Fréttablaðið - 11.06.2009, Side 18
18 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 16 Velta: 47 milljónir
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
272 +0,89% 739 +0,97%
MESTA HÆKKUN
CENTURY AL. +11,79%
BAKKAVÖR +4,55%
ÖSSUR +1,86%
MESTA LÆKKUN
MAREL FOOD S. -0,18%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,20 +0,00% ... Atlantic
Airways 167,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 550,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,15 +4,55% ... Eik Banki 89,00 +0,00 ... Eimskipafélagið
1,00 +0,00% ... Føroya Banki 122,50 +0,00% ... Icelandair Group
4,60 +0,00% ... Marel Food Systems 54,50 -0,18% ... Össur 109,50
+1,86%
Sænski seðlabankinn fær lánaða
þrjá milljarða evra frá evrópska
seðlabankanum til að draga úr
áhrifum fjármálakreppunnar og
gera honum kleift að standa við
skuldbindingar. Þetta jafngildir
um 540 milljörðum króna.
Lánið er hluti af gjaldeyris-
skiptasamningi sænska seðla-
bankans við evrópska bankann.
Samkvæmt honum geta Svíar
fengið allt að tíu milljörðum evra
í skiptum fyrir sænskar krónur,
að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá bankanum í gær.
AP-fréttastofan bætir því
við að skuldbindingar sænska
seðlabankans nemi nú þegar
hundrað milljörðum sænskra
króna, svo sem vegna gjaldeyris-
skiptasamninga við Seðlabanka
Íslands, Lettlands og Eistlands
auk lána í dölum til sænskra
banka. - jab
Svíar sækja í sjóð
Evrópubankans
Endurskoðun Kauphallarinnar á
OMX Iceland 6 vísitölunni, sem
gerð er tvisvar á ári, leiddi ekki af
sér breytingar á samsetningu vísi-
tölunnar. Sex fyrirtæki eru í vísi-
tölunni, sem tekur við af OMX Ice-
land 15 úrvalsvísitölunni, en hún
verður aflögð í sumar.
Endurskoðuð samsetning, en
óbreytt, tekur gildi miðvikudag-
inn 1. júlí næstkomandi. Félögin
sem eru í vísitölunni eru Alfesca,
Bakkavör Group, Føroya Banki,
Icelandair Group, Marel Food
Systems og Össur.
OMX Iceland 6 er samsett af
þeim sex félögum sem mest við-
skipti eru með á NASDAQ OMX
Iceland-markaðnum. - óká
Nýja úrvalsvísi-
talan óbreytt
Afkoma lífeyrissjóðanna
virðist viðunandi miðað
við þróun erlendis segir
Greining Íslandsbanka.
Eign þeirrar rýrnaði um 18
prósent milli ára, en jókst
hins vegar á milli mánaða.
„Eftir mikla ágjöf í kjölfar banka-
hrunsins síðastliðið haust eru eign-
ir lífeyrissjóðanna teknar að vaxa
að nýju,“ segir í umfjöllun grein-
ingar Íslandsbanka um nýbirt-
ar tölur Seðlabankans úr lífeyris-
sjóðakerfinu.
Fram kemur á vef Seðlabankans
að hrein eign lífeyrissjóðanna hafi
í lok apríl verið 1.694 milljarðar
króna og hafði hún hækkað um 42,3
milljarða í mánuðinum. „Sé miðað
við apríl 2008 hefur hrein eign hins
vegar lækkað um 80,2 milljarða
króna eða 4,5 prósent. Sú lækkun
skýrist að stærstum hluta af þeim
miklu sviptingum sem áttu sér stað
á íslenskum fjármálamörkuðum í
október 2008,“ segir á vef Seðla-
bankans. Um leið er bent á að enn
sé nokkur óvissa um endanlegt mat
á eignum lífeyrssjóðanna.
Í vexti milli mánaða munar
mest um erlenda verðbréfaeign
lífeyrissjóðanna, en hún hækkaði
um 41 milljarð króna í mánuðin-
um. Greining Íslandsbanka segir
þar bæði koma til áhrif af verð-
hækkunum á erlendum mörkuðum
og fimm prósenta veiking krón-
unnar. „Innlendar eignir, aðrar en
sjóðir og bankainnstæður, lækkuðu
hins vegar um níu milljarða króna
í mánuðinum. Sjóður og bankainn-
stæður námu rúmum 157 millj-
örðum króna í apríllok, en frá
áfallinu í fyrrahaust hafa lífeyris-
sjóðir kosið að varðveita verulegan
hluta umsýslufjár síns með slíkum
hætti,“ segir greiningardeildin.
Þá er bent á að þótt hrein eign
sjóðanna að nafnvirði hafi rýrn-
að um 4,5 prósent þá sé 12 mánaða
rýrnunin heldur meiri að teknu til-
liti til verðbólgu, eða 18 prósent. Þá
sé ávöxtun sjóðanna líklega talsvert
rýrari en tölurnar gefi til kynna,
þar sem iðgjöld séu mun meiri en
útgreiðsla. „Til dæmis má nefna
að árið 2007 námu iðgjöld umfram
útgreiðslu lífeyris rúmum 93 millj-
örðum króna sem samsvarar um
það bil 7,8 milljarða króna hreinu
innflæði í mánuði hverjum.“
Um leið bendir Greining Íslands-
banka á að þróun íslensku sjóðanna
sé ekkert einsdæmi. Vitnað er til
nýlegrar skýrslu Efnahags- og
samvinnustofnunarinnar (OECD)
um áhrif fjármálakreppunnar á líf-
eyrissjóði í aðildarlöndunum. „Var
það mat stofnunarinnar að hrein
eign sjóðanna í heild hefði rýrn-
að um tæp 20 prósent frá upphafi
ársins 2008 til októberloka það ár. Í
því ljósi má segja að staða íslensku
sjóðanna sé viðunandi, enda hafa
lífeyrissjóðakerfi annarra landa
ekki þurft að glíma við að meiri-
hluti innlendrar hlutabréfaeignar
þurrkaðist út.“ olikr@frettabladid.is
Á FUNDI Frá fundi fjármálaráðherra með
Landssamtökum lífeyrissjóða í febrúar.
