Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 24
24 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR
Vegna umfjöllunar um LifeWave-plástrana
UMRÆÐAN
David Schmidt skrifar um
LifeWave-plástra
Bréf þetta er svar við blaða-grein sem nýlega var birt í
íslensku dagblaði þar sem ráð-
ist var bæði að minni persónu og
á LifeWave-fyrirtækið, aðallega
með tilvitnun í ummæli Magnús-
ar Jóhannssonar prófessors.
Í fyrsta lagi er blaðagrein-
in skrifuð á meinfýsinn hátt og
eru engar sannanir lagðar fram
á þeim fullyrðingum sem Magn-
ús setur fram. Þess í stað veit-
ir Magnús „álit“ sitt, sem ekki
vegur þungt þegar kemur að
vísindum. Eins og Magnús veit
byggjast vísindi á staðreyndum,
rannsóknum og fræðistörfum.
Mér kemur á óvart að maður sem
stærir sig af því að vera sjálf-
skipað yfirvald í þeim efnum
skuli virða að vettugi svo ófrá-
víkjanlegt lögmál.
Í öðru lagi hefur LifeWave nú
verið starfandi í sjö ár. Hvernig
gæti fyrirtæki starfað svo lengi
án þess að bjóða upp á lögmæta
vöru? Sannleikurinn er sá að
vörur LifeWave hafa þau áhrif
sem lýst er í auglýsingum. Lif-
e Wave heldur reglulega fundi
fyrir almenning um allan heim
til að kynna IceWave-verkja-
plástrana. Dæmigerð kynning fer
þannig fram að einhverjum fund-
argesta sem finnur fyrir verkjum
er boðið að prófa vöruna og lýsa
áhrifunum um leið og hann finn-
ur þau. Dæmigerður árangur
er 50% eða meiri linun verkja á
tveim til þrem mínútum.
Í þriðja lagi er ég sakaður um
að vera loddari og að fara huldu
höfði. Það er fjarri sanni. Yfirlit
um starfsferil minn er aðgengi-
legt á vefsíðu LifeWave og segi
ég þar opinskátt frá reynslu
minni og vinnu síðastliðin tólf ár
fyrir bandaríska herinn. Einn-
ig má nefna að forstjóri
LifeWave-fyrirtækis-
ins er hershöfðinginn
Teddy Allen (sem kom-
inn er á eftirlaun hjá
hernum). Hann hefur
verið sæmdur ótal heið-
ursmerkjum sem segir
sína sögu um störf hans
fyrir herinn. Það er
honum að þakka að Life-
Wave-plástrarnir eru nú
notaðir af hermönnum
við störf í Bandaríkjunum. Allen
hefði, sem þriggja stjörnu hers-
höfðingi á eftirlaunum, getað
valið að starfa hjá hvaða fyrir-
tæki sem var, en hann valdi að
starfa með LifeWave.
Í fjórða lagi fór LifeWave að
njóta eftirtektarverðrar vel-
gengni í Bandaríkjunum árið
2004 þegar bandaríska ólymp-
íuliðið í sundi notaði LifeWave-
orkuplástrana í því skyni að
bæta enn frekar árangur sinn.
Eftir að hafa fylgst með árangri
íþróttamannanna með Life Wave
ákvað Richard Quick, sem var
þjálfari bandaríska ólympíuliðs-
ins í sundi á sex Ólympíuleikum,
að ganga til liðs við LifeWave-
fyrirtækið. Quick er einn virt-
asti sundþjálfari heims. Maður
með hans bakgrunn getur valið
að starfa hjá hvaða fyrirtæki
sem er. Hann hefur valið að
vinna með LifeWave.
