Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 22
22 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Þetta var nokkru eftir 1980. Ég var staddur í Leníngrað, hún
hét því nafni þá þessi sögufræga
og fallega borg austast við Eystra-
salt, ég bjó á Hótel Pribaltiskaya,
útlendingar voru yfirleitt hafðir
þar í hæfilegri fjarlægð frá mið-
borginni. Ég fór ferða minna með
leigubílum og spurði einn bíl-
stjórann hvað ný Lada kostaði út
úr búð. Hann sleppti stýrinu og
slengdi tíu fingrum tvisvar upp
í loftið. Ég hafði ekki hugmynd
um, hversu mikils virði 20.000
rúblur voru, og kunni ekki við að
spyrja bílstjórann um laun hans.
Hótelið var mammútur að vexti,
og ég veitti því athygli á barnum,
að þar voru margar ungar stúlkur
einar síns liðs, misföngulegar. Ein
þeirra gaf sig á tal við mig, og ég
fagnaði félagsskapnum: nú fékk
ég færi á að afla mér gagnlegra
upplýsinga um ástand og horfur,
kaup og kjör. Það skipti engum
togum, að stúlkan gat sagt mér
allt, sem ég vildi vita um fjölda
ísskápa í eldhúsum og stássstof-
um borgarinnar og annað slíkt.
Hagvísar og félagsvísar um borg-
ina og landið léku á vörum henn-
ar. Þar kom, að ég spurði hana um
launakjör háskólakennara. Áttu
við lektor, dósent eða prófessor?
spurði hún eldsnöggt á móti. Segj-
um prófessor, svaraði ég. Andsvar
hennar fól í sér, að það tæki próf-
essor í Leníngrað sjö ár að vinna
sér inn fyrir nýrri Lödu, og hann
gerði ekki annað á meðan. Ég gat
sagt mér það sjálfur, hvers kyns
var með þessar stelpur þarna á
barnum: þær voru þarna í við-
skiptaerindum. Eða voru þetta
kannski bara venjulegar stelpur
að afla sér ókeypis enskuþjálfun-
ar? Eða jafnvel útsendarar? Allt
þrennt kannski?
Þegar ég kom aftur heim til
Stokkhólms, bar ég þessa lauf-
léttu lífsreynslusögu af barnum
á Pribaltiskaya undir vinnufé-
laga minn, sem hafði lært rúss-
nesku í sænska hernum. Hann
var ekki lengi að leysa gátuna:
hún hefði aldrei spurt lektor, dós-
ent eða prófessor nema hún væri
útsendari, sagði hann, því að ella
hefði hún ekki kunnað gervalla
launatöflu háskólans utan að. Nú
þykknaði þráðurinn. Hvað gat
útsendari yfirvalda hafa viljað
mér í Leníngrað?
Þetta er Moskva
Nú rifjast upp fyrir mér annað
atvik frá þessum árum. Ég sat
á frostköldum janúardegi við
skrifborðið mitt í Stokkhólmi
djúpt sokkinn í útreikninga,
nema síminn hringdi, og sem
ég lyfti heyrnartólinu heyrði
ég sagt: Þetta er Moskva. Ég
sperrti eyrun. Hringjarinn hélt
áfram: Prófessor Leonid Vitaliy-
evich Kantorovich, Nóbelsverð-
launahafi í hagfræði, er fárveik-
ur, hann þjáist af krabbameini í
ristli, getið þér hjálpað? Rúss-
neskir læknar gátu ekki hjálp-
að sjúklingnum, geislameðferð
dugði ekki, og eina vonin var
opinbert boð að vestan um spít-
alavist. Í lok ræðunnar kynnti
hringjarinn sig sem prófessor í
hagnýtri stærðfræði í Moskvu-
háskóla. Mér heyrðist frú Kant-
orovich sitja hjá honum við sím-
ann. Ég skrifaði niður númerið
og óskaði þeim allrar blessunar.
Þegar ég hafði nokkru síðar náð í
yfirlækninn á krabbadeildinni á
Karólínska spítalanum í Stokk-
hólmi og sagt honum söguna,
reyndi ég að hringja í númerið
í Moskvu til að gefa prófessorn-
um skýrslu. Stúlkan við skipti-
borðið í Stokkhólmi sagði, að eftir
eina hringingu hefði símtólinu
verið lyft í Moskvu og í það sagt
djúpri röddu: Við áttum ekki von
á símtali frá útlöndum. Við frek-
ari eftirgrennslan á símstöðinni
í Moskvu kom fram, að eitthvað
væri athugavert við númerið.
Hvað þýddi það? Var síminn hler-
aður? Ég hringdi í forstöðumann
Nóbelsstofnunarinnar í Stokk-
hólmi, þar eð hann hafði verið
gestgjafi Leonids Kantorovich,
þegar hann kom til Stokkhólms
1975 að taka við Nóbelsverð-
laununum, og sagði honum sög-
una. Hann sagðist mundu athuga
málið með aðstoð utanríkisráðu-
neytisins. Meira gat ég ekki gert.
