Fréttablaðið - 11.06.2009, Síða 25
Laugavegi 80, 101 Reykjavík
sími 561 1330
www.sigurboginn.is
17%
AFSLÁTTUR
AF BLÚSSUM, PEYSUM OG BOLUM
fram að 17. júní.
ÞJÓÐHÁTÍÐARSTEMNING!!!
ÚTSALA
Opið mán. - fös. frá kl. 11:00 - 18:00
Laugardaga frá kl. 11:00 – 16:00
Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík,
sími: 568 2870 - www.friendtex.is
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
BERLÍNARMÚRINN varð tískuhönnuðinum þýska, Dani-
el Rodan, innblástur fyrir nýjustu tískulínu hans. Tuttugu ár eru
frá falli múrsins og í fötum Rodan má sjá hinar ýmsu graff-
myndir sem prýddu áður múrinn umdeilda.
„Þetta eru allt hálsmen sem ég
hekla utan um perlur og eru mis-
munandi að lit, ýmist einlit, tví-
lit eða þrílit,“ segir Elín Hrund
en hún hefur lengi unnið við ýmis
tímarit sem tengjast hönnun og
tísku, meðal annars Hús og híbýli
og Nýtt líf. Hún hefur líka lengi
heklað og segir hálsfestarnar vera
kannski svolítið framhald af ein-
staklega fallegum páskaeggjum
sem hún heklaði fyrir tímaritið
Hús og híbýli.
„Ég hef líka gert alls kyns skart-
gripi handa sjálfri mér í gegnum
tíðina og sameinaði því heklið
mitt og skartgripagerðina í þess-
um hálsfestum.“
Elín Hrund byrjaði að prófa
sig áfram með hálsmenin fyrir
nokkrum mánuðum og hóf svo
framleiðslu fyrir fólk í kringum
sig þegar hún hafði fundið end-
anlega út hvernig hún vildi hafa
hálsmenin. „Ég fékk strax góð
viðbrögð sem komu mér skemmti-
lega á óvart og hálsmenin hafa
selst vel. Ég hef svo hugsað mér
að koma hálsmenunum í versl-
anir,“ segir Elín en í augnablik-
inu er hægt að skoða hálsfestarn-
ar á www.this.is/elinhrund eða
senda henni póst á elinhrund@
thi.is. Elín stefnir á hönnunarnám
næsta vetur en aðspurð af hverju
hún haldi að hálsfestarnar hafi
hitt í mark svarar hún að hún telji
litagleði festanna falla fólki í geð.
„Fólk er ekki hrætt við liti í fylgi-
hlutum. Svo finnst manni líka að
fólk sé miklu opnara fyrir hand-
verki, svo sem prjóni og hekli, um
þessar mundir. Það hefur eflaust
eitthvað með það að gera.“
juliam@frettabladid.is
Heklar hálsmen
Mikill uppgangur er um þessar mundir í hekli og prjóni og Elín Hrund Heiðarsdóttir hefur ekki farið var-
hluta af þeim áhuga. Hún heklar litaglaðar og stórar hálsfestar sem hún ber með stolti.
Elín Hrund er fantafínn heklari og hefur heklað alls kyns öðruvísi hluti í gegnum tíðina, svo sem frumlegt páskaskraut.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki