Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 16
8. júní 2009 MÁNUDAGUR2
GÓÐI HIRÐIRINN var opnaður á ný í síðustu viku eftir nokkurra
daga skipulagsbreytingar. Aðgengi viðskiptavina að versluninni var
bætt og reynt var að ná fram betri nýtingu á húsnæðinu. Þá var
kaffihorn verslunarinnar tekið niður. www.sorpa.is
Arne Jacobsen hann-
aði stólinn Svaninn
árið 1958 fyrir Royal
hótelið í Kaupmanna-
höfn. Af sama tilefni
hannaði hann Eggið,
sem svo margir
þekkja. Báðir stólarnir
eru enn í dag fram-
leiddir af húsgagna-
framleiðandanum Fritz
Hansen.
Hvar endar hönnun og hvar hefst
listin? Charles Eames, einn áhrifa-
mesti hönnuður miðrar síðustu
aldar sagði: „Hönnun er túlkun á
tilgangi. Kannski (ef hún er nógu
góð) mun hún síðar verða álitin
list.“ Ungir hönnuðir nútímans
líta á málin á praktískari hátt.
Hinn spænski Jaime Hayon telur
að ekki séu lengur skýr mörk milli
hönnunar og listar. Nýlegasta svar-
ið við þessari eilífu spurningu er
svokölluð hönnunarlist. Dæmi um
slíka list er að finna á sýningu í
Forum Kultur und Wirtschaft
í Düsseldorf í Þýskalandi
sem stendur yfir til 5. júlí.
Þar eru sýnd verk eftir
bæði hönnuði og listamenn
á borð við Ron Arad, Zaha
Hadid, Marc Newson, Rolf
Sachs, Ettore Sottsass, Haim
Steinbach, Marcel Wanders auk
margra annarra.
Nánar er hægt að fræðast um
sýninguna á www.nrw-forum.de
Mörk listar og hönnunar
Hönnunarlist er viðfangsefni sýningar sem haldin er í Düsseldorf í Þýskalandi dagana 23. maí til 5. júlí
2009. Þar eru til sýnis verk heimsþekktra hönnuða og listamanna.
List eða skilrúm? Verk eftir
Ronan & Erwan Bouroullec.
www.fritzhansen.
com
Stóll úr Plútóhund-
um eftir Humberto &
Fernando Campana.
Litríkur stóll eftir
Humberto & Fernando
Campana.
Sérstakur
kassalaga
stóll sem
málaður er á
gamall stóll
eftir Richard
Artschwager.
Gestir virða fyrir
sér listaverk og
hönnun.
Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17
Ókeypis námskeið og ráðgjöf
Föstudagurinn 12. júní
Mánudagurinn 8. júní
Þriðjudagurinn 9. júní
Miðvikudagurinn 10. júní
Fimmtudagurinn 11. júní
Einkatímar í söng - Fullt. Tími: 12.00-14.00.
Að finna eigin styrk - Fjallað verður um áföll og þá þætti
sem geta aukið á tilfinningalega upplifun. Einnig verður
fjallað um bjargráð og stuðning við þá sem eiga um sárt að
binda. Námskeiðið er blanda af fræðslu og æfingum sem
geta hjálpað þér að finna eigin styrk. Tími: 13.00-15.30
Áhugasviðskönnun - Ef þú hefur ákveðið starf eða
nám í huga, getur könnunin staðfest hugmyndir þínar.
Skráning nauðsynleg. Tími: 13.00-14.30.
Kvikmyndirnar og lífið - Skoðuð verða trúar- og siðferðis-
myndbrot í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Spjallað um
hvernig nota má kvikmyndir, sjónvarpsþætti og tónlistar-
myndbönd til að ræða um stórar spurningar á borð við:
Hver erum við? Fyrir hvað stöndum við? Hvert stefnum
við? Tími: 15.30-16.10.
Qi – Gong - Qi – Gong - Æfingar sem hjálpa fólki að afla,
varðveita og dreifa orku um líkamann.Tími: 16.10-17.00.