Ég þurfti að fara til Princeton
daginn eftir, kenndi þar. Líður
nú fram á vor. Einn fagran apríl-
morgun við morgunverðarborð-
ið úti í garði í glampandi sólskini
opna ég New York Times og sé
langa minningargrein um Leonid
Kantorovich. Þegar ég spurðist
fyrir um málið í Stokkhólmi, kom
á daginn, að Svíunum hafði ekki
tekizt að hafa upp á honum og
ekki heldur prófessornum, sem
hafði hringt í mig.
Hjálparleysi
Var þessi fátæklega tilraun mín
til að hjálpa deyjandi manni
í Moskvu orsök athyglinnar,
sem ég naut á barnum á Pri-
baltiskaya? Sagan væri safa-
ríkari, ef svo væri, en svarið er
nei. Símtalið frá Moskvu barst
1987, Kantorovich lézt þá um
vorið, nokkrum árum eftir þessa
fyrstu heimsókn mína til Len-
íngrað. Og yngismærin talna-
glögga? Kannski var hún bara
svona vel að sér.
Reynslusögur frá Rússlandi
Í DAG | Minningar að austan
ÞORVALDUR GYLFASON
UMRÆÐAN
Ögmundur Jónasson svarar Kristni H.
Gunnarssyni
Minn gamli félagi á Alþingi, Kristinn H. Gunnarsson, er ekki hrifinn af því
að ég vilji breyta lögum um Seðlabanka
Íslands og færa hann undir lýðræðislegt
almannavald.
Að undanförnu hef ég gagnrýnt Seðla-
bankann fyrir að halda uppi vaxtastigi
sem þrengir hættulega að skuldsettum heimil-
um og fyrirtækjum. Hef ég sagt að Seðlabank-
inn eigi að þjóna almannahag, ekki einvörðungu
hags munum fjármagnseigenda. Á heimasíðu sinni
segir Kristinn að ég sé heldur betur kominn í hring
því á sínum tíma hafi ég gagnrýnt Davíð Odds-
son, þáverandi forsætisráðherra, fyrir að veitast að
stofnunum sem sýndu sjálfstæði; stofnunum á borð
við Þjóðhagsstofnun, sem beinlínis hafi verið lögð
niður þegar hún hafi óhlýðnast framkvæmdarvald-
inu. Er Kristinn búinn að hafa upp á ræðum sem ég
flutti á Alþingi þar sem ég gagnrýndi þetta ráðslag.
Kristinn þyrfti að leggjast í meiri rannsóknir
ef hann vildi fella sanngjarna dóma um
minn málflutning. Oft gagnrýndi ég Þjóð-
hagsstofnun fyrir að sýna framkvæmd-
arvaldinu of mikla fylgispekt, ekki síst
þegar telja átti kjarkinn úr launaþjóðinni í
aðdraganda kjarasamninga. Ég hafði með
öðrum orðum gagnrýnt Þjóðhagsstofnun
fyrir að rísa ekki undir því hlutverki sínu
að gefa óhlutdrægar og raunsannar upp-
lýsingar. Þetta var hennar hlutverk.
Seðlabankinn hefur vissulega það hlut-
verk með höndum að veita upplýsing-
ar en hann er jafnframt framkvæmdaaðili. Að
þessu leyti er hann frábrugðinn Þjóðhagsstofnun
í grundvallaratriðum. Hann handstýrir vaxtastig-
inu í landinu! Vextir eru sem kunnugt er bein-
tengdir inn í hagsmuni þeirra sem eiga fjármagn
og hinna sem eru skuldsettir. Þegar í ljós kemur
að hagsmunir hinna skuldsettu eru fyrir borð
bornir að flestra manna dómi þá þurfum við sem
samfélag að geta gripið í taumana. Það er kallað
lýðræði. Er ekki komið nóg af alræði peninga-
valdsins?
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Alræði eða lýðræði?
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
R
íkisendurskoðun sendi skýrslu til Alþingis í maí um
íslensk muna- og minjasöfn. Undirtitill skýrslunnar
er Meðferð og nýting á ríkisfé, sem er ekki rang-
hermt. Fjármunir sem Alþingi höndlar með eru ekki
fé ríkisins, heldur fé almennings. Skýrslan er gott
veganesti fyrir þá nýkjörnu þingmenn sem þurfa að taka til í
rekstri ríkisins, spara í stað þess að auka tekjur.
Í upphafi þessa árs störfuðu sextíu lista-, náttúru- og menn-
ingarminjasöfn í landinu. Ríkisendurskoðun notar orðið „full-
burða“ um þau, sem er fjarri sanni. Fá þeirra eru fullburða, ef
nokkurt. Þau eru öll í fjársvelti, enda of mörg og of lítil.
Ríkisendurskoðun segir þess utan vera 200 – tvö hundruð
– safnvísa, setur og sýningar á sama sviði. Og þeim fer fjölg-
andi: úti um allt land er verið að búa til einhver gripasöfn sem
menn telja vera ferðaþjónustu til framdráttar. Flest eru þau
sprottin af söfnun einstaklinga eða félagasamtaka.
