrir að gera upp á milli
kröfuhafa. Hann segir enn fremur að
þar sem ekki verði byrjað að borga
af þessu fyrr en eftir sjö ár opnist
möguleikar á að fá Breta til að
endurskoða samkomulagið
í millitíðinni. „Þá verður
búið að skipta um stjórn
alla vega tvisvar á Bretlandi
og það verður búið að
skrifa margar lærðar
ritgerðir um þetta og ef
sýnt er fram á að það sé
ómaklega vegið að okkur
með þessu þá er möguleiki
að það verði brugðist við
því. Þarna [með þessu
samkomulagi] er allavega búið að
setja hámark á það sem við þurfum
að standa skil á og það hámark
er lægra en það sem miðað var
við þegar gert var upp við íslenska
innistæðueigendur.“ Hann segir enn
fremur alltaf betra að semja í svona
deilum. „Við Íslendingar erum heldur
ekki í neinni stöðu til að standa í
illdeilum.,“ segir Þórólfur.
ALLTAF BETRA AÐ SEMJA EN DEILA
■ Ísland gengst í ábyrgð vegna
660 milljarða Icesave-skuldar.
■ Ísland fær lán frá Hollendingum
og Bretum til 15 ára.
■ Vextir eru 5,55 prósent.
■ Ekki þarf að greiða vexti fyrstu
sjö árin.
■ Ef eignir Landsbankans ganga
upp í 75 prósent af andvirði
innistæðutrygginganna leggjast
170 milljarðar króna á ríkið, auk
vaxta.
■ Ef eignir Landsbankans ganga
upp í 95 prósent leggjast 33
milljarðar á ríkið.
■ Alltaf er miðað við núverandi
gengi.
HVAÐ KOSTAR ÞETTA
ÍSLENSKA RÍKIÐ?
ÞÓRÓLFUR
MATTHÍASSON
MEXÍKÓ, AP Sextán létust og
nokkrir slösuðust í skotbardaga
sem braust út milli hermanna og
fíkniefnasala í borginni Acapulco
í Mexíkó í gær. Fimmtán þeirra
sem létust voru úr glæpagenginu.
Skotbardaginn hófst þegar
hermennirnir komu að húsi
fíkniefna salanna. Hermennirnir
höfðu fengið ábendingu um að
að ólögleg starfsemi færi fram í
húsinu en þegar þeir komu að létu
glæpamennirnir skotum rigna
yfir þá auk þess sem þeir köstuðu
handsprengjum. Skotbardaginn
stóð yfir í tvo tíma og barst
meðal annars út á götu. - ve
Ráðist gegn fíkniefnasölum:
Sextán létust
í skotbardaga
HERMAÐUR Í ACAPULCO Skotbardaginn
stóð yfir í tvær klukkustundur.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
WASHINGTON, AP Bandarísk stjórn-
völd íhuga nú að setja Norður-
Kóreu aftur á lista yfir ríki sem
styðja við hryðjuverk. Hillary
Clinton, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, lýsti þessu yfir í
sjónvarpsviðtali á sunnudag.
Tilraunir með kjarnorku og
eldflaugar hafa færst í aukana
hjá kommúnistastjórninni í
Norður-Kóreu á síðustu vikum
og er jafnvel talið að hún sé að
útvega öðrum þjóðum efni til
kjarnorkutilrauna.
Barack Obama Bandaríkja-
forseti hefur þegar rætt hugsan-
legar þvingunaraðgerðir gagn-
vart Norður-Kóreu. - ve
Hillary Clinton:
Hótar Norður-
Kóreumönnum
BJÖRGUN Um áttatíu björgunar-
sveitarmenn leituðu að konu sem
villtist í þoku á toppi Esjunnar á
laugardagskvöld.
Á meðan konan beið þess að
verða bjargað rakst hún á tvo
kanadíska fjallgöngumenn sem
voru einnig villtir. Símasamband
var við hópinn og var afráðið
að hann héldi kyrru fyrir þar
til björgunarsveitamenn fyndu
hann. Íslendingur, þaulkunnugur
fjallinu, gekk fram á hópinn
skömmu síðar og fylgdi hann
fólkinu heilu á húfi niður til móts
við björgunarsveitarmenn. - fb
Fjalllgöngumenn björguðust:
Villtust í þoku
á Esjunni
GENGIÐ 05.06.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
210,2287
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
122,24 122,82
196,59 197,55
173,24 174,2
23,257 23,393
19,28 19,394
15,827 15,919
1,2615 1,2689
173,24 174,2
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Diddy.is
Diddy.is
dy.is
Diddy.is
iddy.is
Diddy.i
ddy is
s
is
Diddy.is
Did
Didd
Did
Nú eru allra síðustu dagarnir á hinni
frábæru útsölu okkar, allt á að seljast,
aðeins þrjú verð í gangi 500 kr,
1000 kr og 1500kr. Enn nóg til.
Einnig verða til sölu meðal annars,
gínur og innréttingar ásamt hluta af
búslóð vegna fl utninga. Gallabuxur
í stærri stærðum, úlpur og jogging
gallar,kjólar, toppar og skyrtur,
Opið frá 8 júní til og með 16 júní.
Diddy.is
Faxafeni 14 (við hliðina á Bónus) • s: 588 8400
Stelpur, látið þetta ekki framhjá ykkur fara!
Opnunartími er frá kl.13 til 18 alla
virka daga og laugardag 13 til 16.