Fréttablaðið - 11.06.2009, Síða 33

Fréttablaðið - 11.06.2009, Síða 33
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009 5landið mitt austurland ● fréttablaðið ● „Við verðum með upplýsingamið- stöðina í Végarði í Fljótsdal opna í sumar. Þar getur fólk kynnt sér ýmsar hliðar á byggingu Kára- hnjúkavirkjunar, rekstur Fljóts- dalsstöðvar, orkumál og margt fleira,“ segir Þorsteinn Hilmars- son, upplýsingafulltrúi Landsvirkj- unar, sem er með sýningu í Kára- hnjúkum í sumar. „Við bjóðum líka daglega upp á nokkrar skoðunarferðir inn í stöð- ina, sem er kílómetra inni í fjalli. Fleiri þúsund manns hafa farið í þær á sumrin.“ Þorsteinn segir að fólk geti eins keyrt upp að sjálfri stíflunni þaðan sem hægt er að virða útsýnið fyrir sér af sérstakri gönguleið. Hann nefnir til sögunnar fleiri áhugaverða hluti; umhverfislista- verk eftir listakonuna Jónínu Guðnadóttur, sem unnið er við að setja upp við stífluna, og flotverk, eða tólf metra langan skúlptúr, eftir listamanninn Ólaf Þórðarson, sem kallast Eilífðardraumurinn og er staðsett í útfalli Kárahnjúka- virkjunar. „Svo er það fossinn Hverfandi sem lætur á sér kræla síðla sumars þegar lónið fyllist,“ bætir hann við. Nánar á vefsíðunum www.lands- virkjun og www.karahnjukar.is. - rve Málþingið er haldið í dag í Möðrudal. MYND/ÚR EINKASAFNI „Sveitabúskapur er lífsstíll og má vera það áfram að mínu mati,“ segir Þorsteinn Bergsson, sauðfjár- bóndi að Unaósi í Hjaltastaðaþing- há. Hann er einn frummælenda á málþingi samtakanna Landsbyggð- in lifi sem fer fram á Möðrudal á Fjöllum í dag og hefst klukkan 15. Það er haldið í samvinnu við Framfarafélag Fljótsdals- héraðs. Auk Þorsteins hafa framsögu þau Jón Kristjánsson fiskifræð- ingur, Pétur Bjarnason sjávarútvegsfræðingur og Lómatjarnarsyst- urnar Guðný Sverr- isdóttir sveitarstjóri og Valgerður Sverr- isdóttir, fyrrverandi ráðherra. Þorsteinn kveðst ætla að fjalla um það pólitíska landslag sem landbúnaðurinn verði í á næstu árum. „Ég held því fram að hægt sé að efla hann töluvert og mun velta upp hugmynd- um um það,“ segir hann. Kveðst hann ekki sjá að stórbúskapur sé endilega hagkvæmur og gagn- rýnir að ríkisjarðir hafi verið seldar á útsölu í stórum stíl til frístunda. „Í minni sveit er meirihluti jarða í eyði,“ segir hann. „Okkur veitti ekk- ert af nokkrum bændum í viðbót.“ - gun Veitti ekkert af fleiri bændum í sveitirnar Umhverfislistaverk og einstakt útsýni Flotverk, tólf metra eftirlíking af báti, eftir Ólaf Þórðarson er í útfallinu. Hægt er að keyra bílinn upp að stílfu. Þaðan er hægt að virða útsýnið fyrir sér. M YN D /L A N D SV IR KJ U N Þorsteinn Bergsson. Velkomin í Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði alla daga vikunnar klukkan 14. Boðið verður upp á kynningu á starfsemi álversins á neðstu hæð í stjórnunarbyggingunni neðan við kerskálana. Hópum og einstaklingum sem hafa áhuga á að fara inní álverið sjálft, er bent á að senda tölvupóst á netfangið: fjardaal@alcoa.com eða hringja í síma 470 7700, til að panta tíma. Verið velkomin! www.alcoa.is Vilt þú kynnast álveri? Grasrótin er undiralda sköpunarkraftsins 13. júní - Vegareiði rokktónleikar - Bragganum við Sláturhúsið. 17. júní - 8. ágúst - Testosterone - Sumarsýning MMF í Sláturhúsinu. 20. júní - Skógardagurinn mikli - Fjölskylduhátíð í Hallormsstaðaskógi. 24. - 27. júní - Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi 26. júní - Vinabæjarmót Egilsstaða - Danmörk - Svíþjóð - Noregur - Finnland. 14. - 23. ágúst - Ormsteiti Héraðshátíð Sjáumst á Héraði!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.