Einkatímar í söng - Fullt. Tími: 12.00-14.00.
Nokkrir góðir dagar í Japan....á íslandi - Viltu ferðast
um Japan í huganum? Toshiki Toma fjallar um sérkenni
japansks samfélags, siðvenjur og hegðun, japanska tungu og
margt fleira. Tími: 13.00-14.00.
Bingó - Veglegir vinningar í boði. Kaffi á könnunni og vöflur
í boði hússins. Tími: 14.00-15.30.
Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri
og gleði? Tími: 15.30-16.30.
Franska og frönsk menning - fullt. Tími: 12.15-14.15.
Föndur, skrapp myndaalbúm - Lærðu að búa til
skrautleg og skemmtileg albúm fyrir uppáhalds myndirnar
þínar. Tími: 13.00-15.00
Hugmyndafræði góðra húsráða - Langar þig að skilja
betur þín eigin fjármál og læra að skoða þau á gagnrýnin
hátt? Fjallað verður um nokkur lykilhugtök, heildarmyndina
og þann veruleika sem fólk býr við. Tími: 14.30-15.30.
Jóga - Mæta í þægilegum fatnaði. Tími: 15.00-16.00.
Franska og frönsk menning - fullt. Tími: 12.15-14.15.
Prjónahópur - Allir velkomnir, bæði þeir sem vilja læra að
prjóna og þeir sem vilja deila reynslu sinni og hugmyndum
með öðrum. Tími: 13.00-15.00.
Að breyta lifnaðarháttum - Fjallað verður um árangurs-
ríkar leiðir við að breyta hegðunarmynstri sínu, algengar
hindranir í breytingarferlinu og leiðir til að homast hjá því
að leita aftur í sama farið. Tími: 14.15-15.10.
Gítarnámskeið fyrir byrjendur - Fimmti hluti af sex.
Áframhaldandi æfingar og nú erum við byrjuð að spila
lög! - Úmbarassa. Tími: 15.00-16.00.
Veisluhald í heimahúsi - Hér verður fjallað um nokkur
grundvallaratriði við undirbúning veislu og bent á hagkvæmar
leiðir. Tími: 12.30-14.30.
Tölvuaðstoð - Komdu og fáðu persónulega aðstoð.
Tölvur á staðnum. Tími: 13.30-15.30.
Bókaklúbbur - Spjallað verður um bókina Leiðin til lífs-
hamingju eftir Dalai Lama. Tími: 14.00-15.00.
Englar og djöflar, leynihreyfingar og samsæris-
kenningar - Sr. Þórhallur Heimisson ræðir kvikmyndina
Engla og djöfla, samsæriskenningar eins og Illuminati, New
World Order, Frímúrara, töluna 666 ofl. Tími: 14.30-16.00.
Herrasandalar úr leðri í
úrvali. Mjúkir og þægilegir,
margar gerðir
Stærðir 40 - 47
Verð: 7.550.- til 13.450.-
ÁSKORUN – 12 VIKUR
Við leitum að 20 aðilum sem er alvara með að létta sig !
Þátttökugjald er aðeins 5.000,- fyrir allar 12 vikurnar. Þegar
20 þátttakendur hafa skráð sig er potturinn orðinn spennandi !
Þá verða 70.000,- greidd út í verðlaunafé fyrir 3 efstu sætin:
1. sæti = 50% af pottinum = 35.000,-
2. sæti = 30% af pottinum = 21.000,-
3. sæti = 20% af pottinum = 14.000,-
Verðlaunafé getur aukist ef þáttakendur verða fl eiri.
Í hverri viku er vigtun, mæling og persónuleg ráðgjöf. Markviss
fræðsla um heilbrigðan lífsstíl og hvataverðlaun í hverri viku.
Árangur er mældur sem hlutfall af heildarþyngd.
Viltu vita meira ?
Skráning og fyrirspurnir sendist á jhelga@visir.is