Fremst situr Arnar Sigurmundsson,
framkvæmdastjóri Landssamtakanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Aftur safnast í sjóði
eftir hrun bankanna
EIGNIR LÍFEYRISSJÓÐA
Staðan í apríllok 2009
Eign milljarðar króna
Sjóður/bankainnstæður 157,4
Útlán og verðbréf 1.558,8
Hrein eign til greiðslu lífeyris 1.694,5
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Öll helstu merkin í bakpokum: TNF, Millet, Deuter, Osprey.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
46
55
9
06
/0
9
Deuter Aircontact Pro
Sá vandaðasti úr smiðju Deuter.
Frábært stillanlegt burðarkerfi.
Fáanlegur í ýmsum stærðum f. dömur og herra.
Deuter Aircontact
Margverðlaunaður bakpoki! Góður í lengri ferðir.
Vandað, stillanlegt burðarkerfi. Regnyfirbreiðsla.
Fáanlegur í ýmsum stærðum f. dömur og herra.
Deuter Futura
Okkar vinsælustu dagpokar! Með frábæru
öndunarkerfi í baki. Regnyfirbreiðsla og
ýmsar festingar. Fáanlegur í ýmsum stærðum.
70+15 L
Verð: 39.990 kr.
60+15 L
Verð: 48.990 kr.
55+15 L
Verð: 41.990 kr.
60+10 L
Verð: 29.990 kr.
65+10 L
Verð: 29.990 kr.
75+15 L
Verð: 32.990 kr.
22 L
Verð: 16.990 kr.
28 L
Verð: 12.990 kr.
32 L
Verð: 19.990 kr.
Góðir ferðafélagar í sumar
Deuter bakpokarnir eru mest verðlaunuðu bakpokar seinni ára
Gengi krónunnar veikt-
ist um 0,75 prósent í gær
og endaði í 234 stigum.
Krónan hefur ekki verið
veikari síðan í aðdrag-
anda gengishrunsins
í lok nóvember í fyrra
þegar gjaldeyrishöftin
voru sett á.
Yfirvofandi lokagjald-
dagi Seðlabankans á
morgun á ríkisbréfum
upp á sjötíu milljarða króna að við-
bættum sex milljarða króna vöxt-
um, að mestu í eigu erlendra aðila,
skýrir gengisþróunina. Ætla má að
þrír milljarðar af vaxtagreiðslunum
fari úr landi.
„Menn hafa haft áhyggjur af gjald-
daganum en bæði veigra útflytjendur
sér við því að selja gjaldeyri og innflytj-
endur kaupa hann til að verja sig fyrir
frekari lækkun,“ segir Jón Bjarki Bents-
son, sérfræðingur hjá Greiningu Íslands-
banka. Hann bætir við að þótt Seðlabank-
inn hafi beitt sér á gjaldeyrismarkaði
í talsvert meiri mæli en
í fyrri mánuði til að
spyrna við þróuninni
virðist honum sem
það dugi ekki til.
„Næstu dagar
verða líklega
erfiðir og jafn-
vel nok k ra r
vikur þangað til
skýr mynd fæst
af því hversu
miklar vaxtatekj-
ur hafa orðið eftir í
landinu,“ segir hann.
- jab
Krónan er með veikasta móti
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS)
og yfirvöld Hvíta-Rússlands hafa
náð samkomulagi um aukna aðstoð
vegna fjármálaerfiðleika landsins.
Aðstoðin nemur 1 milljarði dala.
Áður hafði Hvíta-Rússland fengið
tæpa 2,5 milljarða dala í aðstoð frá
AGS í janúar á þessu ári. Helstu
ástæður þessarar auknu fjár-
veitingar má rekja til versnandi
aðstæðna á alþjóðlegum fjármála-
markaði og verri horfum innan-
lands. Rússland hafði einnig veitt
Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dala
lán fyrr á árinu. Auk þess var til-
kynnt um aðgerðir í peningamál-
um til að halda gjaldmiðlinum
stöðugum og verðbólgu lágri.
Undanfarin ár hefur gengi
rúblunnar verið leyft að fljóta
innan ákveðinna marka. Í fréttatil-
kynningu AGS kemur einnig fram
að slakað verði á þessum mörkum
til að auðvelda aðlögun hagkerfis-
ins. Gengi hvít-rússnesku rúblunn-
ar var fellt um 20 prósent í upphafi
árs í samræmi við samkomulag við
AGS.
Útflutningur Hvíta-Rússlands
hefur fallið mikið á þessu ári
vegna samdráttar á evrusvæðinu
og Rússlandi, helstu viðskiptalönd-
um landsins.
Eftir lánveitinguna er skulda-
staða Hvíta-Rússlands 587 prósent
af kvóta landsins við AGS. Sam-
bærileg tala fyrir Ísland er 1.190
prósent. - bþa
AGS hjálpar Hvítrússum
JÓN BJARKI
BENTSON