Í fimmta lagi hefur LifeWave
unnið staðfastlega að því síðast-
liðin sjö ár að sanna gildi vör-
unnar með bæði klínískum og
vísindalegum rannsóknum. Við
höfum leitast við að eiga sam-
starf í rannsóknum eingöngu við
virta sérfræðinga. Sem dæmi má
nefna að dr. Dean Clark, lækn-
ir bandaríska ólympíuliðsins í
sundi og viðurkenndur sérfræð-
ingur á vettvangi læknisfræði-
legra innrauðra myndgerða,
hefur stjórnað klínískum rann-
sóknum á Life Wave-plástrunum
síðastliðin fjögur ár.
Dr. Clark hefur kynnst
af eigin raun gildi Lif-
eWave og hann kynnti
LifeWave fyrir íþrótta-
mönnum og læknum á
Ólympíuleikunum í Pek-
ing. Dr. Clark gæti valið
úr fyrirtækjum til að
starfa hjá en hann hefur
valið að vinna með Life-
Wave.
LifeWave heldur ráð-
stefnu í París laugardaginn 20.
júní. Hér með býð ég Magnúsi
Jóhannssyni að eiga fund með
mér, dr. Dean Clark og dr. Steven
Haltiwanger. Magnús mun fá
tækifæri til að ræða við fólk-
ið á bak við LifeWave og kynna
sér þær rannsóknir sem gerð-
ar hafa verið. Ég býð Magnúsi
að endurvinna klínískar rann-
sóknir okkar og greina frá nið-
urstöðunni í vísindaritum. Eins
og hann veit er það eðlilegur far-
vegur.
Til viðbótar eru nokkrar stað-
reyndir:
1) LifeWave-plástrar eru skráð
söluvara á Íslandi lögum sam-
kvæmt sem tæki til punktaþrýst-
ings (e. acupressure).
2) IceWave-verkjaplástrar
eru viðurkennt meðferðartæki
á Íslandi.
3) Í Bandaríkjunum eru Life-
Wave-plástrarnir skrásettir hjá
Lyfja- og matvælaeftirlitinu
(United States Food and Drug
Administration).
4) LifeWave-plástrarnir virka
sem tæki til punktaþrýstings
(sem útskýrir hvers vegna fylg-
ir þeim „perla“ til að beita mild-
um þrýstingi á húðina meðan á
notkun stendur).
5) Áætlaður fjöldi þeirra sem
nýta sér punktaþrýsting/nála-
stungur sem fyrsta kost til að
vernda heilsuna er 1,8 milljarð-
ar um allan heim.
6) Punktaþrýstingur/nála-
stungur eiga sér 5.000 ára sögu
sem einkennist af öryggi og
góðum árangri.
7) Þótt aðferðir við punkta-
þrýsting hafi verið umdeildar
viðurkenna heilbrigðisstofnanir
um allan heim að punktaþrýst-
ingur sé heilsubætandi meðferð
sem nær fram sértækum áhrif-
um.
8) Þúsundir klínískra rann-
sókna sýna fram á gildi punkt-
aþrýstings til að ná árangri á
borð við aukna orku, minnkandi
verki, bættan svefn, stjórn á
matarlyst og hægari öldrun. Sjá
má niðurstöður nokkurra rann-
sókna á sviði punktaþrýstings á
vefsíðu okkar, http://www.lifew-
ave.com/research.asp.
9) Magnús Jóhannsson segir
að engar sannanir séu fyrir
virkni plástranna. Klínískar
rannsóknir á vefsíðu Life Wave
(http://www.lifewave.com/res-
earch.asp) sýna fram á bæði
öryggi og virkni Life Wave-
plástranna. Þess má geta að
hægt er að greina lífræn raf-
boð plástranna á örfáum mínút-
um með margs konar þekktum
aðferðum við greiningartækni
svo sem Acuscope, EIS, innrauð-
um myndum og HRV.
10) LifeWave hefur starfað
frá júlí 2002. Hundruð þúsunda
manna um allan heim hafa síðan
þá kynnst af eigin raun kostum
LifeWave-plástranna. Á kynning-
arfundum um LifeWave-verkja-
plástrana (IceWave) er varan próf-
uð á einhverjum fundargesti sem
vill taka þátt. Dæmigerður árang-
ur er 50% til 100% linun verkja á
tveim til þrem mínútum.