Til þessa málaflokks renna á þessu ári 1.600 milljónir, þar af
tæplega helmingur til safna og stofnana sem ekki eru í ríkis-
eigu. Það er athyglisvert að úthlutun þessa fjár er að stærstum
hluta í höndum fjárlaganefndar þingsins – 52%. Safnaráð deil-
ir út 15%, menntamálaráðuneyti 23%, önnur ráðuneyti eru að
dreifa til skjólstæðinga 8% og Húsafriðunarnefnd ríkisins 2%.
Þess má geta að það er menntamálaráðuneyti sem á að annast
þennan málaflokk í verkaskiptingu ráðuneyta. Drjúgur hlutur
fjárlaganefndar í stýringu fjár til safna skýrist af hreppapoti
og hagsmunagæslu og er ábyrgðin nefndarinnar. Þá er ábyrgðin
ekki minni hjá menntamálaráðherrum síðari ára.
Þessi stefna ber í sér hentistefnu og skort á faglegum viðmið-
um bæði í vörslu og sýningu. Hún dregur safnskipan í landinu
niður á plan áhugamennskunnar og er öld á eftir vegna van-
kunnáttu og heimsku þeirra sem ábyrgð bera á málaflokknum.
Hún sýnir algera forakt og vanþekkingu fjárveitingarvaldsins
og opinberar almennt ábyrðarleysi alþingismanna – bæði gagn-
vart eldri söfnum og starfi þar og eins gagnvart hlutverki safna
– og þar með menningararfinum.
Ríkisendurskoðun tekur kurteislega fram að fjöldi safna hér
– eitt safn á hverja ríflega 1.200 íbúa – sé í blóra við stefnu í
nálægum löndum þar sem söfnum hafi skipulega verið fækkað
með samruna; stærri söfn hafi gleypt hin smærri. Enda sér
hver maður að þessi glundroði í safnarekstri er della og ein-
ungis afleiðing stefnuleysis stjórnvalda og ístöðuleysis þing-
manna. Nú á að setja á fót sérstaka stofnun um þessi mál og
þar með létta á starfsfólki menntamálaráðuneytis. Er það lausn
á málinu? Enn ein stofnunin. Níu ráða pakki til þingsins ætti
að hjálpa eitthvað til, en fróðlegt væri ef eldri þingmenn gætu
uppfrætt okkur um hvernig það kom til að þessi fámenna þjóð
taldi sig hafa efni á að reka öll þessi söfn, setur, sýningarsali
og hvað það er kallað. Frú Katrín þarf sannarlega að taka til í
sínum ranni.
Nýtt safn opnað í hverri viku:
Ruglið í safna-
rekstri ríkisins
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR
Sigríður klöguð
Fjórir mikilsmetnir hagfræðingar
rituðu tvær greinar í Fréttablaðið og
Morgunblaðið í gær, þar sem þeir
komu Sigríði Benediktsdóttur til varn-
ar. Sigríður á sæti í rannsóknarnefnd
Alþingis um bankahrunið, en eins og
kunnugt er klagaði Jónas Fr. Jónsson,
fyrrverandi forstjóri Fjármálaeft-
irlitsins, Sigríði til Páls Hreins-
sonar, formanns nefndarinnar,
eftir að hún lét þau orð
falla í viðtali við bandarískt
háskólarit að orsök
fjármálakreppunnar
væri „óhæfileg
græðgi margra“
og „andvaraleysi
eftirlitsstofnana“.
Almenn og almælt
Hagfræðingarnir Jón Steinsson og
Gauti B. Eggertsson skrifuðu varnar-
grein fyrir Sigríði í Fréttablaðið í
gær. Að þeirra mati voru fullyrðingar
Sigríðar ekki grundvöllur vanhæfis,
heldur bæði almenn og almælt
tíðindi og lýstu viðhorfi „sem flestir
hagfræðingar um allan heim deila“.
Hagfræðingarnir Jón Daníelsson
og Gylfi Zoëga tóku hins vegar
upp hanskann fyrir Sigríði á
síðum Morgunblaðsins.
Sakleysisleg en óheppileg
Gylfi og Jón Daníelsson stíga hins
vegar varlegar til jarðar en Jón
Steinsson og Gauti. Þótt þeir
tali vissulega máli Sigríðar
fara þeir ekki leynt með að
þeim þykir heldur verra að hún hafi
látið áðurnefnd orð falla; þeir kalla
ummælin „sakleysisleg en óheppi-
leg“ og draga jafnvel í efa að rétt hafi
verið eftir henni haft (þótt ekkert
hafi komið fram sem bendi til þess)
en bæta við að „flest allir
Íslendingar gætu tekið
undir“ þau. Það ber
sem sagt örlítið á milli
í túlkunum hagfræðing-
anna á orðum Sigríðar.
Þeir fyrrnefndu segja
flesta hagfræðinga í
heimi geta tekið undir
þau. Þeir síðarnefndu
telja eingöngu flesta
Íslendinga geta tekið
undir þau.
bergsteinn@frettabladid.is