Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 8
8 8. júní 2009 MÁNUDAGUR Auglýsingasími – Mest lesið REYKJANESBÆR Framkvæmdir eru hafnar við netþjónabú íslensk- bandaríska fyrirtækisins Verne Holding á Keflavíkurflugvelli. Búið er að rífa innan úr 25 þús- und fermetra skemmum á gamla varnar svæðinu þannig að hús- næðið er nánast eingöngu fokhelt og er verið að grafa grunn fyrir varaaflsstöðar. Íslenskir aðal- verktakar sjá um framkvæmd- irnar. Þá hefur Hitaveita Suður- nesja verið að færa til lagnir á svæðinu. Búið er að samþykkja deili- skipulag á svæðinu og er nú verið að grafa fyrir varaaflstöðvum. Allt hefur verið rifið innan úr tveimur skemmum sem nota á í fyrsta áfanga. Verne Holding hefur tækifæri til að stækka við húsnæðið í síðari áföngum. Gríðarmiklum búnaði verður komið fyrir inni í húsunum. Skemmurnar eiga að hýsa öflug kæli- og varaaflskerfi, tölvu búnað, netþjóna og gagnageymslur fyrir alþjóðlega stórnotendur. Verne Holding mun útvega þeim örugga aðstöðu, orku og nettengingar. Meðal þeirra sem gætu notfært sér þessa þjónustu eru netveitur, fjármálafyrirtæki, smásölufyrir- tæki og kvikmyndaver. Egill Sigmundsson, forstöðu- maður hjá Hitaveitu Suðurnesja, segir að lóð Verne nái yfir gamlar götur. Undir þessum götum séu lagnir og þær hafi starfsmenn hitaveitunnar þurft að færa út fyrir lóð Verne. Í fyrstu áföng- um muni Verne nýta gömlu lagn- irnar. Erfitt er að fá upplýsingar um framkvæmdir Verne Group og framgang þeirra hér á landi, til dæmis það hversu margir starfs- menn koma að framkvæmd- unum. Lisa Rhodes, talsmaður Verne Global í Bandaríkjunum, er sú eina sem má gefa upp- lýsingar. Hún staðfestir að framkvæmdirnar standi yfir en vill ekkert segja að öðru leyti. Verne kaupir 25 megavött af rafmagni af Lands virkjun en félagið hefur samið við Farice um flutnings rými á Farice- 1-sæstrengnum og Danice- strengnum, sem á að leggja, á samtals 160 gígabit á sekúndu. Fjárfesting félagsins hér á landi næstu fimm árin nemur tuttugu milljörðum króna. Stefnt er að því að starfsemi hefjist sumarið 2010 og er vonast til að 100 störf skapist. Verne Holding er í eigu Novators, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og bandaríska fjárfestingarsjóðs- ins General Catalyst Partners. ghs@frettabladid.is Byggja net- þjónabú í Reykjanesbæ Íslenskir aðalverktakar standa fyrir framkvæmdum við netþjónabú Verne Holding á gamla varnarsvæð- inu. Búið er að rífa innan úr tveimur skemmum. Stefnt er að því að starfsemi hefjist eftir rúmt ár. SKEMMUR VERÐA NETÞJÓNABÚ Búið er að rífa allt innan úr tveimur gömlum skemmum. Íslenskir aðalverktakar sjá um framkvæmdirnar fyrir íslensk-bandaríska fyrirtækið Verne Holding. FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR BRAGI Norrænir vinir í heimsókn Fulltrúar vinabæja Vesturbyggðar frá Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð og Nor- egi ætla að heimsækja sinn vestfirska vinabæ dagana 14. til 16. ágúst. VESTURBYGGÐ SJÁVARÚTVEGUR Starfsfólk Hrað- frystihússins Gunnvarar í Súða- vík setti nýtt framleiðslumet í lifrarniðursuðu fyrirtækisins, en formlegri niðursuðuvertíð lauk á dögunum. Framleitt var í tæpar 2,4 milljónir dósa, sem er sex- tíu prósenta aukning frá vertíð- inni í fyrra, eins og kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins. Hráefnið hefur komið að stærstum hluta úr þorskeldi fyrirtækisins í Álftafirði og Seyðisfirði og af ísfisktogaranum Páli Pálssyni ÍS 102. - shá Met í niðursuðuverksmiðju: Suðu lifur í 2,4 milljónir dósa STJÓRNSÝSLA Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, segist ætla að beita sér fyrir því að ráðstöfun peninga, sem fást fyrir óskilamuni í vörslu lögreglu, verði gagnsærri en hún er, og hún sett í lög. „Mér sýnist full þörf á að endur- skoða þessar reglur og setja hrein- lega í lög. Um er að ræða ráðstöfun á fjármunum sem á að vera gagn- sæ og ég mun beita mér fyrir því að það verði gert,“ segir Ragna. Lögreglan hefur aflað fjár með uppboði á óskilamunum í gegnum tíðina. Réttarheimild fyrir geymslu og sölu þeirra er að finna í kansellí- bréfi frá árinu 1767. Samkvæmt því skulu óskilamunir geymdir í eitt ár og einn dag. Kansellíbréf komu á sínum tíma frá skrifstofu í Danmörku, sem annaðist dagleg stjórnunarstörf. Lögreglan hefur nýtt peningana í félagsstarf sitt, svo sem starf- semi Lögreglukórsins. Heimild fyrir ráðstöfun fjárins er úr öðru kansellíbréfi, frá árinu 1811, sem var nánar útfærð 1938 og síðast breytt árið 2001. Ráðherra telur þó ekki að núver- andi fyrirkomulag letji lögregl- una til að koma eigunum aftur til réttra eigenda: „Ég held að vanda- málið snúi frekar að því að erf- itt sé að finna eigendur að þeim munum sem finnast, beri þeir sig ekki sjálfir upp við lögreglu um týnda muni.“ - kóþ Dómsmálaráðherra vill setja í lög hvað gera skuli við fundið fé: Ráðstöfun óskilamuna breytt UPPBOÐ LÖGREGLU Fyrir nokkrum árum fundust hundrað þúsund krónur í tösku í Öskjuhlíð. Peningarnir runnu til lögregl- unnar, en taskan var þó ekki boðin upp. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N Skoðaðu gardplontur.is og nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðyrkjubænda. VELDU ÍSLENSK SUMARBLÓM, SÉRMERKT ÞÉR. „Íslensk blóm eru harðgerð, kröftug og fersk.“ Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður. Í áratugi hafa íslenskir garðyrkjubændur unnið að því að byggja upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu. Nú hafa þeir opnað vefinn gardplontur.is Þar má finna margvíslegan fróðleik. ÍS L E N S K A S IA .I S S G B 4 62 96 0 5/ 09 ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 63 11 0 5/ 09 • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Ganga á Hengils- svæðið Þriðjudaginn 9. júní verður farin fræðslu- og gönguferð á Hengilssvæðinu. Hugað verður að orkunni og beislun hennar, orkujarðfræði, gróðri og sögu. Mæting í Hellisheiðarvirkjun við Kolviðarhól kl.19:30. Leiðsögumenn eru Einar Gunn- laugsson jarðfræðingur og Guðríður Helgadóttir líffræðingur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.