11) Eins og sjá má á vefsíðu
LifeWave nota mörg hundr-
uð íþróttamenn um allan heim,
atvinnumenn og ólympíufarar,
LifeWave-plástrana vegna þess
að þeir hafa komist að því að
LifeWave gefur þeim forskot án
skaðlegra lyfja eða örvandi efna.
http://www.lifewave.com/inthen-
ews.asp
12) LifeWave hefur verið rann-
sakað og prófað við raunveru-
legar aðstæður af virtum aðil-
um eins og Richard Quick sem
þjálfaði bandaríska ólympíuliðið
í sundi fyrir sex Ólympíuleika,
og Dean Clark, lækni banda-
ríska ólympíuliðsins. Vinsam-
legast skoðið vefsíðu LifeWave
til að afla frekari upplýsinga.
13) Haft var eftir Dr. Jóhanns-
syni í greininni að fræðimenn í
Bretlandi og Bandaríkjunum
hafi skoðað þetta og að niður-
staða þeirra væri sú að plástr-
arnir væru blekking. Eins og
Dr. Jóhannsson veit byggjast
vísindi á rannsóknum og fræði-
störfum. Gott væri ef hann vildi
nafngreina vísindamennina
sem rannsakað hafa LifeWave-
plástrana og leggja fram afrit af
klínískum rannsóknum þeirra.
Allar rannsóknir LifeWave eru
aðgengilegar á vefsíðunni www.
LifeWave.com/research.asp.
14) Ein staðhæfingin í grein-
inni er að David Schmidt vilji
ekki sýna ferilskrá sína. Stað-
hæfing þessi er röng þar sem
upplýsingar um David Schmidt
má finna á vefsíðu fyrirtækis-
ins, http://www.lifewave.com/
leadership.asp. Að auki var
David Schmidt á síðasta ári einn
þeirra vísindamanna sem fjallað
var um í Breakthrough, metsölu-
bók New York Times.
15) Dr. Jóhannsson segir að
aldrei hafi verið birtar rann-
sóknarniðurstöður fyrir utan
þær sem gerðar voru við tvo
skóla. Þessi staðhæfing er einnig
röng. Auðvelt er að nálgast rann-
sóknir sem gerðar hafa verið á
LifeWave, http://www.lifewa-
ve.com/research.asp, á vefsíðu
fyrirtækisins.
Höfundur er aðalframkvæmda-
stjóri LifeWave.
DAVID SCHIMDT
Vei yður, þér hræsnarar
UMRÆÐA
Jón Baldvin Hanni-
balsson skrifar um
IceSave-málið
Hvað svo sem mönnum finnst
um samningsniður-
stöðuna í Icesave-
málinu, þá er eitt víst:
Stjórnarandstöðu-
flokkarnir, Sjálfstæð-
is- og Framsóknarflokkurinn,
ættu síst af öllum að þykjast
þess umkomnir að gagnrýna
núverandi ríkisstjórn, hvað
þá heldur núverandi fjármála-
ráðherra, Steingrím J. Sig-
fússon, fyrir að hafa haldið
illa á málum eða fyrir að hafa
lagt drápsklyfjar á þjóðina að
ósekju.
Þegar menn gera upp hug
sinn um samningsniðurstöðuna
er nauðsynlegt að hafa í huga
eftirfarandi aðalatriði málsins:
Ábyrgð ríkisins
1. Hver var ábyrgð ríkisins
lögum samkvæmt? Með neyðar-
lögunum sem samþykkt voru
á Alþingi 6. október, 2008, tók
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingar, undir for-
ystu Geirs H. Haarde og Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur,
fulla og ótakmarkaða ábyrgð á
sparifjárinnistæðum íslenskra
banka. Þetta var gert til að
afstýra „run on the banks“,
þ.e. til að koma í veg fyrir að
sparifjáreigendur myndu tæma
bankana. Þessi lög giltu um
alla íslensku bankana og þ.m.t.
útibú þeirra, hvar svo sem þau
voru staðsett. Hafi nokkur vafi
leikið á um ábyrgð ríkisins á
sparifjárinnistæðum í
íslenskum bönkum áður,
þá var þeim vafa eytt að
fullu og öllu með neyðar-
lögunum.
Ómarktæk lagaskýring
2. Jú, en hafa ekki nafn-
greindir íslenskir lög-
fræðingar fullyrt, að
skv. EES-samningnum
takmarkist ábyrgð rík-
isins við þá upphæð sem
er að finna í trygginga-
sjóði innistæðueigenda? Þessi
lagaskýring er vægast sagt
ómarktæk, þ.e.a.s. þeir aðilar
fyrirfinnast ekki innanlands né
utan, sem taka mark á henni.
Sá dómstóll er heldur ekki
fyrirfinnanlegur, sem myndi
taka mark á svona rökstuðn-
ingi. Ástæðurnar eru marg-
ar, en þessar helstar: Reglur
Evrópusambandsins (sem einn-
ig gilda á EES-svæðinu) kveða
á um innistæðutryggingu spari-
fjáreigenda að upphæð 20.887
evrur. Einstök aðildarríki mega
ganga lengra, en þetta er lág-
mark.
Sú ófrávíkjanlega grundvall-
arregla gildir innan Evrópu-
sambandsins, að óheimilt er
með öllu að mismuna einstakl-
ingum eða lögaðilum á grund-
velli þjóðernis. Á þessu leikur
ekki minnsti vafi. Að settum
neyðarlögum var það því frá
upphafi hafið yfir allan vafa, að
íslenska ríkið væri ábyrgt fyrir
sparifjártryggingu íslenskra
banka, hvar svo sem þeir væru
starfandi. Það hefur aldrei leik-
ið nokkur vafi á þessu grund-
vallaratriði. Forstöðumönnum
Landsbankans og íslenskum
stjórnvöldum var þetta full-
komlega ljóst frá upphafi.
„Ófyrirgefanleg“ ákvörðun
3. Hvernig lítur málið út, ef við
reynum að setja okkur í fótspor
breskra og hollenskra spari-
fjáreigenda? Þá er ljóst að fórn-
arlömbin í málinu eru breskir
og hollenskir sparifjáreigend-
ur og íslenskir skattgreiðendur.
Skúrkarnir í málinu eru ótví-
rætt bankastjórar og banka-
ráðsformenn Landsbankans.
Ólafur Arnarson hagfræðingur,
höfundur bókarinnar Sofandi
að feigðarósi, segir um þetta
mál eftirfarandi:
„Geir H. Haarde sagði í sam-
tali við undirbúning bókarinn-
ar, að fyrirkomulag Ice save-
reikninganna og sú töf sem
varð á að koma þeim yfir í dótt-
urfélag, sé eitthvert mesta böl,
sem íslensk stjórnvöld hafa
nokkurn tíma þurft að glíma
við. Það hafi verið ófyrirgef-
anlegt af hálfu Landsbankans
að opna Icesave-reikninga sína
í útibúi í Bretlandi. Það hafi
ekki verið tilviljun, heldur hafi
að baki legið fyrirætlanir um
að geta notað þá peninga, sem
kæmu inn í Icesave, rétt eins og
þeir kæmu úr íslensku útibúi.“
Þeir menn sem tóku þessa
„ófyrirgefanlegu“ ákvörðun að
mati fyrrverandi forsætisráð-
herra og formanns Sjálfstæð-
isflokksins eða bera ábyrgð á
henni, heita: Halldór J. Kristj-
ánsson og Sigurjón Þ. Árna-
son, bankastjórar; og Björgólf-
ur Guðmundsson og Kjartan
Gunnarsson, formaður og vara-
formaður bankaráðsins.
Léleg samningsstaða
4. Hvers vegna hafa stjórn-
völd ekki lagt öll spilin á borðið
í þessu máli? Ábyrgð ríkisins
í formi innistæðutrygging-
ar vegna Icesave að upphæð
650 milljarðar króna lá fyrir,
þegar á næstu dögum eftir hrun
Landsbankans. Upphæðin hefur
ekkert breyst. Hvað hefur náðst
fram með átta mánaða samn-
ingaþófi? Við mat á því ber að
hafa í huga, að ríkisstjórn Geirs
Haarde og Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur hafði sam-
þykkt ábyrgð íslenska ríkisins á
sparifjárinnistæðum hollenska
Icesave og fallist á lántöku í því
skyni með 6,7% vöxtum til tíu
ára. Þetta spillti samningsstöðu
Íslands stórlega.
Það sem hefur áunnist
5. Með samningsniðurstöðunni
nú hefur eftirfarandi áunnist:
Lánstíminn verður 15 ár; sjö
fyrstu árin verða afborgun-
arlaus; á þessu árabili lækkar
höfuðstóllinn eftir því sem
eignum Landsbankans í Bret-
landi verður komið í verð; á
meðan ber höfuðstóllinn 5,5%
vexti. Væntanlega má endur-
fjármagna eftirstöðvarnar á
árunum 2016 til 2024 á hag-
stæðari kjörum. Það er áhætta
sem Íslendingar taka og enginn
kann að meta af raunsæi á þess-
ari stundu.
Veigamiklar spurningar
6. Eftir standa veigamiklar
spurningar, sem stjórn-
völd verða að skýra betur
fyrir almenningi. Seðlabank-
ar heimsins hafa í ríkjandi
kreppuástandi keppst við að
lækka stýrivexti. Stýrivextir
Bank of England eru að nálg-
ast núllið. Útistandandi eign-
ir Landsbankans (lánasöfn?) í
Bretlandi, þau sem eru vaxta-
berandi, bera væntanlega vexti
í samræmi við þetta. Hvers
vegna náðust þá ekki fram
lægri vextir á höfuðstól láns-
ins, þegar þess er líka gætt, að
lánið ber ríkisábyrgð? Láns-
hæfismat íslenska ríkisins er
að vísu ekki beysið núna, en
við erum að tala um afborg-
anir eftir 8-15 ár. Ber að skilja
þetta vaxtastig sem vantraust
á framtíðarhorfur Íslands? Og
varasamt fordæmi? Er ekki
ástæða til að gera nánari grein
fyrir áætluðu eignaverðmæti
Landsbankans?
Hversu raunsætt er áhættu-
matið sem að baki býr um
að eignir geti að lokum stað-
ið undir allt að 90% þessara
skuldbindinga? Ef rétt er að
Bretar hafi heitið stuðningi
við öflun upplýsinga um faldar
eignir í skattaparadísum undir
breskri vernd í Karíbahafi, var
þá ekki líka ástæða til að leita
aðstoðar breskra yfirvalda við
að leggja hald á eignir eigenda
Landsbankans í öðrum félög-
um, sem skráð eru í breskri
lögsögu? Íslenskir skattgreið-
endur eiga kröfu á að fá svör
við spurningum af þessu tagi.
Höfundur var fjármálaráðherra
árin 1987-1988. Sjá ítarlegar á
heimasíðunni jbh.is
JÓN BALDVIN
HANNIBALSSON
Að settum neyðarlögum var
það því frá upphafi hafið yfir
allan vafa, að íslenska ríkið
væri ábyrgt fyrir sparifjár-
tryggingu íslenskra banka,
hvar svo sem þeir væru
starfandi. Það hefur aldrei
leikið nokkur vafi á þessu
grundvallaratriði.